Shapefile
Type of resources
Available actions
Topics
INSPIRE themes
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
Resolution
-
Vatnsföll eru gjarnan flokkuð í þrjá flokka, dragár, lindár og jökulár eftir rennslisháttum. Mörg eru vatnsföllin þó af blönduðum uppruna vegna margbreytileika vatnasviða þeirra. Gagnasettið sýnir greiningu vatnasvæða í vatnafarsflokka, eftir því hvernig svæðið bregst við úrkomu og miðlar henni, og rennslisháttum vatnsfalla sem eiga uppruna sinn á viðkomandi svæði.
-
Sumarið 2016 var grunnstöðvanet Íslands mælt í þriðja sinn. Niðurstöður voru kynntar vel sóttum fundi á Grand Hótel þann 14. nóvember 2017. Með lýsigögnunum fylgja hnitalistar þeirra mælistöðva sem unnið var úr eftir ISNET2016 mælingarnar og mynda grunnin fyrir nýja viðmiðun ISN2016. Hnitin eru birt sem jarðmiðjuhnit, baughnit með hæð yfir sporvölu GRS80 og hornsönn keiluhnit Lamberts með hæð yfir GRS80. Fengnir hafa verið EPSG númer fyrir ISN2016 (sjá einnig af töflu með EPSG sem fylgir lýsigögnunum): Nafn - EPSG númer - Tegund: Islands Net 2016 / ISN2016 EPSG::1187 Viðmiðun (Geodetic Datum) ISN2016 / Lambert 2016 EPSG::8088 Hnitakerfi í kortavörpun (ProjectedCRS) ISN2016 EPSG::8084 Jarðmiðjuhnit (GeodeticCRS (geocentric)) ISN2016 EPSG::8085 Baughnit með sporvöluhæð (GeodeticCRS (geographic 3D)) ISN2016 EPSG::8086 Baughnit (GeodeticCRS (geographic 2D)) Hægt er að hlaða niður Shape skrá sem inniheldur hnit mælistöðvanna auk annara upplýsinga. Einnig hafa verið gerð svokölluð vörpunarnet til þess að varpa úr ISN93 og ISN2004 yfir í ISN2016. Netin eru á svokölluðu NTv2 formi fyrir breytingar í legu og gtx formi fyrir breytingar í hæð. Unnið er nú að leiðbeiningum hvernig nota eigi þessi net í landupplýsingahugbúnaði, auk þess sem haft verður samband við hugbúnaðarframleiðendur um að koma þessum vörpunum inn í næstu hugbúnaðaruppfærslur. Vörpunarnetin með leiðbeiningum verða birt á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar og á niðurhalsþjónustu í byrjun næsta árs.
-
Áætlað og gróft umfang kvikuinnskots undir Svartsengi byggt á líkanreikningum, en líkanið byggir á InSAR greiningum úr gervitunglamyndum og GNSS mælingum á yfirborði. Afmörkunin miðast við 6. nóvember 2023.
-
Gróf mörk sigdals sem myndaðist þegar mikið magn kviku myndaði innskot þann 10-11 nóvember 2023 samfara mikilli jarðskjálftavirkni. Sigdalurinn afmarkar sprungusvæði á yfirborði sem m.a. olli tjóni á byggingum og öðrum innviðum í Grindavík. Nýr sigdalur myndaðist 14. janúar austan við sigdalinn sem myndaðist þann 10. nóvember 2023.
