From 1 - 10 / 18
  • Categories  

    Eldissvæði er svæði sem úthlutað er rekstarleyfishafa. Rekstrarleyfishafi hefur þá heimild til að hafa eldisbúnað til að ala fisk innan þess svæðis skv. skilyrðum rekstrarleyfisins.

  • Categories  

    Línurnar sýna friðunarsvæði, þar sem eldi laxfiska (fam. salmonidae) í sjókvíum er óheimilt skv. auglýsingu nr. 460/2004.

  • Categories  

    Upplýsingar um eldissvæði í sjókvíaeldi sem eru í umsóknarferli hjá Matvælastofnun.

  • Categories  

    Akkeri og baujur og áætlaðar staðsetningar fyrir búnað í sjókvíaeldi.

  • Categories  

    Gögin upplýsingar um strok og tjón sem hefur átt sér stað sjókvíeldi. Hægt er að sjá hvar strokið átti sér stað, hvenær og hverskonar fiskur strauk. Einnig er hægt að sjá hvort hjón var á búnaði eða gat á kví. Fyrir frekari upplýsingar er bent á að hafa samband við matvælastofnun.

  • Categories  

    Í gögnunum er að finna upplýsingar um staðsetningu og umfang verndarsvæða í byggð sem ráðherra hefur staðfest í samræmi við lög nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Markmið laganna er að stuðla að varpveislu og vernd byggðar sem hefur sögulegt gildi.

  • Categories  

    Í almennri málvenju er svo litið á að búfé séu dýr sem haldin eru af mönnum til nytja af þeim afurðir sem það gefur. Þannig er von um einhvern fjárhagslegan, eða mælanlegan ábata af nýtingu afurðar af dýri, forsenda þess að það geti talist búfé. Í lögum eru eftirtalin dýr talin vera búfé: Alifuglar, geitur, hross, kanínur, loðdýr, nautgripir, sauðfé, svín og önnur dýr sem haldin verða til nytja. Hið opinbera sker úr um ef ágreiningur verður um hvort dýr teljist til búfár eður ei.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Gagnasettið sýnir staðsetningar þeirra landeldisstöðva sem starfræktar eru á Íslandi. Þær skiptast upp eftir skráningarskyldum stöðvum og leyfisskyldum stöðvum. Til starfrækslu fiskeldisstöðva þarf starfsleyfi Umhverfisstofnunar og rekstrarleyfi Matvælastofnunar skv. lögum um fiskeldi, nr. 71/2008. Sótt er um rekstrarleyfi Matvælastofnunar og starfsleyfi Umhverfisstofnunar í þjónustugátt Matvælastofnunar. Hægt er að sjá ýmsar upplýsingar um fiskeldi á mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun: https://www.mast.is/is/maelabord-fiskeldis Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Matvælastofnun

  • Categories  

    Upplýsingar um staði þar sem fram fer búfjárrækt. Gögin skiptast upp eftir því hvaða búfénaður er ræktaður á viðkomandi býli og því er hægt að finna upplýsingar um nautgripabú, sauðfjárbú, geitabú, loðdýrabú, alifuglabú og hrossabú. Fyrir frekari upplýsingar um gagnasettin er hægt að hafa samband við Matvælastofnun