• Lýsigagnagátt
  •  
  •  
  •  

Staðfangaskrá

Notagildi og orðskýringar:

Staðfang inniheldur upplýsingar um staðsetningu mannvirkja og annarra áfangastaða, s.s. heimila, aðseturs fyrirtækja, frístundahúsa, áningarstaða, veitumannvirkja og opinna svæða. Staðfang er þýðing á enska hugtakinu Address og nær hugtakið yfir götuheiti og húsnúmer, sérheiti byggingar og landfræðilega staðsetningu, hvort sem um er að ræða heimili einstaklinga, aðsetur fyrirtækja eða staðsetning á t.d. fjarskiptamastri. Þannig hefur staðfang víðari merkingu en heimilisfang, þó eðli hugtakanna sé svipað. Sveitarfélögin í landinu annast skráningu upplýsinganna og viðhald þeirra.

Uppbygging:

Auðkenni staðfangs er heitinúmer/staðfanganúmer. Tengsl staðfangaskrár og fasteignaskrár eru með þeim hætti að fasteignaskrá byggist upp af skráningu lands (landnúmer. landnr), fasteignaheita/staðfanga (heitinúmer. heinum) og mannvirkja (fastanúmer. fastnum og matsnúmer. fnum). Þessu er hægt að líkja við mengi, innan eins landnúmers geta verið eitt eða fleiri heitnúmer og innan hvers heitinúmers geta verið núll eða fleiri fastanúmer/matsnúmer. Það fer eftir því hversu djúpt við köfum ofan í gögnin hvernig endurtekning á sér stað.

Eigindir:

FID - Upplýsingalaust auðkennisnúmer fyrir gagnagrunn HMS. Þessi dálkur er ekki sýndur í WFS grunni.

HNITNUM – Hnitnúmer staðfangahnits. Hlaupandi upplýsingalaust auðkennisnúmer staðfangs. Hvert staðfang getur verið tengt mörgum hnitum, en hvert hnit hefur aðeins eitt hnitnúmer.

SVFNR - Sveitarfélagsnúmer er fjögurra stafa auðkennisnúmer.

BYGGD - Byggðarnúmer innan viðkomandi sveitarfélags.

LANDNR - Hlaupandi sex stafa auðkennisnúmer landeigna í landeignaskrá HMS.

HEINUM – Staðfanganúmer. Heinum er sjö stafa auðkennisnúmer staðfanga. Eitt heinum er fyrir hvert staðfang. Annarstaðar er þetta STADFANG_NR.

MATSNR - Matsnúmer (7 stafir). Raðnúmer. Sérhver matseining er auðkennd með matsnúmeri. Sum staðföng benda á ákveðna matseiningu, flest benda ekki sérstaklega á neitt matsnúmer.

POSTNR - Póstnúmer þess póstsvæðis sem staðfang er innan skv. nýjustu upplýsingum frá Byggðastofnun.

HEITI_NF - Staðvísir í nefnifalli.

HEITI_TGF - Staðvísir í þágufalli.

HUSNR - Staðgreinir, húsnúmer.

BOKST - Staðgreinir, viðbættur bókstafur.

VIDSK - Staðgreinir, viðskeyti við staðfang.

SERHEITI - Sérheiti staðfangs.

DAGS_INN - Dagsetning fyrstu innskráningar.

DAGS_LEIDR - Dagsetning síðustu leiðréttingar.

GAGNA_EIGN - HMS er eigandi staðfangaskrár.

TEGHNIT - Tegund hnits,

0 Eftir að yfirfara tegund hnits,

1 Áætlaður miðpunktur mannvirkis,

2 Staðsetning megin inngangs í mannvirki,

3 Hnitpunktur staðsettur á innkeyrslu lóðar,

4 Hnitpunktur staðsettur með vissu innan lóðamarka,

5 Hnitpunktur staðsettur innan áætlaðs byggingarreits.

YFIRFARID - Staða hnits,

0 Óyfirfarið,

1 Yfirfarið,

2 Þarf endurskoðun,

9 Vantar heitinúmer.

YFIRF_HEITI - Þessi dálkur er ekki lengur nýttur.

