From 1 - 9 / 9
  • Categories  

    Íslenskum skipum eru bannaðar veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelgi Íslands nema á þeim veiðisvæðum og veiðitímum sem tilgreind eru í 5. grein laga nr. 79 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Viðmiðunarlínan er dregin umhverfis landið á milli punkta sem eru taldir upp í lagagreininni. Vinsamlega hafið samband við Landhelgisgæslu Íslands vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Kjördæmi eru afmörkuð landsvæði sem mynda einn af grunnþáttum kosningakerfisins. Framboðslistar eru lagðir fram fyrir hvert og eitt kjördæmi þannig að kjósendur í sama kjördæminu geta valið á milli sömu framboðslistanna og kjörnir fulltrúar hljóta þar umboð sitt til þingsetu. Kjördæmaskipulagið og fjöldi kjósenda í hverju þeirra liggur til grundvallar þegar þingsætum er úthlutað eftir þingkosningar. Þar sem kjördæmaskipulagið er ráðandi fyrir vægi atkvæða kjósenda hefur það mikil áhrif á það hvaða frambjóðendur fá sæti á þingi að loknum kosningum. Kjördæmaskipulagið er því meðal þess sem oft hefur orðið að deiluefni. Þegar gerðar voru á því verulegar breytingar kostuðu þær jafnan pólitísk átök og allar hafa þær þýtt málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða. Tekið af vef Alþingis: https://www.althingi.is/thingmenn/althingiskosningar/kosningar-og-kosningaurslit/kjordaemaskipulagid/

  • Categories  

    Unnið er að samantekt um skurðakortlagninguna þar sem gerð verður grein fyrir markmiðum, grunnmyndum, aðferðum og niðurstöðum. Samantektin verður birt í riti LbhÍ. Mælikvarði / Appropriate scale 1:2000 - 1:5000 Summary for the ditchmap will be prepared as a LbhÍ report.

  • Categories  

    Landhelgi Íslands er skilgreind í lögum nr. 41/1979 með síðari breytingum frá 15. október 2021. Heiti laganna er Lög um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn. Í lögunum eru skilgreiningar og útskýringar á aðlægu belti, efnahagslögsögu og landgrunni Íslands: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1979041.html Landhelgi Íslands skal afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu. Grunnlína er sett fram sem lína en einnig punktar. Línan er dregin milli punktanna. Aðlægt belti er svæði utan landhelgi (línur). Efnahagslögsaga Íslands er svæði utan landhelgi (línur). Vinsamlega hafið samband við Landhelgisgæslu Íslands vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    [IS] Um er að ræða drónamyndir af Akureyril, teknar 10.,13., 18., 20., 26., 30. águst 2021. Myndirnar voru teknar með Zenmuse P1 myndavélum, með 2ja sm. upplausn og varpað yfir í 15 sm. Myndirnar voru teknar af Svarma. [EN] This dataset contains drone imagery of Akureyri, captured on August 10th,13th, 18th, 20th, 26th, 30th 2021. The imagery was captured using a Zenmuse P1 camera, with a sampled approximate resolution of 15 cm. Imagery produced by Svarmi. Upon request 2 cm resolution is available.

  • Categories  

    Vetrarþjónusta er öll vinna við framkvæmd, eftirlit, aðstoð og beina verkstjórn á verkstað við snjómokstur og hálkuvarnir, hreinsun og flutningur á ís og krapa af vegi, úr vegrásum, ræsum og niðurföllum og frá umferðarmerkjum og öðrum mannvirkjum við veginn svo og hreinsun vegyfirborðs og rása eftir hrun í þeim tilfellum þar sem það er af völdum snjóskriða eða ísmyndunar ofan vegar, rekstur og minni viðgerðir á sandgeymslum, sandsílóum, viðgerðir á snjóflóðanetum, stofnkostnaður og viðgerðir á saltkistum, snjógrindum og öðrum minni háttar snjóvarnarvirkjum svo og viðhald snjóstika og snjóspíra sem lagfæra þarf á meðan snjómokstur stendur yfir. Vetrarþjónusta er einnig endurnýjun á girðingum og öðrum minni háttar mannvirkjum utan vegar sem verða fyrir skemmdum í snjómokstri að því tilskildu að um leið séu gerðar ráðstafanir til að hliðstæðar skemmdir endurtaki sig ekki við sambærilegar aðstæður.

  • Categories  

    Hér er um að ræða punktaskrá sem sýnir staðsetningu á leyfisskyldum fornleifarannsóknum sem hafa farið fram á Íslandi. Fram koma ýmsar upplýsingar um rannsóknina, svo sem nafn leyfishafa, leyfisnúmer, ár rannsóknar og tegund rannsóknar.

  • Categories  

    [IS] Í gagnagrunni Veðurstofu Íslands um jökulsprungur er að finna upplýsingar um staðsetningu sprungna á íslenskum jöklum. Greining sprungna er aðallega út frá gervihnatta- eða loftmyndum þegar jökullinn hefur litla snjóþekju. Um er að ræða vektorgögn með upplýsingum um alvarleika sprungna (e. crevasse severity), áætlaða staðsetningu, stefnu, dagsetningu uppgötvunar, heiti á svæðinu, halla, sprungukóða og fleira. Gögnin eru uppfærð reglulega, núverandi útgáfa er frá árinu 2021. Hér eru upplýsingar um sprungukort sem hægt er að prenta út: https://safetravel.is/outdoors/crevasse-maps/ [EN] The glacier crevasse dataset of Iceland from the Icelandic Metereological Office contains information on formation location of crevasses on Icelandic glaciers. The crevasses are detected mostly from satellite or aerial imagery when the glacier have least snow cover. The data contains vector data and information about crevasse severity, approximate forming location, orientation, date of detection, area name, slope, crevasse code and more. This data is regularly updated, the current version is from the year 2021. For ready to print crevasse maps check out: https://safetravel.is/outdoors/crevasse-maps/

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Vegagerðina vegna nánari upplýsinga.