From 1 - 10 / 32
  • Categories  

    OR_fraveita er byggt upp af línum (lögnum), punktum (búnaði) og flákum (settjörnum).

  • Categories  

    Fjarskiptastofa hefur framkvæmt mælingar á fjarskiptasambandi á helstu vegum í vegakerfinu á Íslandi. Mælingar voru gerðar á GSM, UMTS (3G), LTE (4G) og TETRA á vegum Símans, Nova, Vodafone og Neyðarlínunnar. Verkefnið var unnið að ósk Fjarskiptasjóðs og fór þannig fram að starfsmenn Fjarskiptastofu óku eftir þeim vegum sem mældir voru með tilheyrandi mælitæki. Mælingar hafa verið gerðar frá 2012 en flestar mælingarnar voru gerðar frá haustinu 2015 til haustsins 2017 en þar sem hröð uppbygging á fjarskiptakerfinu er sífellt í gangi geta niðurstöður sýnt lakari dreifingu en raun er orðin síðan mælingarnar voru gerðar. Þá er einnig rétt að hafa í huga að loftnet símtækja geta verið mismunandi að gæðum og því ekki alltaf víst að ferðalangar um vegi landsins fái sömu upplifun varðandi styrk merkja og kortin gefa til kynna.

  • Categories  

    Gögnin innihalda upplýsingar um legu ljósleiðara- og koparstrengja

  • Categories  

    Fjöldi örbylgju senda innan 300 m2 reita.

  • Categories  

    Fjöldi farnetssenda innan 300 m2 reita.

  • Categories  

    Lega ljósleiðarastrengja innan 1 km2 reita ásamt upplýsingum um eigendur strengja.

  • Categories  

    OR_rafmagn er byggt upp af línum (þ.e. skurðir, háspennu- og lágspennulagnir), punktum (þ.e. búnaður og götuljós) og flákum (aðveitu- og dreifistöðvar).

  • Categories  

    or_gogn inniheldur:bilanir (punktar), borholur (punktar), ídráttarrör (línur), innmælingar (punktar), mælar (punktar), mannvirki (flákar), svæði (flákar), búnaður (punktar), lagnir (línur)

  • Categories  

    OR_gagnaveitaer byggt upp af línum (það eru skurðir, rör og lagnir ), puntum (það er t.d. búnaður). Saman mynda þeir netverk (geometric network).

  • Categories  

    Gögnin innihalda hnitsett útbreiðslusvæði farsíma- og farnetsþjónustu fyrir 3G, 4G og 5G (háhraðafarnet) þjónustu á vegum Símans, Nova og Vodafone. Sýnd eru þau svæði þar sem líklegast er að ná nýtanlegu merki eða að ná gagnasambandi. Gera þarf ráð fyrir að t.d. veður, landslag og aðrir hugsanlegir utanaðkomandi þættir geti haft áhrif á dreifingu fjarskiptamerkja til eða frá. Merki dofnar þegar símtæki er inni í bíl eða inni í húsi, því fjær veggjum eða þaki sem tækið er, því lakara merki næst. Þannig næst merki yfirleitt síst inni í miðju húsi og niðri í kjallara. Móttaka getur verið mismunandi milli símtækja, þ.e. loftnet símtækja og staðsetning þeirra í tækinu getur verið mjög mismunandi. Spáin er styrkleikaskipt: - Styrkur 1: Sterkt merki, jafnan hægt að njóta viðkomandi tækni ofanjarðar innanhúss með góðu móti. - Styrkur 2: Miðlungs sterkt merki, í einhverjum tilfellum má búast við döpru sambandi innanhúss, hins vegar ætti samband að vera nægilega gott utanhúss. - Styrkur 3: Veikt merki, búast má við slitróttu sambandi utanhúss og mjög döpru eða engu sambandi innanhúss. Gögnin eru uppfærð á hálfs árs fresti.