-
Gögnin innihalda hnitsett útbreiðslusvæði farsíma- og farnetsþjónustu fyrir 3G, 4G og 5G (háhraðafarnet) þjónustu á vegum Símans, Nova og Vodafone. Sýnd eru þau svæði þar sem líklegast er að ná nýtanlegu merki eða að ná gagnasambandi. Gera þarf ráð fyrir að t.d. veður, landslag og aðrir hugsanlegir utanaðkomandi þættir geti haft áhrif á dreifingu fjarskiptamerkja til eða frá. Merki dofnar þegar símtæki er inni í bíl eða inni í húsi, því fjær veggjum eða þaki sem tækið er, því lakara merki næst. Þannig næst merki yfirleitt síst inni í miðju húsi og niðri í kjallara. Móttaka getur verið mismunandi milli símtækja, þ.e. loftnet símtækja og staðsetning þeirra í tækinu getur verið mjög mismunandi. Spáin er styrkleikaskipt: - Styrkur 1: Sterkt merki, jafnan hægt að njóta viðkomandi tækni ofanjarðar innanhúss með góðu móti. - Styrkur 2: Miðlungs sterkt merki, í einhverjum tilfellum má búast við döpru sambandi innanhúss, hins vegar ætti samband að vera nægilega gott utanhúss. - Styrkur 3: Veikt merki, búast má við slitróttu sambandi utanhúss og mjög döpru eða engu sambandi innanhúss. Gögnin eru uppfærð á hálfs árs fresti.
-
Áætluð lega kvikugangs sem myndaðist í stóru gagnainnskoti samfara mikilli jarðskjálftavirkni 10-11. nóvember 2023. Um er að ræða grófa staðsetningu gangsins neðanjarðar, skekkjur í láréttu plani geta verið nokkur hundruð metrar.
-
Afmörkun hættusvæða vegna eldsumbrota við Svartsengi og Grindavík sem hófust í nóvember 2023. Innan hvers svæðis er framkvæmt hættumat sem byggir á mati sérfræðinga Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Matið er er uppfært eins oft og þurfa þykir og tekur mið að virkni jarðhræringa hverju sinni. Einnig er bætt við svæðum ef bein áhrif eldsumbrota þykja líkleg til að ná út fyrir skilgreind svæði. Svokallað hættumatskort er gefið út af Veðurstofu Íslands í hvert skiptir sem hætta er endurmetin.
-
Snjómokstursleiðir eru fyrirfram skilgreindar leiðir á milli ákveðinna staða. Vegagerðin gefur út upplýsingar um færð á þessum leiðum. Hver leið hefur ákveðið þjónustustig og snjómokstursreglur.
-
Vegagerðin heldur skrá í stafrænum kortagrunni um vegi í náttúru Íslands, öðrum en þjóðvegum, þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil, sbr. 2. mgr. 7. gr. vegalaga, nr. 80/2007. Skipulagsstofnun sér til þess að Vegagerðinni berist upplýsingar um vegi í viðkomandi sveitarfélagi til skráningar og birtingar. Nánari upplýsingar um vegi náttúru Íslands má finna í lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2013060.html), í reglugerð nr. 260/2018 um vegi í náttúru Íslands (https://island.is/reglugerdir/nr/0260-2018) og í leiðbeiningum Skipulagsstofnunar „Vegir í náttúru Ísland - um gerð vegaskráar og högun og skil á gögnun“ (https://www.skipulag.is/media/vegir-i-natturu-islands/vegirinatturuislands_v4.pdf).“
-
Vegagerðin rekur umferðarteljara víða um land sem telja ökutæki samfellt alla daga ársins og upplýsingar frá meira en helmingi þeirra berast sjálfvirkt til Vegagerðarinnar og eru þær upplýsingar aðgengilegar í þessari þjónustu. Umferðargreinar mæla fjölda ökutækja en auk þess mæla þeir t.d. hraða ökutækja. Aðrir umferðarteljarar skrá eingöngu fjölda ökutækja. Slíkir teljarar eru tengdir flestum veðurstöðvum auk nokkurra sem standa sér. Upplýsingar úr umferðargreinum og umferðarteljurum sem eru tengdir veðurstöðvum eru sóttar að jafnaði nokkrum sinnum á klukkustund, en upplýsingar frá teljurum sem ekki eru tengdir veðurstöðvum, berast Vegagerðinni sjaldnar.