dataset
Type of resources
Available actions
Topics
INSPIRE themes
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
Resolution
-
Umhverfisstofnun skal halda skrá yfir svæði þar sem er mengaður jarðvegur eða þar sem grunur er um mengun. Þar skulu koma fram upplýsingar um staðsetningu, stærð, tegund mengunar og ástæðu þess að svæði er mengað eða grunum leikur á mengun.
-
Gagnagrunnur sem inniheldur upplýsingar um jarðvegsrof á Íslandi. Heildarúttekt á jarðvegsrofi á öllu Íslandi, unnin á árunum 1992-1997. Unnið með vettvangsúttekt þar sem LANDSAT gervitunglamyndir í mælikvarða 1:100.000 voru notaðar sem grunnur við kortlagninguna.
-
Örnefni eru í þremur lögum: flákalag, punktalag og línulag. Uppfærð örnefni birtast vikulega í vefsjám. Gott samstarf er við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þegar upp koma vafaatriði í skráningu örnefna, auk þess sem þaðan eru send örnefnagögn í formi mynda, korta og hnita sem eru sett inn. Þessi vinna með myndir og nafnberalistann er langtímaverkefni og mikið verk óunnið þar.
-
Nytjaland er verkefni sem miðaði að því að kortleggja yfirborð landsins á grunni þess hversu gróskumikið það væri. Flokkunin var unnin með fjarkönnunaraðferðum með Landsat 7 og SPOT 5 gervitunglamyndum. Yfirborðsflokkarnir 12 eru: Graslendi, ríkt mólendi, ræktað land, Rýrt mólendi, skógur og kjarrlendi, moslendi, hálfdeigja, votlendi, hálfgróið land, líttgróið land, straum- og stöðuvötn, jöklar og fannir og óflokkað, eyjar/sker Verkefnið var unnið frá árunum 1999-2007. Var þá búið að gera yfirborðsflokkun á um 70% landsins í 12 flokka og 30% af yfirborðinu í 6 flokka. Á kortinu Nytjaland_1 hafa gögnin úr 6 flokka flokkuninni verið aðlöguð að 12 flokka flokkunninni. Flokkurinn sem dekkaði gróið land í 6 flokka flokkunninni var allur sameinaður floknum rýrt mólendi í 12 flokka flokkunninni. Upplýsingum frá Skógrækt ríkisins (2013) um skóga var bætt inn í flokkuðu gögnin. Flokkurinn ræktað land var uppfærður samkvæmt korti af ræktuðu landi sem hnitað var inn af gervitunglamyndum. Ár og vötn, jöklar, fannir og strandlína var aðlagað að vatnafarsgrunni LMÍ (2013). Rastagrunnurinn er í mælikvarðanum 1:30.000.
-
Í markalaginu eru ýmis mörk lands og eru þetta allt flákalög og þau sýna eftirfarandi: skiptingu landsins eftir sveitarfélögum, skiptingu landsins eftir umdæmi sýslumanna, lögregluumdæmi og skiptingu landsins í dómstóla í héraði.
-
Vinsamlega hafið samband við Umhverfisstofnun vegna nánari upplýsinga.
-
Þekja (layer) n25v_votlendiLittRaskad_fl: Lítt raskað votlendi stærra en 20.000 fermetrar, meira en 200 m frá skurðum á láglendi. (Natural wetland, 20.000 square meters and larger, more than 200 metres away from ditches.) Gögnin sýna óraskað og lítt raskað votlendi. Á láglendi er dregin 200 m jaðarsvæði (buffer) umhverfis skurði. Votlendi, svo sem hallamýrar, flóar, flæðimýrar, rústamýrar, 20.000 fermetrar að flatarmáli eða stærri, njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61 gr. í lögum um náttúruvernd. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur skrá yfir þessi náttúrufyrirbæri og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá.
-
Staðsetningar loftmælistöðva á Íslandi. Umhverfisstofnun skilar árlega loftgæðaskýrslum til Evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EEA) og uppfylla þau gögn INSPIRE-tilskipanir varðandi flokkun stöðva. Rekstraraðilar geta breytt gögnum stöðva.
-
Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.
-
Vinsamlega hafið samband við Fiskistofu vegna nánari upplýsinga.
Lýsigagnagátt