From 1 - 10 / 31
  • Categories  

    Gagnasett sem sýnir yfirlitsupplýsingar um helstu svæði þar sem landgræðsla er stunduð og Land og skógur kemur að á einn eða annan hátt. Undanskilin eru þó svæði í verkefninu Bændur græða landið.

  • Categories  

    Þekja ni_tillogur_a_Bhluta_allt_fl: Tillögur að svæðum á framkvæmdaáætlun (B-hluta) náttúruminjaskrár út frá verndun vistgerða, fugla, sela, jarðminja og fossa. Innan stærri verndarsvæða voru í sumum tilfellum afmörkuð smærri svæði sem draga fram forgangsvistgerðir eða fuglategundir sem eru ekki einkennandi fyrir heildarsvæðið. Mörk eru ekki alltaf nákvæmlega skilgreind. Náttúruminjaskrá skiptist í þrjá hluta sem auðkenndir eru sem A, B og C-hluti. B-hluti er framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár þ.e. skrá yfir þær náttúruminjar sem Alþingi hefur ákveðið að setja í forgang um friðlýsingu eða friðun á næstu fimm árum. Í lögunum er lögð áhersla á að byggja upp skipulegt net verndarsvæða til að stuðla að vernd líffræðilegrar fjölbreytni, jarðbreytileika og fjölbreytni landslags. Náttúrufræðistofnun Íslands gerir tillögur um minjar sem ástæða þykir til að setja á framkvæmdaáætlun, þ.e. B-hluta. Að loknu því vali felur ráðherra Umhverfisstofnun að meta nauðsynlegar verndarráðstafanir á svæðum sem til greina kemur að setja á framkvæmdaáætlun og kostnað við þær. Í því ferli koma fram ýmsir aðrir hagsmunir sem geta haft áhrif á endanlegt val svæða en eru sem slíkir ekki grunnþættir í vali á svæðum til að viðhalda ákjósanlegri verndarstöðu vistgerða, vistkerfa eða tegunda. Að lokum mun Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í samráði við ráðgjafanefnd leggja fram þingsályktunartillögu um verndun svæða. Tillögurnar eru enn í úrvinnslu hjá Umhverfisstofnun og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (staða 23. febrúar 2022). Afmörkun svæða í tillögum Náttúrufræðistofnunar er ekki alltaf nákvæmlega skilgreind og getur tekið breytingum við áframhaldandi undirbúning framkvæmdaáætlunar.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Fitjaskráin sýnir það landsvæði sem Katla jarðvangur nær yfir. Katla jarðvangur nær yfir 9.542 km2 landsvæði, eða rúmlega 9% af flatarmáli Íslands, og afmarkast af landsvæðum Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Jarðvangurinn nær frá Hvolsvelli í vestri að Skeiðarársandi í austri, en nyrsti hluti jarðvangsins teygir sig langt inn á Vatnajökul en langar strendur af svörtum sandi afmarka jarðvanginn í suðri. Þéttbýliskjarnar í Kötlu jarðvangi eru Hvolsvöllur, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur. Íbúafjöldi á svæðinu er um 3.400 manns.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Væðafæri eru t.d. dragnót, handfæri, lína, net, humarvarpa, rækjuvarpa og botnvarpa. Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Fiskmerkingar hafa verið stundaðar í sjó, ám og vötnum um árabil. Upplýsingar sem fást með merktum fiski nýtast meðal annars við rannsóknir á útbreiðslu, fari og dánartíðni. Einnig eru fiskmerkingar notaðar við vöktun og til að fylgjast með með hópum eða stofnum fiska um lengri eða skemmri tíma.

  • Categories  

    Árið 2021 gerðu Loftmyndir ehf. og Náttúrufræðistofnun samning til eins árs, um aðgang að myndþekju Loftmynda ehf. fyrir allar A-hluta ríkisstofnanir. Þegar samningurinn rann út var hann framlengdur og tók umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisið við hlutverki Náttúrufræðistofnunar sem samningsaðili. Með samningnum veita Loftmyndir leyfishafa aðgang að og rétt til að nota myndkortaþekju félagsins, þ.e. af þeim hluta Ísland og nærliggjandi eyja sem til er í gagnagrunni félagsins við undirritun samningsins og þeirra viðbóta sem verða til í gagnagrunni félagsins á samningstíma, en það eru: a. Myndkort með 0.1 m. myndeiningum af lágflugssvæðum. b: Myndkort með 0.25 m. myndeiningum af miðflugssvæðum. Samningurinn tekur við af öðrum samningum sem eftir atvikum kunna að vera í gildi við einstaka A-hluta stofnanir ríkisins, hvað varðar aðgang að myndkortum félagsins. Ef einstaka A hluta stofnanir ríkisins eru með samning um annars konar þjónustu frá félaginu heldur sá samningur gildi sínu nema viðkomandi stofnun og félagið semji um annað.