ATH - Notað til ítarlegri aðgreiningar t.d. á matshlutum og skráningu heimildarmanna eða heimilda.

NAKV_XY - Áætluð skekkjumörk staðsetningar hnits í metrum.

HNIT - Staðsetning staðfangs í ISN93 formi. Sett fram sem "POINT (X-hnit Y-hnit)". Þessi dálkur er ekki sýndur í WFS grunni.

N_HNIT_WGS84 - Norður hnit í breiddargráðu WGS84. Allt í gráðum, ekki mín og sek. Fyrstu 2 tölustafir eru fyrir framan kommu og allt eftir það fyrir aftan kommu.

E_HNIT_WGS84 - Austur hnit í lengdargráða WGS84. Allt í gráðum, ekki mín og sek. Mínus merki og fyrstu 2 tölustafir eru fyrir framan kommu og allt eftir það fyrir aftan kommu.

NOTNR - Auðkennisnúmer þess starfsmanns sem átti síðast við þetta hnit í gagnagrunninum.

LM_HEIMILISFANG – Þessi dálkur er ekki lengur nýttur. Yfirleitt sami og VEF_BIRTING

VEF_BIRTING- Birtingaform staðfangs með landnúmeri viðskeyttu. Samanstendur af HEITI_NF, HUSNR, BOKST, VIDSK, (LANDNR).

HUSMERKING - Sýnir dálkana HÚSNR og BOKST saman.

Simple

Date ( Publication )
2013-06-03
Identifier
{54BCFAD4-9CD0-4324-AFDC-E75C43E7EA92}
Owner
HMS
Keywords ( Theme )
  • staðfang
  • staðföng
  • reglugerð
  • INSPIRE
  • Blalys
  • GSL
Spatial scope
  • National
GEMET - INSPIRE themes, version 1.0 ( Theme )
  • Addresses
Use constraints
Other restrictions
Other constraints

Leiðbeiningar varðandi endurnot opinberra upplýsinga

Rétthafi upplýsinganna/efnisins sem þessar leiðbeiningar ná yfir hvetur alla til að nota og endurnýta þær/það með hvaða hætti sem er.

Rétthafi upplýsinganna/efnisins (hér eftir kallað „upplýsingarnar“) gefur ótímabundna heimild til varanlegrar notkunar upplýsinganna hvar sem er, án gjaldtöku. Hann gefur eftir einkarétt sinn, sé honum til að dreifa, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum.

Þessar leiðbeiningar skerða ekki réttindi sem notandi nýtur nú þegar samkvæmt íslenskum lögum.

Notandi má:

afrita, birta, senda upplýsingarnar og dreifa þeim,

aðlaga upplýsingarnar og

nýta upplýsingarnar, þar með talið í hagnaðarskyni, til dæmis með því að setja þær saman við aðrar upplýsingar eða með því að sameina þær annarri vöru eða hugbúnaði.

Notandi verður að:

taka fram hver uppruni upplýsinganna er og mælst er til þess að það sé gert með þeim hætti sem rétthafi upplýsinganna biður um

einnig er mælst til þess að vísað sé í þessar leiðbeiningar.

Ef rétthafinn hefur ekki óskað eftir að uppruni upplýsinganna verði tilgreindur með tilteknum hætti má nota eftirfarandi tilvitnun: „Byggir á upplýsingum frá“ og nafngreina þar á eftir rétthafa upplýsinganna.

Í þeim tilfellum þar sem upplýsingar frá mörgum rétthöfum eru notaðar og endurnýttar í einu verki og erfitt er að telja upp alla, nægir að nota tengil á vefslóð sem inniheldur tilvísun til allra rétthafa upplýsinganna.

Tilkynningar

Ef notandi verður var við að upplýsingarnar hafi að geyma eftirfarandi er mælst til þess að hann geri rétthafa viðvart:

persónuupplýsingar;

einkennismerki opinberra aðila eða skjaldarmerki nema þar sem þau geta talist mikilvægur hluti af skjalinu eða gagnasafninu;

réttindi þriðja aðila sem rétthafi upplýsinganna hefur ekki heimild til að veita aðgang að;

efni undir öðrum hugverkarétti eins og einkaleyfi, vörumerki eða hönnun;

auðkennandi skjöl, svo sem vegabréf.

