From 1 - 10 / 13
  • Categories  

    Árið 2018-2019 vann Þjóðskrá Íslands gagnagrunn yfir ræktað land á Íslandi, með það markmið að nýta hann til fasteignamats. Grunnurinn var unnin upp úr fjarkönnunargögnum með mis mikilli staðsetningarnákvæmni og eru því gögnin einnig mis nákvæm. Ákveðið hefur verið að halda ekki áfram með þessa skráningu því er gagnasafnið hér óbreytt gögn frá því að þau voru framleidd og ekki er gert ráð fyrir því að þau verði uppfærð í framtíðinni. Ræktað land 2018-2020 var unnið sem áætluð mörk ræktunar og hefur því ekkert gildi hvað afmörkun eignarhalds snertir. Eignarhald gagnanna færðist til HMS þegar landupplýsingadeild stofnunarinnar var færð þangað árið 2022. EIGINDIR: ID-Einkvæmt auðkennisnúmer. HNIT–Afmörkun marghyrnings (POLYGON) á forminu „SDO_GEOMETRY“.

  • Categories  

    Akkeri og baujur og áætlaðar staðsetningar fyrir búnað í sjókvíaeldi.

  • Categories  

    Upplýsingar um eldissvæði í sjókvíaeldi sem eru í umsóknarferli hjá Matvælastofnun.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Algengast er að sjúkdómar í dýrum (og raunar mönnum líka) orsakist af smitum dýra á milli, eða berist í dýrin úr umhverfinu með einhverjum hætti. Sjúkdómar geta borist úr mönnum í dýr (og öfugt) og nefnast þá súnur. Meðal kunnari dýrasjúkdómum eru riða, miltisbrandur, garnaveiki o.fl.. Sökum landfræðilegrar einangrunar hafa ýmsir dýrasjúkdómar ekki borist til landsins. Íslenskir dýrastofnar eru því óvarðir fyrir þessum sjúkdómum þar sem bólusetning fyrir þeim tíðkast ekki. Af þessum sökum eru strangar reglur sem gilda um innflutning dýra og eru þær óheimilar nema sérstakt leyfi sé veitt til þess, auk þess sem lífríki landsins er viðkvæmt. ´ https://www.mast.is/static/files/listar/listiriduveiki2001-2021.pdf https://www.mast.is/static/files/listar/listigarnaveiki2011-2021.pdf

  • Categories  

    Tvær punktaþekjur með jarðhitagögnum. A) Jarðhitanotkun - Upplýsingar um staði þar sem framleiðsla á sér stað með notkun jarðhita: gróðurhús, fiskeldi, iðnaður. B) Frumorkunotkun jarðhita - upplýsingar um staði þar sem verið er að nýta jarðhita úr borholum og hverum með einhverjum hætti og tengsl þeirra við hitaveitur. Ýmsar almennar upplýsingar um reglugerðarveitur og jarðvarmavirkjanir. Ekki birt lengur í kortasjá og hefur ekki verið uppfært sem landfræðilegt gagnasett.

  • Categories  

    Í almennri málvenju er svo litið á að búfé séu dýr sem haldin eru af mönnum til nytja af þeim afurðir sem það gefur. Þannig er von um einhvern fjárhagslegan, eða mælanlegan ábata af nýtingu afurðar af dýri, forsenda þess að það geti talist búfé. Í lögum eru eftirtalin dýr talin vera búfé: Alifuglar, geitur, hross, kanínur, loðdýr, nautgripir, sauðfé, svín og önnur dýr sem haldin verða til nytja. Hið opinbera sker úr um ef ágreiningur verður um hvort dýr teljist til búfár eður ei.

