prj
Type of resources
Provided by
Years
Formats
Representation types
Update frequencies
status
-
Gögnin innihalda hnitsett útbreiðslusvæði farsíma- og farnetsþjónustu fyrir GSM, TETRA, 3G, 4G og 5G þjónustu á vegum Símans, Nova, Vodafone og Neyðarlínunnar (TETRA). Sýnd eru þau svæði þar sem líklegast er að ná nýtanlegu merki, þannig að hægt sé að tala í farsíma, senda smáskilaboð eða að ná gagnasambandi. Gera þarf ráð fyrir að t.d. veður, landslag og aðrir hugsanlegir utanaðkomandi þættir geti haft áhrif á dreifingu fjarskiptamerkja til eða frá. Í spálíkani Fjarskiptastofu er miðað við merki utanhúss í 2 metra hæð. Merki dofnar þegar símtæki er inni í bíl eða inni í húsi, því fjær veggjum eða þaki sem tækið er, því lakara merki næst. Þannig næst merki yfirleitt síst inni í miðju húsi og niðri í kjallara. Móttaka getur verið mismunandi milli símtækja, þ.e. loftnet símtækja og staðsetning þeirra í tækinu getur verið mjög mismunandi.