Ekkert samþykki

Notkun upplýsinganna gefur notanda hvorki heimild til þess að gefa til kynna að hann sé í opinberri stöðu né að rétthafi hafi samþykkt notkun hans á upplýsingunum sérstaklega.

Engin ábyrgð

Upplýsingarnar veita notanda ekki heimild til framkvæmda eða aðgerða sem annars eru ólöglegar eða þarfnast sérstakra leyfa. Rétthafi upplýsinganna er undanskilinn fyrirsvari, ábyrgð, skyldum og skaðabótum í tengslum við upplýsingarnar að því marki sem lög leyfa.

Rétthafi upplýsinganna ber ekki ábyrgð á villum eða vanskráningu í upplýsingunum og er ekki ábyrgur fyrir neinu tjóni, meiðslum eða skaða sem hlýst af notkun þeirra. Rétthafi upplýsinganna ábyrgist ekki áframhaldandi aðgengi að upplýsingunum.

Skilgreiningar

Í þessum leiðbeiningum hafa orðin hér fyrir neðan eftirfarandi merkingu:

„rétthafi“ er opinber aðili sem annaðhvort getur talist höfundur upplýsinga eða hefur fengið heimild frá höfundi (þriðja aðila) til að veita aðgang að upplýsingunum.

„upplýsingar“ eru allt það efni sem rétthafi hefur veitt aðgang að.

Þessar leiðbeiningar byggja á VII. kafla upplýsingalaga nr.140/2012. Einnig var höfð hliðsjón af breska „Open government licence“ http://www.nationalarchives.gov.uk/doc/open-government-licence/version/3

Access constraints
Other restrictions
Other constraints
no limitations to public access
Spatial representation type
Text, table
Metadata language
is
Topic category
  • Planning cadastre
N
S
E
W
thumbnail


Reference system identifier
3057
Distribution format
  • Comma-seperated values ( .dsv )

OnLine resource
Leit í fasteignaskrá ( WWW:LINK-1.0-http--link )
OnLine resource
Vefsjá landeigna ( WWW:LINK-1.0-http--link )
OnLine resource
Landupplýsingagátt ( WWW:LINK-1.0-http--link )

Hægt er að skoða gögnin í Landupplýsingagátt.

OnLine resource
HMS - niðurhalsþjónusta ( WWW:LINK-1.0-http--link )
OnLine resource
public:Stadfangaskra ( OGC:WMS )

public:Stadfangaskra

OnLine resource
public:Stadfangaskra ( OGC:WFS-1.0.0-http-get-capabilities )

public:Stadfangaskra

OnLine resource
Reglugerð um skráningu staðfanga ( WWW:LINK-1.0-http--link )

Reglugerð þessi gildir um skráningu staðfanga á Íslandi.

Hierarchy level
Dataset

Conformance result

Date ( Publication )
2010-12-08
Explanation
Validation not performed
Pass
Yes

Conformance result

Date ( Publication )
2014-04-17
Explanation
Data specification for ELF addresses. Not all columns are populated.
Pass
Yes
Statement
Lifandi skrá sem breytist jafnóðum í vefþjónustum, einusinni í viku (á sunnudagskvöldi) í niðurhaldþjónustum. Nánari upplýsingar hjá eiganda.

gmd:MD_Metadata

File identifier
{A879D973-CA98-49D7-AA50-7BC35047E461} XML
Metadata language
en
Hierarchy level
Dataset
Date stamp
2024-09-30T08:46:45
Metadata standard name
INSPIRE Metadata Implementing Rules
Metadata standard version
Technical Guidelines based on EN ISO 19115 and EN ISO 19119 (Version 1.2)
Point of contact
HMS
 
 

Overviews

overview
Dæmi um staðföng í Landupplýsingagátt

Spatial extent

N
S
E
W
thumbnail


Keywords

Blalys GSL INSPIRE reglugerð staðfang staðföng
GEMET - INSPIRE themes, version 1.0
Addresses

Provided by

logo

Associated resources

Not available


  •  
  •  
  •