From 1 - 10 / 12
  • Categories  

    Staðsetningarhnit og upplýsingar um þau raforkuver / virkjanir á Íslandi sem selja raforku inn á landskerfið, auk díselstöðva sem framleiða allt árið. Vatnsafl, jarðvarmi, vindorka, eldsneyti og varaafl, auk upplýsinga um virkar og aflagðar heimarafstöðvar.

  • Categories  

    Hús í Reykjavík, gögnum safnað til þessa sjá hvar hús eru í Reykjavík. Flákar sem sýna skurðlínur húsa við yfirboð og línur sem sýna útlínur húsa. Húsnúmer, húsanöfn. Punktar sem sýna stofnanir Reykjavíkurborgar.Íþróttamannvirki og stofnanir Reykjavíkurborgar

  • Categories  

    Lóðir og lönd í Reykjavík. Flákar sem sýna lóðir og lönd og línur sem sýna lóðamörk og landamerki.

  • Categories  

    Ýmiskonar þjónusta við almenning í Reykjavík. Punktar sem sýna Áramótabrennur, Bekki, Endurvinnslugáma og Ruslastampa, Drykkjarfonta. Flákar sem sýna Grasslátt, Gróðurbeð, Hundasvæði, Matjurtagarða, Íþróttamannvirki, Stofnanir Reykjavíkurborgar og Opin leiksvæði.

  • Categories  

    Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 er uppfærð og endurbætt útgáfa AR2030, sem samþykkt var árið 2014. Aðalskipulagið var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur þann 19.október 2021, samanber einnig samþykkt hennar 21. desember 2021. Aðalskipulagið var undirritað þann 13. janúar 2022 og tók gildi með birtingu í Stjórnartíðindum þann 18. janúar 2022 Hægt er að skoða bæði skipulagið í heild og einnig einstaka kafla hér Í skipulagssjánni er birt stafræn útgáfa af þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdrætti Aðalskipulags Reykjavíkur 2040, ásamt skilgreiningum landnotkunar fyrir helstu svæði. Í álitamálum og ef misræmi kemur í ljós, milli útgáfu aðalskipulagsins sem birtist í skipulagssjánni og undirritaðrar útgáfu þess (sjá hér), gildir það sem fram kemur í undirrituðum gögnum. Varðandi nánari stefnumörkun fyrir einstök landnotkunarsvæði og afmörkun þeirra, t.d. miðborgina, vísast til undirritaðrar útgáfu aðalskipulagsins.

  • Categories  

    Verndarsvæði í Reykjavík, samkvæmt aðalskipulagi. Hægt er að hlaða öllum gögnum niður hér eða sækja sem vefþjónustu https://data-reykjavik.opendata.arcgis.com/datasets/24abed11c2fc4981ac89d1fd1357e1ab/explore?layer=0

  • Categories  

    Mannvirki utan þéttbýlis og útlínur þéttbýlisstaða. Mannvirki skiptast í 2 lög, punktalag og flákalag. Punktalagði sýnir mannvirki utan þéttbýlis. Í laginu eru íbúðarhús, sumarhús, skálar, skólar, kirkjur, vitar og veitumannvirki svo eitthvað sé nefnt. Í dálkinum virkni er hægt að sjá hvort það sé búseta eða ekki. Flákalagið sýnir útlínur þéttbýlisstaða og einnig eru íbúatölur sem koma frá Hagstofunni.

  • Categories  

    [IS] Í Rammasjá er hægt að skoða gögn sem tengjast áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, þ.e.a.s. Rammaáætlun. [EN] The Master Plan for Nature Protection and Energy Utilization Map

  • Categories  

    Hér má finna gögn yfir skráðar minjar á Íslandi, bæði friðlýstar og aldursfriðaðar fornleifar ásamt öðrum minjum (herminjar og aðrar minjar sem ekki falla innan 100 ára reglunnar). Minjarnar eru skráðar samkvæmt stöðlum Minjastofnunar Íslands. Er um að ræða punkta-, línu- og flákagögn og þeim fylgja upplýsingar um minjarnar (tegund, hlutverk, aldur o.s.frv). Athugið að gagnasettið er ekki tæmandi yfirlit um fornleifar, hús og mannvirki á Íslandi, sem njóta verndar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012. Einnig inniheldur gagnasettið aðrar minjar sem ekki njóta verndar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

  • Categories  

    Gagnagrunnur Vegagerðarinnar inniheldur upplýsingar um fastmerki sem Vegagerðin er með sínum gagnagrunni. Þetta eru ýmist fastmerki sem Vegagerðin hefur sett út eða fastmerki annarra fyrirtækja og stofnanna.