From 1 - 10 / 31
  • Categories  

    Gögnin innihalda skiptingu landsins í heilbrigðiseftirlit. Skv 45. grein laga 7/1998 hefur Umhverfisstofnun umsagnarvald varðandi mörk eftirlitssvæða.

  • Categories  

    Gögnin veita upplýsingar um hvar hægt er að losa úr ferðasalernum. Í reglugerð um hollustuhætti segir að á tjald- og hjólhýsasvæðum eða í námunda við það skuli vera aðstaða til að tæma og hreinsa ferðasalerni. Rekstraraðili svæðisins skuli veita upplýsingar um og vísa á aðstöðuna, en einnig er hægt að leita upplýsinga um staðsetningu slíkrar aðstöðu annars staðar, t.d. hjá upplýsingamiðstöðvum og á bensínstöðvum. Árið 2012 tók Umhverfisstofnun saman lista yfir þá staði á landinu þar sem finna má aðstöðu til losunar ferðasalerna. Listinn er byggður á upplýsingum frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna.

  • Categories  

    Gögnin sýna svæði þar sem rjúpnaveiði er óheimil allt árið um kring.

  • Categories  

    Gögnin veita upplýsingar um stærð, staðsetningu og tegundir náttúruverndarsvæða á Íslandí samræmi við lög nr.60/2013 um náttúruvernd. The data provides information about location, size and types of nature conservation areas in Iceland according to the nature conservation act nr. 60/2013.

  • Categories  

    Ramsarsvæði eru votlendissvæði í heiminum sem njóta sérstakrar verndar.

  • Categories  

    Íslandi er skipt upp í loftgæðasvæði og bera heilbrigðiseftirlit viðkomandi svæða ábyrgð á því að ekki sé farið yfir mörk þar, og áætlunum um hvernig bregðast á við ef farið er yfir mörk.

  • Categories  

    Náttúruminjaskrá er listi yfir öll friðlýst svæði á Íslandi og mörg önnur merkileg svæði sem hafa ekki enn verið friðlýst. Umhverfisstofnun skal í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands og hlutaðeigandi náttúrustofur og náttúruverndarnefndir sjá um undirbúning og öflun gagna vegna viðbóta við náttúruminjaskrá og heildarútgáfu hennar. Nýjasta náttúruminjaskrá er frá árinu 1996 og er skrá yfir náttúruminjar sem ástæða þykir til að friða. Afmörkun svæðanna eru birt með fyrivörum um ónákvæmni og villur en þær voru árið 2006. Orðalag náttúruminjaskrár gildir.

  • Categories  

    Skoðunarþjónustur fyrir INSPIRE tilskipunina

  • Categories  

    Staðsetningar loftmælistöðva á Íslandi. Umhverfisstofnun skilar árlega loftgæðaskýrslum til Evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EEA) og uppfylla þau gögn INSPIRE-tilskipanir varðandi flokkun stöðva. Rekstraraðilar geta breytt gögnum stöðva.

  • Categories  

    Hávaðakort fyrir vegi og þéttbýlissvæði má sjá hér fyrir neðan. Einnig greinagerðir fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig sem fjalla meðal annars um niðurstöður mælinga og útreikninga, fjölda íbúa sem verða fyrir hávaða og hljóðvarnir. Miðað er við að hávaði frá vegum, við húsvegg fyrir íbúðarhúsnæði á íbúðar-, verslunar-, þjónustu- og miðsvæðum, fari ekki yfir 55-65 dB LAeq24 (meðaltalsgildi hávaða yfir einn sólarhring).