Biota
Type of resources
Available actions
Topics
INSPIRE themes
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
-
Dreifing hvítabjarna sem sést hafa á Íslandi í mismunandi mælihvarði. Þekja ni_G500v_hvitabjorn, punktalag. [Distribution of polar bear sightings in Iceland in different scales. Point layer ni_G500v_hvitabjorn.] Ekki er hægt að tala um hvítabirni sem íslenska tegund en þó hafa þeir tekið hér land af og til og teljast því til flökkudýra. Upplýsingar eru til um rúmlega 560 hvítabirni sem skráðir hafa verið hérlendis frá upphafi landnáms. Síðast varð vart við hvítabjörn við Höfðaströnd í Jökulfjörðum 2024. Viss ónákvæmni er þarna um að ræða því vafalaust hafa einhver dýr gengið hér á land án þess að menn hafi haft þar vitneskju um eða skráð sérstaklega. [Polar bears are not native to Iceland, although they do occasionally turn up in Iceland and are thus classified as vagrants. Information exists on just over 560 polar bears recorded as having arrived in Iceland from the beginning of human settlement on the island to the present day. This is a somewhat imprecise figure, since polar bears have undoubtedly come ashore without their presence going noticed, while bear sightings and encounters were not always documented in the past. The last polar bear observation was at Höfðaströnd, Jökulfjörður, Westfjords, in 2024. Table entries are in Icelandic.] Nákvæmni tíma [Accuracy of time]: varies depending on the source. If only the year of the sighting is known, you find this year under fitjueigindi 'ártal 1' (artal1). In case there are more details known, there are as well entries for fitjueigindir 'dags hvítabjarnakomur' (dagsHvitabjarnakomur) or 'ártið' (artid). If the year is not quite definit, there is an entry in fitjueigindi 'um' (um). Entries in both fitjueigindir 'ártal 1' and 'ártal 2' (artal1, artal2) define a timespan for the sighting. Nákvæmni staðarins [Accuracy of location]: varies depending on the source. All sightings for Íceland are grouped in the center of Iceland and the value for fitjueiginde 'nákvæmni XY' (nakvaemniXY) is '9000'. Sightings for Norðurland are grouped on Tröllaskagi, sightings for Norðvestur are placed in the center of the Vestfjords, sightings on Melrakki are grouped just off the north coast (nakvaemniXY = 3000 or 2000). If only the area is know, the data is placed in the center of the corresponding 10-km-reit (nakvaemniXY = 1000). If the location is known in detail, t.d. bæ, the entry for 'nakvaemniXY' is '100'. Sometimes the sources do not state the location of the sighting but the farm where the animal was processed [unnin]. And one has to keep in mind that a 'dot' in the data set can also represent an animal that has been in Iceland for a longer period of time and has traveled a longer distance. If there are several sightings for the same place or area, the entries are scatterd using a 1-km-reit system. Entries on age, sex, and size or weight are often missing. Fitjueigindi 'RM númer' (RMnumer) corresponds with the Natural History Collection of Náttúrufræðistofnun. Heimild [Source]: Náttúrurfræðistofnun Íslands and the publication: Rósa Rut Þórisdóttir 2018. Hvítabirnir á Íslandi. Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar.
-
Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.
-
Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.
-
Gagnasafn (GDB) NI_G1v_lupina_3.utg: Útbreiðsla alaskalúpínu á Íslandi, 3. útgáfa. [Nootka lupin coverage of Iceland, 3rd edition.] Endurskoðað kortlagningu á útbreiðslu alaskalúpínu á landinu, flákalag. Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis), sem skilgreind er sem ágeng, framandi plöntutegund hér á landi, er orðin mjög útbreidd og þekur víða stór svæði. Hún veldur miklum breytingum á náttúrufari þar sem hún breiðist um.
