dataset
Type of resources
Available actions
Topics
INSPIRE themes
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
Resolution
-
Ýmsar tölulegar upplýsingar úr manntali Hagstofunnar frá 2011, settar fram á smásvæðaskiptingu Hagstofunnar. Vinsamlega hafið samband við Hagstofuna vegna nánari upplýsinga.
-
Gagnasafn (GDB) NI_G1v_lupina_3.utg: Útbreiðsla alaskalúpínu á Íslandi, 3. útgáfa. [Nootka lupin coverage of Iceland, 3rd edition.] Endurskoðað kortlagningu á útbreiðslu alaskalúpínu á landinu, flákalag. Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis), sem skilgreind er sem ágeng, framandi plöntutegund hér á landi, er orðin mjög útbreidd og þekur víða stór svæði. Hún veldur miklum breytingum á náttúrufari þar sem hún breiðist um.
-
Í gögnunum er að finna upplýsingar um staðsetningu og umfang verndarsvæða í byggð sem ráðherra hefur staðfest í samræmi við lög nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Markmið laganna er að stuðla að varpveislu og vernd byggðar sem hefur sögulegt gildi.
-
Staðsetning íslenskra jökla ásamt nafni og GLIMS auðkenni. Útlínur dregnar eftir uppréttum Sentinel-2 og Pléiades gervihnattamyndum ásamt loftmyndum frá Loftmyndum ehf. á stöku stað. Útlínur hafa verið mældar í kringum 1890, 1945-1946, 1970-1980, 1998-2004, 2007-2013, 2014, 2017, 2019, 2021, 2023 og 2025 og öll gagnalögin er að finna í þjónustum Veðurstofnunnar.
-
Þekja (layer) j100v_austurland_berggrunnurMork_1utg_li: Línur sýna þekkt mörk berggrunns. [Lines showing certain boundaries of bedrock.] Tilheyra flákagögn 'ni_j100v Berggrunnur á Austurlandi – 1:100.000' (j100v_austurland_berggrunnur_1utg_fl). [Follows the polygon data 'ni_j100v Berggrunnur á Austurlandi – 1:100.000' (j100v_austurland_berggrunnur_1utg_fl).]
-
Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.
-
Vefþjónustan inniheldur upplýsingar um hættusvæði, jafnáhættulínur og mörk hættumetins svæðis fyrir nokkra þéttbýliskjarna. Nánari upplýsingar fást á vef VÍ (https://www.vedur.is/ofanflod/haettumat). Útgefið hættumatskort gildir ef misræmi er á milli þess og vefþjónustunnar.
-
Íslenskum skipum eru bannaðar veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelgi Íslands nema á þeim veiðisvæðum og veiðitímum sem tilgreind eru í 5. grein laga nr. 79 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Viðmiðunarlínan er dregin umhverfis landið á milli punkta sem eru taldir upp í lagagreininni. Vinsamlega hafið samband við Landhelgisgæslu Íslands vegna nánari upplýsinga.
-
Gagnaset (data set) ni_vg25v_1.1utg: Vistgerðir á Íslandi: ferskvatn og fjörur (Habitat types of Iceland: freshwater and littoral shores). Vistgerðakortið sýnir útbreiðslu ferskvatns- og fjöruvistgerða á Íslandi. Alls hafa verið ákvarðaðar 17 vistgerðir fyrir ferskvatn og 24 vistgerðir fyrir fjörur. Ferskvatnsvistgerðir skiptast í tvö þrep, en fjöruvistgerðir í fimm þrep. Við skilgreiningu og flokkun vistgerða á Íslandi var tekið mið af EUNIS-flokkunarkerfinu (European Environment Agency 2012) . Landupplýsingaþekjan fyrir jarðhita, ferskvatns- og fjöruvistgerðir er á vektorformi. Vektorþekjurnar eru flestar flákaþekjur, en fyrir ferskvatn er einnig línu- og punktaþekja. Gögn fyrir stöðuvötn (vg2 = V1) eru fjarlægð tímabundið úr niðurhalsþjónustu vegna ágreinings um grunnkort Loftmynda ehf. en þekjan er sýnileg í kortasjá. Náttúrufræðistofnun Íslands leggur með ritinu Vistgerðir á Íslandi fram tillögur að flokkun vistgerða sem á sér fyrirmynd í samræmdri og viðurkenndri flokkun vistgerða í Evrópu. Flokkunin byggir á rannsóknum víða um land með fyrirvara um að bæta mætti í þá þekkingu. Frekari upplýsingar um flokkun og skilgreiningu vistgerða má sjá í ritinu: Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir, ritstj. 2016. Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. 299 s. og á vef Náttúrufræðistofnunar.
-
Landinu skal skipt upp í eftirfarandi heilbrigðisumdæmi, sbr. reglugerð 387/2015: Heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins. Heilbrigðisumdæmi Vesturlands. Heilbrigðisumdæmi Vestfjarða. Heilbrigðisumdæmi Norðurlands. Heilbrigðisumdæmi Austurlands. Heilbrigðisumdæmi Suðurlands. Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja. Í heilbrigðisumdæmum landsins starfa eftirfarandi heilbrigðisstofnanir: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, innan heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins. Heilbrigðisstofnun Vesturlands, innan heilbrigðisumdæmis Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, innan heilbrigðisumdæmis Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands, innan heilbrigðisumdæmis Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands, innan heilbrigðisumdæmis Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, innan heilbrigðisumdæmis Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, innan heilbrigðisumdæmis Suðurnesja.
Lýsigagnagátt