From 1 - 10 / 13
  • Categories  

    Í gögnunum er að finna upplýsingar um staðsetningu og umfang verndarsvæða í byggð sem ráðherra hefur staðfest í samræmi við lög nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Markmið laganna er að stuðla að varpveislu og vernd byggðar sem hefur sögulegt gildi.

  • Categories  

    Eldissvæði er svæði sem úthlutað er rekstarleyfishafa. Rekstrarleyfishafi hefur þá heimild til að hafa eldisbúnað til að ala fisk innan þess svæðis skv. skilyrðum rekstrarleyfisins.

  • Categories  

    Upplýsingar um eldissvæði í sjókvíaeldi sem eru í umsóknarferli hjá Matvælastofnun.

  • Categories  

    Línurnar sýna friðunarsvæði, þar sem eldi laxfiska (fam. salmonidae) í sjókvíum er óheimilt skv. auglýsingu nr. 460/2004.

  • Categories  

    Akkeri og baujur og áætlaðar staðsetningar fyrir búnað í sjókvíaeldi.

  • Categories  

    Landinu er skipt í fimm umdæmi. Í hverju umdæmi er umdæmisstofa MAST þar sem héraðsdýralæknir sinnir opinberu eftirliti með heilbrigði og velferð dýra og framleiðslu búfjárafurða á svæðinu. Í sínu umdæmi hafa héraðsdýralæknar eftirlit með sláturdýrum, sláturafurðum og afurðastöðvum, ásamt eftirliti með heilbrigði, hirðingu, aðbúnaði og aðstöðu nautgripa á búum þar sem framleidd er mjólk til sölu. Héraðsdýralæknar sinna framkvæmd sóttvarnaaðgerða og fylgjast með viðhaldi varnargirðinga í umdæminu. Þeir hafa eftirlit með búfé og öðrum dýrum eftir því sem lög ákveða. Einnig halda þeir skrá yfir alla eftirlitsskylda aðila í sínu umdæmi og sinna eftirliti með þeim samkvæmt sérstakri eftirlitsáætlun, sem er endurskoðuð um hver áramót. Héraðsdýralæknar vinna einnig önnur störf sem MAST felur þeim á hverjum tíma Umdæmin eru: Suðvesturumdæmi: Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Garðabær, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Kjósarhreppur, Kópavogsbær , Mosfellsbær, Reykjanesbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Skorradalshreppur, Snæfellsbær, Stykkishólmsbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar. Norðvesturumdæmi: Akrahreppur, Árneshreppur, Blönduósbær, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Ísafjarðarbær, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur, Skagabyggð, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð. Norðausturumdæmi: Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Langanesbyggð, Norðurþing, Skútustaðarhreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjasveit. Austurumdæmi: Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Sveitarfélagið Hornafjörður og Vopnafjarðarhreppur. Suðurumdæmi: Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Vestmannaeyjabær.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Til að tryggja velferð dýra og dýraeigendum í dreifðum byggðum reglubundna dýralæknaþjónustu svo og bráðaþjónustu gerir hið opinbera þjónustusamningar við dýralækna á viðkomandi svæðum. Þetta eru svæði með tiltölulega fá dýr og þar sem ekki er talið líklegt að dýralæknir hafi næg verkefni til að‘ geta sett upp starfstöð og framfleytt sér alfarið með sölu á dýralæknaþjónustu. Þessi svæði eru: Vaktsvæði 1: Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Kjósarhreppur, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjavíkur­borg, Seltjarnarnesbær, Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Voga. Vaktsvæði 2: Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur. Vaktsvæði 3: Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær. Vaktsvæði 4: Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og fyrrum Bæjar­hreppur. Vaktsvæði 5: Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkur­hreppur. Vaktsvæði 6: Húnaþing vestra (nema fyrrum Bæjarhreppur), Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd. Vaktsvæði 7: Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður. Vaktsvæði 8: Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur. Vaktsvæði 9: Langanesbyggð, Norðurþing, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur, Tjörnes­hreppur og Þingeyjarsveit. Vaktsvæði 10: Fjarða­byggð, Fljótsdalshreppur, Múlaþing (norður af Djúpa­vogi) og Vopna­fjarðarhreppur. Vaktsvæði 11: Sveitarfélagið Hornafjörður og Múlaþing (Djúpivogur og suður af honum). Vaktsvæði 12: Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Vaktsvæði 13: Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamanna­hreppur, Hveragerðisbær, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skeiða- og Gnúpverja­hreppur, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Vestmannaeyjabær.

  • Categories  

    Til að varna útbreiðslu helstu smitsjúkdóma í sauðfé og nautgripum, einkum riðu og garnaveiki, er landinu skipt í sérstök varnarhólf. Flutningar sauðfjár, nautgripa og landbúnaðartækja milli varnarhólfa er óheimill eða sætir takmörkunum.

  • Categories  

    Algengast er að sjúkdómar í dýrum (og raunar mönnum líka) orsakist af smitum dýra á milli, eða berist í dýrin úr umhverfinu með einhverjum hætti. Sjúkdómar geta borist úr mönnum í dýr (og öfugt) og nefnast þá súnur. Meðal kunnari dýrasjúkdómum eru riða, miltisbrandur, garnaveiki o.fl.. Sökum landfræðilegrar einangrunar hafa ýmsir dýrasjúkdómar ekki borist til landsins. Íslenskir dýrastofnar eru því óvarðir fyrir þessum sjúkdómum þar sem bólusetning fyrir þeim tíðkast ekki. Af þessum sökum eru strangar reglur sem gilda um innflutning dýra og eru þær óheimilar nema sérstakt leyfi sé veitt til þess, auk þess sem lífríki landsins er viðkvæmt. ´ https://www.mast.is/static/files/listar/listiriduveiki2001-2021.pdf https://www.mast.is/static/files/listar/listigarnaveiki2011-2021.pdf