Creation year

2019

1 record(s)
 
Type of resources
Available actions
Provided by
Years
Formats
From 1 - 1 / 1
  • Categories  

    Íslensk sjókort eru gefin út í þremur megin kortaseríum. Hafna- og aðsiglingakort eru 50 talsins, 45 hafnakort og 5 aðsiglingakort. Hafnakort eru í mælikvarða 1:10.000. Aðsiglingakortin eru í mælikvörðum á bilinu 1:35.000 til 1:50.000. Strandsiglingakort í mælikvarða 1:100.000 eru 17 og yfirsiglingakort í mælikvarða 1:300.000 eru 6. Þrjú yfirlitskort eru í mælikvörðum einn á móti milljón og minni. Skrá yfir sjókort er á vef Landhelgisgæslunnar. https://www.lhg.is/media/sjomaelingar_islands/Kortaskra_IS_Catalogue_of_Charts_21.06.2023b.pdf Sjókortin sem hér eru birt hafa ekki verið leiðrétt samkvæmt tilkynningum til sjófarenda. Undantekning frá því eru sjókort í mælikvarða 1:10000 gefin eru út og prentuð eru á blaðstærð A3. Kortin sem þetta á við eru stjörnumerkt [*] í kortaskránni. Sjókortin í vefþjónustunni eru rastamyndir af útgefnum sjókortum eins og staðan er í lok nóvember 2023. Listi yfir sjókort sem eru í gildi og tilkynningar til sjófarenda er að finna á vef Landhelgisgæslunnar: https://www.lhg.is/starfsemi/sjomaelingasvid/tts/uppsafnadar-tilkynningar/ Rammi og bauganet tekið burt: Við gerð rastamyndanna var rammi sjókorts fjarlægður, textaupplýsingar í ramma utan kortflatar og bauganet á kortfleti. Þá voru textaupplýsingar inn á kortfletinum teknar í burtu þar sem að þær voru óþarfar samhengisins vegna. Tákn og skammstafanir á sjókortum eru samræmd á alþjóðavísu (INT1). Tákn og skammstafanir í íslenskum sjókortum eru skýrð í samnefndu riti. Það er aðgengilegt á vef Landhelgisgæslunnar. Dýpi er miðað við meðalstórstraumsfjöru. Dýpi og hæðir eru í metrum. Dýpi að 21 metra er gefið í metrum og desímetrum. Frá 21 til 31 er dýpið á hálfum metra. Frá 32 m er dýpi í heilum metrum.