Hafsbotn
Type of resources
Topics
INSPIRE themes
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
-
Árið 2000 réðst Hafrannsóknarstofnunin í viðamikla kortlagningu hafsbotnsins með tilkomu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar RE 200. Skipið er búið fjölgeisladýptarmæli (e. multibeam echo sounder) sem sérstaklega er ætlað til þess verkefnis. Markmið verkefnisins er að afla þekkingar um hafsbotninn innan efnahagslögsögu Íslands sem mun nýtast í margháttuðum tilgangi og er forsenda fyrir vísindalegri nálgun við sjálfbærri nýtingu, vernd og rannsóknir auðlinda í hafinu, á, í og undir hafsbotni. Hingað til hefur þekkingin nýst við rannsóknir á lífríki hafsins, eðliseiginleikum sjávar og jarðfræði hafsbotns. Hafrannsóknastofnun veitir almennan aðgang að fjölgeislamæligögnum um kortlagningu hafsbotnsins á eftirtöldum svæðum: Arnarfjörður Drekasvæði Hali Dohrnbanki Ísafjarðardjúp Jökulbanki Kolbeinseyjarhryggur og nágrenni Kolluáll Kötluhryggir Langanesgrunn Látragrunn Nesdjúp Reykjaneshryggur og nágrenni Suðaustan Lónsdjúps Suðvestan Jökuldjúps Sunnan Selvogsbanka Sunnan Skeiðarárdjúps Sunnan Skerjadjúps Vesturdjúp Víkuráll
-
Markmið verkefnisins er að skilgreina helstu búsvæði í hafinu kringum Ísland, skrá útbreiðslu þeirra og umfang og jafnframt að meta mikilvægi þeirra og þörf fyrir verndun. Búsvæði á hafsbotni mótast af landslagi og setgerð botnsins, dýpi, hita, seltu, straumum og þeim lífverum sem eru til staðar á hverju svæði. Þannig er tegundasamsetning botndýra ólík eftir því á hvaða dýpi þau eru eða hvort þau eru fyrir norðan land, þar sem er kaldur sjór og gjarnan tegundir sem eru tengdar við heimskautin, eða fyrir sunnan þar sem er hlýrri sjór. Allt stuðlar þetta að miklum fjölbreytileika lífríkisins. Kortlagning á búsvæða er undirstaða þess að geta metið áhrif og eða breytingar á vistkerfið svo hægt sé að nýta auðlindir hafsins á ábyrgan hátt og vernda þau svæði sem sérstakega þarf að gæta. Viðkvæm búsvæði Kóralsvæði eru dæmi um sérstök eða viðkvæm búsvæði sem mikil þörf er á að vernda. Nú þegar hafa nokkur kóralsvæði verið vernduð og unnið er að því að skilgreina fleiri viðkvæm búsvæði. Kóralsvæðin eru aðallega á landgrunnskantinum fyrir sunnan land. Kóralrif eru einnig uppi á kantinum en þar eru þau mikið skemmd enda nálægt eða á miðri togslóð. Einnig finnst kórall út af Vesturlandi og Vestfjörðum.