2017
Type of resources
Available actions
Topics
INSPIRE themes
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
Resolution
-
Hávaðakort fyrir vegi og þéttbýlissvæði má sjá hér fyrir neðan. Einnig greinagerðir fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig sem fjalla meðal annars um niðurstöður mælinga og útreikninga, fjölda íbúa sem verða fyrir hávaða og hljóðvarnir. Miðað er við að hávaði frá vegum, við húsvegg fyrir íbúðarhúsnæði á íbúðar-, verslunar-, þjónustu- og miðsvæðum, fari ekki yfir 55-65 dB LAeq24 (meðaltalsgildi hávaða yfir einn sólarhring).
-
Snjómokstursleiðir eru fyrirfram skilgreindar leiðir á milli ákveðinna staða. Vegagerðin gefur út upplýsingar um færð á þessum leiðum. Hver leið hefur ákveðið þjónustustig og snjómokstursreglur.
-
Gögnin sýna þjóðlendulínur (þ.e. mörk eignarlanda og þjóðlenda) skv. úrskurðum óbyggðanefndar eða dómum dómstóla eftir því sem við á, á þeim svæðum þar sem óbyggðanefnd hefur lokið málsmeðferð sinni á. Línurnar eru unnar og teiknaðar í AutoCAD og eru fáanlegar í dwg- eða shape-formi.
-
Hér er um að ræða punktaskrá sem inniheldur helstu upplýsingar um aldursfriðuð og friðlýst hús og mannvirki á Íslandi (sérheiti, heimilisfang, byggingarár, tegund friðunar, byggingarefni, dagsetning friðunar/friðlýsingar og hönnuður). Athugið að gagnasettið er ekki tæmandi yfirlit um fornleifar, hús og mannvirki á Íslandi, sem njóta verndar samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.