From 1 - 10 / 11
  • Categories  

    Gögnin innhalda staðsetningu veðurstöðva sem eru í eigu Vegagerðarinnar og staðsettar eru við þjóðvegi en einnig veðurstöðvar í eigu Veðurstofunnar og annarra.

  • Categories  

    Vefþjónustan inniheldur upplýsingar um hverja snjóflóðaútlínu sem hægt er að birta í snjóflóðaskýrslu í gegnum Ofanflóðakortasjá VÍ og skal einvörðungu nota þar. Gagnasafnið var síðast uppfært í janúar 2023.

  • Categories  

    Þjónustan sýnir rýmingarreiti á þéttbýlisstöðum landsins þar sem talin er snjóflóðahætta. Reitaskiptinguna hefur Veðurstofan gert í samráði við heimamenn, og birt á sérstökum kortum og byggja rýmingaráætlanir staðanna á þessari reitaskiptingu. Samkvæmt lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (49/1997) ber Veðurstofu Íslands að gefa út viðvaranir um staðbundna snjóflóðahættu. Skal þá rýma húsnæði á reitum sem tilgreindir eru í viðvörun Veðurstofunnar.

  • Categories  

    Vefþjónustan sýnir útlínur og aðrar upplýsingar um helstu snjóflóð sem að starfsmenn Veðurstofunnar hafa kortlagt. Útlínur eru ýmist mældar með GPS, hnitaðar út frá ljósmyndum og/eða lýsingum. Nákvæmni gagnanna er birt með mismunandi táknum. Upplýsingar um útbreiðslu nýtast við gerð snjóflóðaannála og aðgerða til varnar snjóflóðum hvort sem um er að ræða rýmingar eða gerð varnarvirkja. Gagnasafnið nýtist einnig við keyrslu snjóflóðalíkana og við gerð hættumats. Gagnasafnið var síðast uppfært í janúar 2023.

  • Categories  

    Svæða-, staðar- og farvegaskipting fyrir ofanflóð í samræmi við ofanflóðaskráningarkerfi Veðurstofu Íslands. Um er að ræða stigskiptingu (hierarchy) þar sem landinu er skipt niður í staði, hverjum stað svo niður í svæði og innan svæða eru svo afmarkaðir algengir farvegir ofanflóða.

  • Categories  

    Vefþjónustan inniheldur upplýsingar um hættusvæði, jafnáhættulínur og mörk hættumetins svæðis fyrir nokkra þéttbýliskjarna. Nánari upplýsingar fást á vef VÍ (https://www.vedur.is/ofanflod/haettumat). Útgefið hættumatskort gildir ef misræmi er á milli þess og vefþjónustunnar.

  • Categories  

    EN This shadow map illustrates terrain-induced shadows at 17:45 on August 12th, 2026. The solar eclipse will not be visible within the shaded areas. Shadow coverage may vary depending on the simulation resolution and the specific time. IS Skuggakortið sýnir staði þar sem skuggar falla klukkan 17:45 þann 12. ágúst 2026. Sólmyrkvinn mun ekki sjást á þeim svæðum sem eru í skugga. Skuggasvæðin geta verið breytileg vegna upplausnar hæðarkortsins og á öðrum tímum.

  • Categories  

    The Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) is the biodiversity working group of the Arctic Council. The CAFF Kortasjá represents data from CAFF and from their GeoCatalog (https://geo.abds.is/) More info on their website https://www.caff.is/

  • Categories  

    [IS] Í gagnagrunni Veðurstofu Íslands um jökulsprungur er að finna upplýsingar um staðsetningu sprungna á íslenskum jöklum. Greining sprungna er aðallega út frá gervihnatta- eða loftmyndum þegar jökullinn hefur litla snjóþekju. Um er að ræða vektorgögn með upplýsingum um alvarleika sprungna (e. crevasse severity), áætlaða staðsetningu, stefnu, dagsetningu uppgötvunar, heiti á svæðinu, halla, sprungukóða og fleira. Gögnin eru uppfærð reglulega, núverandi útgáfa er frá árinu 2021. Hér eru upplýsingar um sprungukort sem hægt er að prenta út: https://safetravel.is/outdoors/crevasse-maps/ [EN] The glacier crevasse dataset of Iceland from the Icelandic Metereological Office contains information on formation location of crevasses on Icelandic glaciers. The crevasses are detected mostly from satellite or aerial imagery when the glacier have least snow cover. The data contains vector data and information about crevasse severity, approximate forming location, orientation, date of detection, area name, slope, crevasse code and more. This data is regularly updated, the current version is from the year 2021. For ready to print crevasse maps check out: https://safetravel.is/outdoors/crevasse-maps/

  • Categories  

    IS: Umbrotasjá sýnir landupplýsingar sem tengjast jarðhræringum t.d. á Reykjanesskaga. Myndirnar og gögnin sem er að finna í Umbrotasjá voru útbúin af hópi sérfræðinga frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Myndirnar voru unnar á hraða samkvæmt neyðarástandi og gerðar aðgengilegar á Umbrotasjá fyrir vísindasamfélagið og ákvörðunaraðila aðeins nokkrum klukkustundum eftir að mælingum lauk. Niðurstöður þessarar vinnu hjálpa til við að útbúa hættumat vegna eldgossins og stjórnun aðgengis að svæðinu. EN: The Volcano Viewer (Icelandic: Umbrotasjá) shows geographical data in connection with the current volcanic unrest on Reykjanes peninsula, SW Iceland. The images and data in Volcano Viewer were created by a group of specialists at the Institute of Nature Research (Náttúrufræðistofnun), the Icelandic Institute of Natural History (Náttúrufræðistofnun Íslands), the University of Iceland (Háskóli Íslands), and the Icelandic Meterological Office (Veðurstofa Íslands). The images were created in near real-time in rapid emergency mode as the events unfold and made available to the scientific community and decision-makers just hours after the data are acquired. The results of this project aid in the creation of volcanic hazard maps and control access to the area.