From 1 - 10 / 23
  • Árið 2000 réðst Hafrannsóknarstofnunin í viðamikla kortlagningu hafsbotnsins með tilkomu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar RE 200. Skipið er búið fjölgeisladýptarmæli (e. multibeam echo sounder) sem sérstaklega er ætlað til þess verkefnis. Markmið verkefnisins er að afla þekkingar um hafsbotninn innan efnahagslögsögu Íslands sem mun nýtast í margháttuðum tilgangi og er forsenda fyrir vísindalegri nálgun við sjálfbærri nýtingu, vernd og rannsóknir auðlinda í hafinu, á, í og undir hafsbotni. Hingað til hefur þekkingin nýst við rannsóknir á lífríki hafsins, eðliseiginleikum sjávar og jarðfræði hafsbotns. Hafrannsóknastofnun veitir almennan aðgang að fjölgeislamæligögnum um kortlagningu hafsbotnsins á eftirtöldum svæðum: Arnarfjörður Drekasvæði Hali Dohrnbanki Ísafjarðardjúp Jökulbanki Kolbeinseyjarhryggur og nágrenni Kolluáll Kötluhryggir Langanesgrunn Látragrunn Nesdjúp Reykjaneshryggur og nágrenni Suðaustan Lónsdjúps Suðvestan Jökuldjúps Sunnan Selvogsbanka Sunnan Skeiðarárdjúps Sunnan Skerjadjúps Vesturdjúp Víkuráll

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Markmið verkefnisins er að skilgreina helstu búsvæði í hafinu kringum Ísland, skrá útbreiðslu þeirra og umfang og jafnframt að meta mikilvægi þeirra og þörf fyrir verndun. Búsvæði á hafsbotni mótast af landslagi og setgerð botnsins, dýpi, hita, seltu, straumum og þeim lífverum sem eru til staðar á hverju svæði. Þannig er tegundasamsetning botndýra ólík eftir því á hvaða dýpi þau eru eða hvort þau eru fyrir norðan land, þar sem er kaldur sjór og gjarnan tegundir sem eru tengdar við heimskautin, eða fyrir sunnan þar sem er hlýrri sjór. Allt stuðlar þetta að miklum fjölbreytileika lífríkisins. Kortlagning á búsvæða er undirstaða þess að geta metið áhrif og eða breytingar á vistkerfið svo hægt sé að nýta auðlindir hafsins á ábyrgan hátt og vernda þau svæði sem sérstakega þarf að gæta. Viðkvæm búsvæði Kóralsvæði eru dæmi um sérstök eða viðkvæm búsvæði sem mikil þörf er á að vernda. Nú þegar hafa nokkur kóralsvæði verið vernduð og unnið er að því að skilgreina fleiri viðkvæm búsvæði. Kóralsvæðin eru aðallega á landgrunnskantinum fyrir sunnan land. Kóralrif eru einnig uppi á kantinum en þar eru þau mikið skemmd enda nálægt eða á miðri togslóð. Einnig finnst kórall út af Vesturlandi og Vestfjörðum.

  • Categories  

    Fiskmerkingar hafa verið stundaðar í sjó, ám og vötnum um árabil. Upplýsingar sem fást með merktum fiski nýtast meðal annars við rannsóknir á útbreiðslu, fari og dánartíðni. Einnig eru fiskmerkingar notaðar við vöktun og til að fylgjast með með hópum eða stofnum fiska um lengri eða skemmri tíma.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Í grunninum eru upplýsingar um botnþörunga sem safnað hefur verið í fjörum og á grunnsævi við Ísland. Upplýsingar eru um tegund, fundarstað, söfnunartíma, nafn safnara og nafn þess sem greindi tegundina. Í sumum tilfellum er einnig skráðar upplýsingar um æxlunareinkenni eintaksins og aðrar upplýsingar um eintakið sem þykja áhugaverðar. Botnþörungar eru þörungar sem vaxa í fjörum og landgrunni, þeir festa sig við botn, steinar eða aðrir þörunga og finnast yfirleitt á 20m til 40m dýpi en neðar en það er ekki nægt sólarljós til að þörungar geta vaxið. Botnþörugnar skiptist í þrjá meginhópa, grænþörungar, brúnþörungar og rauðþörugnar og ræðst nafnið á ráðandi lit í hverjum hóp fyrir sig. Grænþörungar hafa dreift meira í ferskvatni og á landi en brún- og rauðþörungar lifa eingöngu í sjó. Fyrir utan kalkþörungar eru þörungar yfirleitt mjúkir og sveigjanlegir, sumir þörungar hafa þykkar blöðrur en aðrir eru aðeins örþunn himna, örfínir þræðir eða skorpur á steinum og dýrum.

  • Categories  

    Meðal hlutverka Hafrannsóknastofnunar er að halda skrá yfir upplýsingar um hvali sem reka á land við Ísland og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um slíkar skráningar. Árið 2005 var vísindalegt hlutverk stofnunarinnar í þessu samhengi formfest með samkomulagi ýmissa ríkisstofnana um vinnulag og verkaskiptingu varðandi hvalreka. Þar er stofnuninni falið að sjá um skráningar hvalreka og rannsóknir á þeim.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.