From 1 - 10 / 35
  • Categories  

    Lagið sýnir helstu vatnaskil á Reykjanesskaga. Gögn eru frá VÍ og eru uppfærð eftir þörfum.

  • Categories  

    Vefþjónustan inniheldur upplýsingar um hættusvæði, jafnáhættulínur og mörk hættumetins svæðis fyrir nokkra þéttbýliskjarna. Nánari upplýsingar fást á vef VÍ (https://www.vedur.is/ofanflod/haettumat). Útgefið hættumatskort gildir ef misræmi er á milli þess og vefþjónustunnar.

  • Categories  

    Svæða-, staðar- og farvegaskipting fyrir ofanflóð í samræmi við ofanflóðaskráningarkerfi Veðurstofu Íslands. Um er að ræða stigskiptingu (hierarchy) þar sem landinu er skipt niður í staði, hverjum stað svo niður í svæði og innan svæða eru svo afmarkaðir algengir farvegir ofanflóða.

  • Categories  

    Vefþjónustan inniheldur upplýsingar um hverja snjóflóðaútlínu sem hægt er að birta í snjóflóðaskýrslu í gegnum Ofanflóðakortasjá VÍ og skal einvörðungu nota þar. Gagnasafnið var síðast uppfært í janúar 2023.

  • Categories  

    Útlínur dregnar eftir Landsat 1 gervihnattamyndum frá 1973 og tiltækum uppréttum loftmyndum úr safni Náttúrufræðistofnunar frá áttunda áratug 20. aldar. Útlínur nokkurra jökla voru dregnar eftir Hexagon KH9 gervihnattamyndum.

  • Categories  

    Útlínur dregnar eftir Landsat og SPOT-5 gervihnattamyndum, uppréttum loftmyndum frá Loftmyndum ehf. og skáflugmyndum.

  • Categories  

    Útlínur dregnar eftir uppréttum Sentinel-2 gervihnattamyndum. Uppréttar loftmyndir frá Loftmyndum ehf. og Landsat 8 gervihnattamyndir voru einnig notaðar á nokkrum stöðum.

  • Categories  

    Vefþjónustan sýnir útlínur og aðrar upplýsingar um helstu snjóflóð sem að starfsmenn Veðurstofunnar hafa kortlagt. Útlínur eru ýmist mældar með GPS, hnitaðar út frá ljósmyndum og/eða lýsingum. Nákvæmni gagnanna er birt með mismunandi táknum. Upplýsingar um útbreiðslu nýtast við gerð snjóflóðaannála og aðgerða til varnar snjóflóðum hvort sem um er að ræða rýmingar eða gerð varnarvirkja. Gagnasafnið nýtist einnig við keyrslu snjóflóðalíkana og við gerð hættumats. Gagnasafnið var síðast uppfært í janúar 2023.

  • Categories  

    Snjómokstursleiðir eru fyrirfram skilgreindar leiðir á milli ákveðinna staða. Vegagerðin gefur út upplýsingar um færð á þessum leiðum. Hver leið hefur ákveðið þjónustustig og snjómokstursreglur.

  • Categories  

    Útlínur dregnar á grundvelli háupplausnarlandlíkana sem mæld voru með leysimælitækum úr flugvél á árunum 2007 til 2013.