From 1 - 5 / 5
  • Categories  

    Stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir náttúruverndarsvæði eru stefnumótandi skjöl. Þau lýsa framtíðarsýn og grundvallarsjónarmiðum sem höfð eru til hliðsjónar um hvernig eigi að viðhalda og auka verndargildi svæðisins. Í áætlununum er meðal annars fjallað um landnýtingu, landvörslu, vöktun, uppbyggingu, fræðslu og miðlun upplýsinga, verndaraðgerðir og aðgengi ferðamanna. Lögð er fram aðgerðaáætlun til þriggja ára þar sem aðgerðum er forgangsraðað og þær skilgreindar. Stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir villt dýr og fugla byggja á lögum um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Áætlunin er stjórntæki þar sem lögð er fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að viðhalda lífvænlegum stofni tegundarinnar.

  • Categories  

    Árleg vöktun á umhverfi sjávar við Ísland hófst árið 1989 til að fá sem heildstæðast yfirlit yfir ástand umhverfisins og uppsprettu mengunar við Ísland. Þeir vöktunarþættir sem valdir hafa verið fyrir mismunandi mæli- og matsþætti eru þorskur, kræklingur, nákuðungur og sjór (næringarefni). Niðurstöður vöktunarinnar eru sendar í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og sýna þær að magn mengunarefna í lífríki sjávar er almennt vel undir alþjóðlegum viðmiðunarmörkum. Fyrir nánari upplýsingar er bent á að hafa samband við Umhverfis- og orkustofnun.

  • Categories  

    Friðlýst svæði á Íslandi eru rúmlega 130 talsins og má finna upplýsingar um þau á þessari síðu. Með friðlýsingu tryggjum við rétt okkar og komandi kynslóða til að njóta ósnortinnar náttúru. Ósnortin náttúra er takmörkuð auðlind sem fer þverrandi á heimsvísu. Reglur um friðlýst svæði eru mismunandi og fara eftir markmiðum friðlýsingar, eðli svæðisins og samkomulagi við hagsmunaaðila.

  • Categories  

    Upplýsingar um göngustíga á friðlýstum svæðum. Fyrir frekari upplýsingar um gögnin er bent á að hafa samband við Náttúruverndarstofnun.

  • Um er að ræða gagnagrunnur um starfsstöðvar sem falla undir reglugerð nr. 1050/2017 um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna (Seveso). Gagnagrunnurinn sýnir staðsetningar starfsstöðva þar sem geymt er eða notað mikið magn hættlegra efna sem geta valdið miklum og alvarlegum áhrifum fyrir íbúa og/eða umhverfi ef slys verður.