From 1 - 3 / 3
  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_G1v_lupina_3.utg: Útbreiðsla alaskalúpínu á Íslandi, 3. útgáfa. [Nootka lupin coverage of Iceland, 3rd edition.] Endurskoðað kortlagningu á útbreiðslu alaskalúpínu á landinu, flákalag. Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis), sem skilgreind er sem ágeng, framandi plöntutegund hér á landi, er orðin mjög útbreidd og þekur víða stór svæði. Hún veldur miklum breytingum á náttúrufari þar sem hún breiðist um.

  • Categories  

    Gagnaset (data set) ni_vg25v_1.1utg: Vistgerðir á Íslandi: ferskvatn og fjörur (Habitat types of Iceland: freshwater and littoral shores). Vistgerðakortið sýnir útbreiðslu ferskvatns- og fjöruvistgerða á Íslandi. Alls hafa verið ákvarðaðar 17 vistgerðir fyrir ferskvatn og 24 vistgerðir fyrir fjörur. Ferskvatnsvistgerðir skiptast í tvö þrep, en fjöruvistgerðir í fimm þrep. Við skilgreiningu og flokkun vistgerða á Íslandi var tekið mið af EUNIS-flokkunarkerfinu (European Environment Agency 2012) . Landupplýsingaþekjan fyrir jarðhita, ferskvatns- og fjöruvistgerðir er á vektorformi. Vektorþekjurnar eru flestar flákaþekjur, en fyrir ferskvatn er einnig línu- og punktaþekja. Gögn fyrir stöðuvötn (vg2 = V1) eru fjarlægð tímabundið úr niðurhalsþjónustu vegna ágreinings um grunnkort Loftmynda ehf. en þekjan er sýnileg í kortasjá. Náttúrufræðistofnun Íslands leggur með ritinu Vistgerðir á Íslandi fram tillögur að flokkun vistgerða sem á sér fyrirmynd í samræmdri og viðurkenndri flokkun vistgerða í Evrópu. Flokkunin byggir á rannsóknum víða um land með fyrirvara um að bæta mætti í þá þekkingu. Frekari upplýsingar um flokkun og skilgreiningu vistgerða má sjá í ritinu: Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir, ritstj. 2016. Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. 299 s. og á vef Náttúrufræðistofnunar.

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_N50v_serstokVernd_1.utg.: Náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd (60/2013). Birkiskógar eru undanskildir. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur skrá yfir náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá. Þessi náttúrufyrirbæri eru: votlendi, stöðuvötn og tjarnir, sjávarfitjar og leirur, mikilvægir birkiskógar, eldvörp, eldhraun, gervigígar og hraunhellar frá nútíma, fossar, hverir og aðrar heitar uppsprettur. Þau eru öll, birt í kortasjá NÍ fyrir utan birkiskóga sem Skógræktin sér um. (The natural features of Article 61 'Special protection of ecological systems and geoheritage' in the Nature Conservation legislation (60/2013). Following natural features are under special protection: wetlands, lakes and waterfalls, salt marshes and mudflats, important birchwoods, volcanic craters, lava-fields, lava-caves and rootless vents formed after the last iceage, hot springs and other thermal sources including their biota and surfacial geothermal deposits. The data for important birchwoods are not available.)