From 1 - 6 / 6
  • Categories  

    Vatnsföll eru gjarnan flokkuð í þrjá flokka, dragár, lindár og jökulár eftir rennslisháttum. Mörg eru vatnsföllin þó af blönduðum uppruna vegna margbreytileika vatnasviða þeirra. Gagnasettið sýnir greiningu vatnasvæða í vatnafarsflokka, eftir því hvernig svæðið bregst við úrkomu og miðlar henni, og rennslisháttum vatnsfalla sem eiga uppruna sinn á viðkomandi svæði.

  • Categories  

    Íslenskur jarðvegur telst til eldfjallajarðar (Andosol) að langmestum hluta, en eldfjallajörð er jarðvegur sem myndast á eldvirkum svæðum heimsins. Eldfjallajörð hefur afar sérstæða eiginleika sem greina hana frá öðrum jarðvegsgerðum. Útbúin var einföld flokkun fyrir íslenskan jarðveg, sem m.a. byggist á alþjóðlegum flokkunarkerfum en einnig á vinnu Björns Jóhannessonar og Þorsteins Guðmundssonar. Flokkunin gerir greinarmun á i) jarðvegi auðna (glerjörð sem skiptist í melajörð, malarjörð, sandjörð og vikurjörð; ii) jarðvegi gróins lands með sortueiginleika (sortujörð, sem skiptist í brúnjörð, votjörð og svartjörð), iii) lífrænni mójörð og að síðustu iv) öðrum jarðvegi sem er margvíslegur að gerð. Í síðasta flokknum er bergjörð útbreiddust, en auk þess má nefna frerajörð sífrerasvæða og kalkjörð. Jarðvegskortið var unnið á grundvelli sniða og jarðvegssýna sem safnað hefur verið víða um landið. Kortið er á vektora formi og í mælikvarða 1:500 000. Það er m.a. hluti evrópska jarðvegskortsins. A soil map of Iceland: The Soil map classification separates between; 1) andic soils, which are Brown Andosols, Gleyic Andosols and Histic Andosols; 2) Vitrisols, soils of deserts, which are divided into Cambic Vitrisols, Gravelly Vitrisols, Arenic Vitrisols and Pumice Vitrisols iii) Histosols, and iv) other soil types such as Cryosols and Leptosols. The classification system is in part based on WRB system and Soil Taxonomy and earlier work by Björn Jóhannesson and Þorsteinn Guðmundsson (see English Summary and 1. table in http://www.moldin.net/uploads/3/9/3/3/39332633/jardvegskort_2.pdf). The map is in a coarse scale (1:500 000) and is not intended to use for particular points on the landscape. It is rather an overview. It has been incorporated into the EU soil database and the Circumpolar soil map.

  • Categories  

    Þekja (layer) n500v_jadhiti_p og n500v_jardhiti_fl: Hverir og aðrar heitar uppsprettur. (Hot springs and other wells.) Hverir og aðrar heitar uppsprettur ásamt lífríki sem tengist þeim, virkri ummyndun og útfellingum, þar á meðal hrúðri og hrúðurbreiðum njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61 gr. í lögum um náttúruvernd. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur skrá yfir þessi náttúrufyrirbæri og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá. Jarðhitakort af Íslandi frá árinu 2003 eru einu aðgengilegu gögnin fyrir þetta náttúrufyrirbæri og sem ná yfir allt landið. Upplýsingar um lífríki, ummyndun og útfellingar hefur ekki verið safnað saman og fylgir ekki með gögnunum.

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_G500v: Gróðurkort af Íslandi (yfirlitskort) sýnir einfaldaða samantekt á ríkjandi gróðursamfélögum. [The vegetation map of Iceland shows the predominant vegetation groups in simplified terms.] Þar sem land hefur nokkuð samfellda gróðurhulu er sýnt hvers eðlis ríkjandi gróðursamfélög eru. Hálfgróið eða minna gróið land flokkast eftir landgerð. Gróðurþekja bersvæðisgróðrar (fitjuflokkur 501) miðast við 50% eða minna. Flákalag, flokkuð eftir ÍST120:2012 staðlinum. [In areas with more-or-less unbroken vegetation cover, the predominant form of vegetation is shown. In regions where vegetation covers half of less of the area, the type of land is indicated.]

  • Categories  

    Gerðar voru landfræðilegar greiningar á hitafarsskilyrðum til vaxtar valdra trjátegunda á Íslandi. Annars vegar var Þetta gert fyrir birki sem er eina náttúrulega trjátegundin á Íslandi sem vex sem skógur og hins vegar fyrir rauðgreni sem er góður samnefnari fyrir vöxt ýmissa annarra trjátegunda þar sem það þarf nokkuð góð skilyrði til vaxtar. Hitafarslíkan frá Veðurstofu Íslands var notað við greiningarnar fyrir árin 1961-2006. Reiknuð voru vikmörk meðalhita sumars (júní, júlí og ágúst) fyrir báðar tegundir. Þröskuldsgildi fyrir birki var 7,6°C og rauðgreni 9,7°C. Vikmörkin gáfu til kynna stöðugleika í hitastigi fyrir hverja myndeiningu og því var hægt að segja fyrir um bestu skilyrði til trjávaxtar fyrir hvora tegund. Einungis var miðað við hitastig í birkigreiningunni, en fyrir rauðgrenið var einnig tekið mið af seltu og vindálagi. Rastalíkanið er í 900x900 m myndeiningum og hentar í mælikvarða 1:500.000 – 1:1.000.000

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_J500v_jardhiti: Jarðhitakorti af Íslandi 1 : 500.000 [Geothermal Map of Iceland 1 : 500.000]. Á jarðhitakortinu eru háhitasvæði afmörkuð sérstaklega en yfirborðshiti á landinu er flokkaður í vatnsuppsprettur, gufuhverasvæði og ölkeldur ásamt jarðhita undir vatni eða jöklum. Á kortinu eru merktir svo nefndir reitir sem innihalda alla jarðhitastaði á svæði með um 500 m radíus. Hver reitur er táknaður með fjórum tölustöfum t.d. 5039 og innan reits eru mismargar þyrpingar hvera og lauga. Á bak við hvern reit á jarðhitakortinu eru upplýsingar í gagnasafni t.d. um legu, heiti, hita, rennsli, heimildir o.fl. Jarðhiti er sýndur á berggrunnskorti af Íslandi. Kortið er gefið út í samvinnu við Orkustofnun. Jarðhitakortið er hluti af skýrslu, NI-03016 (PDF: http://utgafa.ni.is/skyrslur/2003/NI-03016.pdf).