-
Þekja (layer) n25v_hraunNutima_fl: Eldhraun (hraun) sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu á síðjökultíma. (Postglacial lavas in Iceland.) Eldhraun sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu á síðjökultíma njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61 gr. í lögum um náttúruvernd. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur skrá yfir þessi náttúrufyrirbæri og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá. Hraun frá nútíma eru flokkuð í forsöguleg og söguleg hraun og í gögnunum eru upplýsingar um aldur, eldstöðvakerfi og heiti hrauna. Heimildaskrá fylgir (n25v_gigarOgHraunNutima_heimildir).
-
Ræktað skóglendi á Íslandi er þekja yfir öll kortlögð skógræktarsvæði á Íslandi. Upplýsingar eru skráðar um aldur skógarins, hæð, CORINE flokk og tegundir í reit svo eitthvað sé nefnt. Skráðar eru upplýsingar um hvaðan gögnin koma, stærstur hluti gagnanna kemur frá Skógræktinni, síðan 1. janúar 2024 Land og skógur, en einnig mikið frá skógræktarfélögum. Þá er talsvert um einkaskóga, t.d. í sumarbústaðalöndum sem þarf að kortleggja sérstaklega. Árlega berast upplýsingar um nýjar gróðursetningar trjáplantna og er gagnagrunnurinn því uppfærður á hverju ári. Nota má stærstan hluta gagnanna í 1:2.000.
-
Náttúrulegt birkilendi á Íslandi er kortlagning yfir alla náttúrulega birkiskóga og birkikjarr á Íslandi. Helstu upplýsingar eru hæð, þekja og aldur. Skilið er á milli núverandi hæðar og aldur fullvaxta birkis. Það er gert samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum um hæð trjágróðurs þar sem miðað er við hæð fullvaxta skógar. Birki var fyrst kortlagt á árunum 1972-1975 og var unnin leiðrétting á gögnunum og gerðar frekari greiningar á árunum 1987-1991. Gögnin voru því komin nokkuð til ára sinna þegar ákveðið var að hefja endurkortlagningu á öllu náttúrulegu birki á Íslandi. Fór sú vinna fram á árunum 2010-2014 og er núverandi þekja því afrakstur þeirrar vinnu. Flatarmál náttúrulegs birkis á Íslandi er 150.600 ha. Frá árinu 1987 hefur flatarmál birkis með sjálfsáningu aukist um 9% og nemur 13.000 ha. Gögnin voru upphaflega hugsuð fyrir mælikvarða 1:15.000, hins vegar var talsvert stór hluti landsins kortlagður í mælikvarða 1:5000 – 1:10.000.
-
Skilgreining á burðarþolsmati skv. reglugerð um fiskeldi nr. 540/2020: "Mat á þoli fjarða eða afmarkaðra hafsvæða til að taka á móti auknu lífrænu álagi án þess að það hafi óæskileg áhrif á lífríkið og þannig að viðkomandi vatnshlot uppfylli umhverfismarkmið sem sett eru fyrir það samkvæmt lögum nr. 36/2011, um stjórn vatnamála. Hluti burðarþolsmats er að meta óæskileg staðbundin áhrif af eldisstarfsemi." Hægt er að skoða gögnin í Hafsjá. Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánari upplýsinga.
-
Gögnin veita upplýsingar um stærð, staðsetningu og tegundir náttúruverndarsvæða á Íslandí samræmi við lög nr.60/2013 um náttúruvernd. The data provides information about location, size and types of nature conservation areas in Iceland according to the nature conservation act nr. 60/2013.
-
HRL, 6 háupplausnargagnalög: yfirborðsgegndræpi, skógar (trjákrónuþéttleiki), skógar (barrtré/lauftré), graslendi, votlendi, vötn. Rastagögn, 20 m myndpunktsstærð, upprunaleg og endurbætt gagnalög og skýrslur, ISN2004. Hægt er að sækja gögnin á niðurhalssíðu Náttúrufræðistofnunar. Nánari upplýsingar um hvert lag fylgja gögnunum. HRL, 6 High Resolution Layers: imperviousness, tree cover density, forest type, grasslands, wetlands, permanent water bodies. Raster data, 20 m pixel size, intermediate and enhanced results, data and verification/enhancement reports, ISN2004. The datasets can be downloaded from the Institute of Nature Research Download Site where more details information about each layer are included.