From 1 - 10 / 26
  • Categories  

    Í gögnunum er að finna upplýsingar um staðsetningu og umfang verndarsvæða í byggð sem ráðherra hefur staðfest í samræmi við lög nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Markmið laganna er að stuðla að varpveislu og vernd byggðar sem hefur sögulegt gildi.

  • Categories  

    Ræktunarsvæði er afmarkað svæði sjávar nægjanlega stórt til að rúma þann ræktunarbúnað sem notaður er á viðkomandi svæði. Yfirleitt er um að ræða línur sem strekktar eru á milli flot bauja eða sérstaka ræktunarfleka með lóðréttar ræktunarlínur fáeina metra niður undir yfirborð sjávar . Svæðið er merkt með löglegum sjómerkjum þannig að sjófarendur eiga að geta varast þau, enda einnig merkt inn sjókort Landhelgisgæslunnar. Einungis er ræktuð Bláskel (Kræklingur).

  • Categories  

    Örnefni eru í þremur lögum: flákalag, punktalag og línulag. Uppfærð örnefni birtast vikulega í vefsjám.

  • Categories  

    Upplýsingar um eldissvæði í sjókvíaeldi sem eru í umsóknarferli hjá Matvælastofnun.

  • Categories  

    Landhelgi Íslands er skilgreind í lögum nr. 41/1979 með síðari breytingum frá 15. október 2021. Heiti laganna er Lög um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn. Í lögunum eru skilgreiningar og útskýringar á aðlægu belti, efnahagslögsögu og landgrunni Íslands: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1979041.html Landhelgi Íslands skal afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu. Grunnlína er sett fram sem lína en einnig punktar. Línan er dregin milli punktanna. Aðlægt belti er svæði utan landhelgi (línur). Efnahagslögsaga Íslands er svæði utan landhelgi (línur). Vinsamlega hafið samband við Landhelgisgæslu Íslands vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Akkeri og baujur og áætlaðar staðsetningar fyrir búnað í sjókvíaeldi.

  • Categories  

    Eldissvæði er svæði sem úthlutað er rekstarleyfishafa. Rekstrarleyfishafi hefur þá heimild til að hafa eldisbúnað til að ala fisk innan þess svæðis skv. skilyrðum rekstrarleyfisins.

  • Categories  

    Í gögnunum er að finna upplýsingar um staðsetningu og umfang friðlýstra minjasvæða á Íslandi sem Minjastofnun Íslands hefur friðlýst í samræmi við lög nr. 80/2012 um menningarminjar.

  • Categories  

    Vegagerðin annast rekstur landsvitakerfisins og hefur umsjón og eftirlit með uppbyggingu hafnarvita og innsiglingarmerkja. Landsvitar eru til leiðbeiningar á almennum siglingaleiðum og eru í eigu og umsjá ríkisins en hafnarvitar, sem vísa leið inn til hafnar eða eru innan hafnsögu hafnar, eru í eigu og umsjá sveitarfélaga. Landsvitakerfið samanstendur af 104 ljósvitum, 11 siglingaduflum og 16 radarsvörum sem er komið fyrir þar sem landslagi er þannig háttað að erfitt er að ná fram endurvarpi á ratsjá skipa. Hafnarvitakerfið er byggt upp af tæplega 20 ljósvitum, um 90 innsiglingarljósum á garðsendum og bryggjum, rúmlega 80 leiðarljósalínum og tæplega 50 baujum er vísa leið í innsiglingum að höfnum. Viðhald og eftirlit Vegagerðarinnar með vitum landsins skiptist í stórum dráttum í eftirlit með ljósabúnaði og viðhald á vitabyggingum.

  • Categories  

    Íslenskum skipum eru bannaðar veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelgi Íslands nema á þeim veiðisvæðum og veiðitímum sem tilgreind eru í 5. grein laga nr. 79 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Viðmiðunarlínan er dregin umhverfis landið á milli punkta sem eru taldir upp í lagagreininni. Vinsamlega hafið samband við Landhelgisgæslu Íslands vegna nánari upplýsinga.