From 1 - 10 / 33
  • Categories  

    Þekjan sýnir raforkudreifisvæði fyrir dreififyrirtæki landsins: Veitur, Orkubú Vestfjarða, HS Veitur, Norðurorka og RARIK. Hjá Orkubú Vestfjarða og RARIK er svæðunum einnig skipt upp í dreifbýli, þéttbýli og byggðarkjarna sem endurspeglar skiptingu í gjaldskrá hjá þessum fyrirtækjum.

  • Categories  

    OR_fraveita er byggt upp af línum (lögnum), punktum (búnaði) og flákum (settjörnum).

  • Categories  

    Gögn varðandi fastlínutengingar byggja á gögnum frá Þjóðskrá Íslands og á gögnum frá fjarskiptafélögum varðandi fjölda tenginga. Staðsetning byggir á Staðfangaskrá Þjóðskrár. Staðfang er í flestum tilfellum ein fasteign en í einhverjum tilfellum fleiri en ein. Gögnin sem hér eru birt eru staðföng sem innihalda lögheimili, vinnustað eða sumarhús. Varðandi skráningu á tengjanlegum rýmum skal fjarskiptafélag merkja staðfang tengjanlegt sé eitthvað rými innan þess tengjanlegt. Það hvort rými teljist tengjanlegt er óháð því hvort það sé í raun að nýta þá tengingu. Þörf er á góðu gagnasetti varðandi vinnustaði á landupplýsingaformi sem aðilar geta sammælst um að nota en eins og staðan er í dag ber engin stofnun ábyrgð á slíku gagnasetti. Við nýtum eins og áður segir gögn frá Þjóðskrá Íslands varðandi vinnustaði. Þjóðskrá Íslands aflar þó í raun ekki upplýsinga um vinnustaði heldur sigtar úr gögnum vissa notkunarflokka fasteigna fyrir Fjarskiptastofu. Einhverjar upplýsingar eru ekki tengjanlegar við önnur gögn og þær upplýsingar birtast því ekki á kortinu. Þetta á aðallega við um aðrar tengingar en ljósleiðaratengingar.

  • Categories  

    OR_vatner byggt upp af punktum (þ.e. innmælingar og búnaður) og línum (þ.e. kaldavatnslagnir).

  • Categories  

    OR_hitaveita er byggt upp af punktum (þ.e. innmælingar og búnaður), línum (þ.e.stokkar oglagnir)og flákum (þ.e. mannvirki eins og dælustöðvar og brunnar)

  • Categories  

    Fjarskiptastofa hefur framkvæmt mælingar á fjarskiptasambandi á helstu vegum í vegakerfinu á Íslandi. Mælingar voru gerðar á GSM, UMTS (3G), LTE (4G) og TETRA á vegum Símans, Nova, Vodafone og Neyðarlínunnar. Verkefnið var unnið að ósk Fjarskiptasjóðs og fór þannig fram að starfsmenn Fjarskiptastofu óku eftir þeim vegum sem mældir voru með tilheyrandi mælitæki. Mælingar hafa verið gerðar frá 2012 en flestar mælingarnar voru gerðar frá haustinu 2015 til haustsins 2017 en þar sem hröð uppbygging á fjarskiptakerfinu er sífellt í gangi geta niðurstöður sýnt lakari dreifingu en raun er orðin síðan mælingarnar voru gerðar. Þá er einnig rétt að hafa í huga að loftnet símtækja geta verið mismunandi að gæðum og því ekki alltaf víst að ferðalangar um vegi landsins fái sömu upplifun varðandi styrk merkja og kortin gefa til kynna.

  • Categories  

    OR_gagnaveitaer byggt upp af línum (það eru skurðir, rör og lagnir ), puntum (það er t.d. búnaður). Saman mynda þeir netverk (geometric network).

  • Categories  

    OR_rafmagn er byggt upp af línum (þ.e. skurðir, háspennu- og lágspennulagnir), punktum (þ.e. búnaður og götuljós) og flákum (aðveitu- og dreifistöðvar).

  • Categories  

    Lega ljósleiðarastrengja innan 1 km2 reita ásamt upplýsingum um eigendur strengja.

  • Categories  

    Gögnin innihalda hnitsett útbreiðslusvæði farsíma- og farnetsþjónustu fyrir GSM, TETRA, 3G, 4G og 5G þjónustu á vegum Símans, Nova, Vodafone og Neyðarlínunnar (TETRA). Sýnd eru þau svæði þar sem líklegast er að ná nýtanlegu merki, þannig að hægt sé að tala í farsíma, senda smáskilaboð eða að ná gagnasambandi. Gera þarf ráð fyrir að t.d. veður, landslag og aðrir hugsanlegir utanaðkomandi þættir geti haft áhrif á dreifingu fjarskiptamerkja til eða frá. Í spálíkani Fjarskiptastofu er miðað við merki utanhúss í 2 metra hæð. Merki dofnar þegar símtæki er inni í bíl eða inni í húsi, því fjær veggjum eða þaki sem tækið er, því lakara merki næst. Þannig næst merki yfirleitt síst inni í miðju húsi og niðri í kjallara. Móttaka getur verið mismunandi milli símtækja, þ.e. loftnet símtækja og staðsetning þeirra í tækinu getur verið mjög mismunandi.