From 1 - 10 / 11
 • Categories  

  Í gögnunum er að finna upplýsingar um staðsetningu og umfang verndarsvæða í byggð sem ráðherra hefur staðfest í samræmi við lög nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Markmið laganna er að stuðla að varpveislu og vernd byggðar sem hefur sögulegt gildi.

 • Categories  

  Í gögnunum er að finna upplýsingar um staðsetningu og umfang friðlýstra minjasvæða á Íslandi sem Minjastofnun Íslands hefur friðlýst í samræmi við lög nr. 80/2012 um menningarminjar.

 • Categories  

  IS: Í Minjavefsjánni er að finna upplýsingar um menningarminjar á Íslandi. EN: Minjavefsjá - Cultural and Archeological Heritage Map serves as a digital platform for accessing and exploring cultural heritage information and resources related to Iceland's history, archaeology, architecture, art, folklore, and other aspects of cultural heritage. It provides a valuable tool to disseminate information and location of protected archeological sites, preserved historical houses, archeological monuments, location of current archeological research and operations and much more.

 • Categories  

  Um er að ræða flákagögn sem sýna svæði þar sem skráning húsa og mannvirkja hefur farið fram en slík skráning skal m.a. fara fram áður en gengið er frá aðal- eða deiliskipulagi. Húsakönnun getur einnig farið fram í rannsóknarskyni. Í gögnunum koma fram upplýsingar um skrásetjara, titil skýrslu, tilgang skráningar og stofnun eða fyrirtæki sem framkvæmir skráninguna. Hver húsaskráning fær hlaupandi númer í gagnagrunni Minjastofnunar en einnig er hægt að finna í gögnunum upprunalegt skýrslunúmer viðkomandi stofnunar.

 • Categories  

  Hér er um að ræða punktaskrá sem sýnir staðsetningu á leyfisskyldum fornleifarannsóknum sem hafa farið fram á Íslandi. Fram koma ýmsar upplýsingar um rannsóknina, svo sem nafn leyfishafa, leyfisnúmer, ár rannsóknar og tegund rannsóknar.

 • Categories  

  Um er að ræða flákagögn sem sýna svæði sem tekin hafa verið út vegna lögbundinnar fornleifaskráningar, en lögbundin fornleifaskráning fer fram vegna aðal- og deiliskipulags, umhverfismats, eða vegna framkvæmda. Koma fram upplýsingar um skrásetjara, titil skýrslu, tilgang skráningar, aðferðir, og nákvæmni landupplýsinganna. Hvert verkefni sem stofnað er fær hlaupandi númer í gagnagrunni Minjastofnunar. Það númer kemur einnig fram í gagnatöflum fyrir fornleifar auk þess sem fornleifum er gefið hlaupandi númer "minj_id" sem hefur verkefnanúmerið sem forskeyti.

 • Categories  

  Þetta gagnasett inniheldur upplýsingar um friðhelgi uppmældra fornleifa sem skilað hefur verið inn til Minjastofnunar Íslands. Gagnasettið sýnir jöðrun í kringum staðsetningar fornleifa sem er áætluð friðhelgi þeirra, 15 metrar fyrir friðaðar fornleifar og 100 metrar fyrir friðlýstar fornleifar. Þar sem friðhelgin er aðeins áætlað uppfyllir hún ekki skilyrði til skipulagsgerðar eða í tengslum við framkvæmdir heldur eingöngu til viðmiðunar. Athugið að gagnasettið er ekki tæmandi yfirlit um fornleifar, hús og mannvirki á Íslandi, sem njóta verndar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

 • Categories  

  Hér er um að ræða punktaskrá sem inniheldur helstu upplýsingar um aldursfriðuð og friðlýst hús og mannvirki á Íslandi (sérheiti, heimilisfang, byggingarár, tegund friðunar, byggingarefni, dagsetning friðunar/friðlýsingar og hönnuður). Athugið að gagnasettið er ekki tæmandi yfirlit um fornleifar, hús og mannvirki á Íslandi, sem njóta verndar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

 • Categories  

  Þetta gagnasett er unnið upp úr örnefnagrunni Náttúrufræðistofnunar og er í því að finna upplýsingar um örnefni sem þykja vera vísbending um fornleifar.

 • Categories  

  Þetta gagnasett inniheldur upplýsingar um skráðar fornleifar sem skilað hefur verið inn til Minjastofnunar Íslands. Þau gögn sem hér birtast hafa ekki verið yfirfarin af starfsfólki Minjastofnunar Íslands og uppfylla því ekki skilyrði til skipulagsgerðar eða í tengslum við framkvæmdir heldur eingöngu til viðmiðunar. Ekki er gerður greinarmunur á friðuðum og friðlýstum fornleifum í gagnasettinu. Athugið að gagnasettið er ekki tæmandi yfirlit um fornleifar, hús og mannvirki á Íslandi, sem njóta verndar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.