  • Categories  

    HMS varðveitir nú gagnagrunn sem kenndur er við Nytjalandsverkefnið og er hann síðan árið 2006. Tilgangur verkefnisins var meðal annars að „safna upplýsingum um bújarðir landsins og skrá í samræmdan gagnagrunn“. Upplýsingarnar áttu að „taka til landkosta, svo sem gróðurs, ástands landsins, landamerkja, landslags og stærðar helstu landeigna“. Verkefnið fór fram á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands (áður á Rannsóknastofnun landbúnaðarins), Landgræðslu ríkisins, Bændasamtaka Íslands og Landbúnaðarráðuneytisins, en starfið fór að mestu fram á LBHÍ. Eignarhald þess hluta verkefnisins er fjallar um flatarmál jarða færðist yfir til HMS þegar landupplýsingadeild Þjóðskrár Íslands var færð þangað árið 2022. Ætlunin var, fyrst um sinn, að vinna gögnin áfram, bera þau saman við þinglýst skjöl, bæta við þau og breyta þannig að úr yrðu áreiðanleg gögn um eignamörk jarða á Íslandi. Fljótlega komu þó upp hnökrar og í ljós kom að sökum þess hversu ólíkar línurnar eru að gæðum, bæði hvað varðar heimildir og viðmiðunargögn, er ótækt að túlka þær sem eignamarkalínur í lagalegum skilningi. Eftir stendur þó áhugaverð heimild um fyrstu tilraun sem gerð var til að safna landamerkjum jarða á Íslandi saman á stafrænu formi. Gögnin eru hér óbreytt eins og Þjóðskrá Íslands tók við þeim árið 2006. Nánari upplýsingar um Nytjalandsverkefnið má nálgast hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. EIGINDIR: OBJECTID-Einkvæmt auðkennisnúmer. SVFN-Sveitarfélagsnúmer. SYSLA-Sýslunúmer. HREPPUR-Hreppanúmer. HREPPSNAFN-Heiti hrepps. HEITI-Heiti lands/landa. LANDNR-Landeignarnúmer skika. LANDNR2-Annað landeignarnúmer skika. FJÖLEIGNARLAND-Fjöleignarland athugasemdir. UPPRUNI-Uppruni gagna. UPPLÝS_AR-Ár upplýsinga. INNSETT_AR-Innsláttarár. ADFERD-Aðferðarfræði innsetningar. NYTJAD_AF-Nytjað af. ATH-Athugasemd. GERD-Landgerð samkvæmt hlutverksflokkun Nytjalandsverkefnisins. FLOKKAR-Staða fláka í gagnagrunninum. SHAPE-Hnit afmörkunar. Frekari upplýsingar um eigindi og hvað er á bakvið hvern dálk má finna hér fyrir neðan í eiginalýsingu gagna úr nytjalandsverkefninu.

  • Categories  

    Ræktað skóglendi á Íslandi er þekja yfir öll kortlögð skógræktarsvæði á Íslandi. Upplýsingar eru skráðar um aldur skógarins, hæð, CORINE flokk og tegundir í reit svo eitthvað sé nefnt. Skráðar eru upplýsingar um hvaðan gögnin koma, stærstur hluti gagnanna kemur frá Skógræktinni, síðan 1. janúar 2024 Land og skógur, en einnig mikið frá skógræktarfélögum. Þá er talsvert um einkaskóga, t.d. í sumarbústaðalöndum sem þarf að kortleggja sérstaklega. Árlega berast upplýsingar um nýjar gróðursetningar trjáplantna og er gagnagrunnurinn því uppfærður á hverju ári. Nota má stærstan hluta gagnanna í 1:2.000.

  • Categories  

    Nytjaland er verkefni sem miðaði að því að kortleggja yfirborð landsins á grunni þess hversu gróskumikið það væri. Flokkunin var unnin með fjarkönnunaraðferðum með Landsat 7 og SPOT 5 gervitunglamyndum. Yfirborðsflokkarnir 12 eru: Graslendi, ríkt mólendi, ræktað land, Rýrt mólendi, skógur og kjarrlendi, moslendi, hálfdeigja, votlendi, hálfgróið land, líttgróið land, straum- og stöðuvötn, jöklar og fannir og óflokkað, eyjar/sker Verkefnið var unnið frá árunum 1999-2007. Var þá búið að gera yfirborðsflokkun á um 70% landsins í 12 flokka og 30% af yfirborðinu í 6 flokka. Á kortinu Nytjaland_1 hafa gögnin úr 6 flokka flokkuninni verið aðlöguð að 12 flokka flokkunninni. Flokkurinn sem dekkaði gróið land í 6 flokka flokkunninni var allur sameinaður floknum rýrt mólendi í 12 flokka flokkunninni. Upplýsingum frá Skógrækt ríkisins (2013) um skóga var bætt inn í flokkuðu gögnin. Flokkurinn ræktað land var uppfærður samkvæmt korti af ræktuðu landi sem hnitað var inn af gervitunglamyndum. Ár og vötn, jöklar, fannir og strandlína var aðlagað að vatnafarsgrunni LMÍ (2013). Rastagrunnurinn er í mælikvarðanum 1:30.000.