From 1 - 10 / 33
  • Categories  

    Þekjan sýnir raforkudreifisvæði fyrir dreififyrirtæki landsins: Veitur, Orkubú Vestfjarða, HS Veitur, Norðurorka og RARIK. Hjá Orkubú Vestfjarða og RARIK er svæðunum einnig skipt upp í dreifbýli, þéttbýli og byggðarkjarna sem endurspeglar skiptingu í gjaldskrá hjá þessum fyrirtækjum.

  • Categories  

    OR_fraveita er byggt upp af línum (lögnum), punktum (búnaði) og flákum (settjörnum).

  • Categories  

    Gögnin sýna 50 mílur í kringum landið.

  • Categories  

    Hafsvæði A1 er hafsvæði sem takmarkast af langdrægi strandstöðvar til talfjarskipta og viðvarana með stafrænu valkalli (DSC) á metrabylgju (VHF).

  • Categories  

    OR_hitaveita er byggt upp af punktum (þ.e. innmælingar og búnaður), línum (þ.e.stokkar oglagnir)og flákum (þ.e. mannvirki eins og dælustöðvar og brunnar)

  • Categories  

    Fjöldi TETRA senda innan 300 m2 reita.

  • Categories  

    Gögnin innihalda hnitsett útbreiðslusvæði farsíma- og farnetsþjónustu fyrir 3G, 4G og 5G (háhraðafarnet) þjónustu á vegum Símans, Nova og Vodafone. Sýnd eru þau svæði þar sem líklegast er að ná nýtanlegu merki eða að ná gagnasambandi. Gera þarf ráð fyrir að t.d. veður, landslag og aðrir hugsanlegir utanaðkomandi þættir geti haft áhrif á dreifingu fjarskiptamerkja til eða frá. Merki dofnar þegar símtæki er inni í bíl eða inni í húsi, því fjær veggjum eða þaki sem tækið er, því lakara merki næst. Þannig næst merki yfirleitt síst inni í miðju húsi og niðri í kjallara. Móttaka getur verið mismunandi milli símtækja, þ.e. loftnet símtækja og staðsetning þeirra í tækinu getur verið mjög mismunandi. Spáin er styrkleikaskipt: - Styrkur 1: Sterkt merki, jafnan hægt að njóta viðkomandi tækni ofanjarðar innanhúss með góðu móti. - Styrkur 2: Miðlungs sterkt merki, í einhverjum tilfellum má búast við döpru sambandi innanhúss, hins vegar ætti samband að vera nægilega gott utanhúss. - Styrkur 3: Veikt merki, búast má við slitróttu sambandi utanhúss og mjög döpru eða engu sambandi innanhúss. Gögnin eru uppfærð á hálfs árs fresti.

  • Categories  

    Fjarskiptastofa hefur upplýsingar um farnetsenda, GSM senda, TETRA senda, DVB-T senda, FM senda, örbylgjusenda og ýmis önnur fjarskiptamannvirki. Upplýsingar innihalda a.m.k staðsetningu fjarskiptamannvirkja. Flestar upplýsingar eru til um farnet- og GSM senda.

  • Categories  

    Gögnin innihalda hnitsett útbreiðslusvæði farsíma- og farnetsþjónustu fyrir GSM, TETRA, 3G, 4G og 5G þjónustu á vegum Símans, Nova, Vodafone og Neyðarlínunnar (TETRA). Sýnd eru þau svæði þar sem líklegast er að ná nýtanlegu merki, þannig að hægt sé að tala í farsíma, senda smáskilaboð eða að ná gagnasambandi. Gera þarf ráð fyrir að t.d. veður, landslag og aðrir hugsanlegir utanaðkomandi þættir geti haft áhrif á dreifingu fjarskiptamerkja til eða frá. Í spálíkani Fjarskiptastofu er miðað við merki utanhúss í 2 metra hæð. Merki dofnar þegar símtæki er inni í bíl eða inni í húsi, því fjær veggjum eða þaki sem tækið er, því lakara merki næst. Þannig næst merki yfirleitt síst inni í miðju húsi og niðri í kjallara. Móttaka getur verið mismunandi milli símtækja, þ.e. loftnet símtækja og staðsetning þeirra í tækinu getur verið mjög mismunandi.

  • Categories  

    OR_gufuveita er byggt upp af punktum (þ.e. innmælingar og búnaður) og línum (þ.e. lagnir)