Contact for the resource

Náttúrufræðistofnun

98 record(s)
 
Type of resources
Available actions
Topics
INSPIRE themes
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Service types
Scale
Resolution
From 1 - 10 / 98
  • Categories  

    Þetta gagnasett inniheldur nákvæma skráningu á tillögum að orkuvalkostum sem lagðar hafa verið fram af Orkustofnun sem hluti af áframhaldandi áætlun um orkuþróunarverkefni. Það nær yfir fjölda af valkostum um orkunýtingu, þar á meðal nýtingu á vindorku, jarðvarma og vatnsorku. Gögnunum hefur verið vandlega safnað saman úr skýrslum og ýmsum viðbótarupplýsingum sem ýmsir þróunaraðilar hafa gefið Orkustofnun aðgang að. Þar má finna mikilvægar upplýsingar eins og framkvæmdarsvæði, áhrifasvæði sem táknað er með fjarlægðarhringjum (e. buffer rings) auk sértækra gagna eins og vintúrbínustillingar fyrir hvern vindorkuvalkost. Hver færsla í gagnasettinu á sér á sér samsvörun við orkuvalkost og þar er að finna eigindir eins og Ramma ID númer, nafn, þróunaðili, áætluð orkuframleiðsla, orkugerð, skilvirkni, link á skýrslu, dagsetningu umsóknar, uppruni vektorteikninga og núverandi staða valkostarins. Lagið sem heldur meginupplýsingarnar endurspeglar uppbyggingu töfluganga sem kynntar eru að vefsíðu Orkustofnunar, þar sem tryggð er skýr og kerfisbundin framsetning á gögnum til að auðvelda ítarlegt mat sem og opinbera umræðu. Hluti gagnanna er nú aðgengilegur sem WMS þjónusta --------------------------------------------------------------------------------------------- English version This dataset encapsulates a detailed inventory of power plant proposals submitted to Orkustofnun as part of an ongoing energy development project. It encompasses an array of power plant options including wind, geothermal, and hydro energy facilities. The data is meticulously compiled from submitted reports and supplementary data provided by developers to Orkustofnun. It features essential attributes such as the construction area, impact zones represented by buffer rings, and specific details like wind turbine configurations for wind energy proposals. Each entry in the dataset corresponds to a power plant proposal and includes attributes like Ramma ID number, name, developer, estimated power, energy type, efficiency class, URL link to the report, date of application, source of vectorization, and the current status of the proposal (e.g., under consideration, submitted/defined). The main information layer mirrors the structured table presented on the Orkustofnun website, ensuring a coherent and systematic presentation of data for thorough evaluation and public discourse. The data will be soon available as WMS service.

  • Categories  

    [IS] Í Rammasjá er hægt að skoða gögn sem tengjast áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, þ.e.a.s. Rammaáætlun. [EN] The Master Plan for Nature Protection and Energy Utilization Map

  • Categories  

    Loftmyndasjáin er vefsjá með sögulegum loftmyndum og er byggð á loftmyndasafni Náttúrufræðistofnunar sem nær rúmlega 80 ár aftur í tímann. Vefsjáin var hönnuð hjá Landmælingum Íslands í samstarfi við Jarðvísindastofnun HÍ og Fjarkönnunarmiðstöð HÍ. Loftmyndunum sem finna má í vefsjánni (https://www.lmi.is/is/landupplysingar/fjarkonnun/loftmyndasafn) hefur verið safnað úr flugvél, þær skannaðar og breytt í kort. Vefsjáin gefur því fólki færi á að stökkva upp í nokkurs konar ferðatímavél yfir Íslandi og skoða þær breytingar sem orðið hafa á landslagi, t.d. af völdum eldgosa, hopunar jökla eða útbreiðslu plantna, og í þéttbýli síðustu 80 árin. Loftmyndasjáin nýtist við kennslu, rannsóknir og sögu auk þess að svala almennri forvitni. Aðgangur að vefsjánni er öllum opinn og án gjaldtöku.

  • Categories  

    IS: Í korstjánni er hægt að skoða hæðarlíkan af Íslandi og hlaða því niður. en: The Digital Elevation Model (DEM) Map from Náttúrufræðistofnun allows to view and download the DEM, find its derivative like slope and orientation and much more. ÍslandsDEM refers to "Digital Elevation Model (DEM) of Iceland" in English. A DEM is a digital representation of the Earth's surface topography, typically represented as a grid of elevation values. It provides information about the height or elevation of the terrain across a specific area, allowing for the creation of detailed three-dimensional representations of the landscape. DEM data is widely used in various applications, including geographic information systems (GIS), environmental modeling, land use planning, engineering design, and natural resource management. It can be used to analyze terrain characteristics, calculate slope and aspect, identify drainage patterns, model water flow, and assess landscape suitability for various purposes.

  • Categories  

    Sumarið 2016 var grunnstöðvanet Íslands mælt í þriðja sinn. Niðurstöður voru kynntar vel sóttum fundi á Grand Hótel þann 14. nóvember 2017. Með lýsigögnunum fylgja hnitalistar þeirra mælistöðva sem unnið var úr eftir ISNET2016 mælingarnar og mynda grunnin fyrir nýja viðmiðun ISN2016. Hnitin eru birt sem jarðmiðjuhnit, baughnit með hæð yfir sporvölu GRS80 og hornsönn keiluhnit Lamberts með hæð yfir GRS80. Fengnir hafa verið EPSG númer fyrir ISN2016 (sjá einnig af töflu með EPSG sem fylgir lýsigögnunum): Nafn - EPSG númer - Tegund: Islands Net 2016 / ISN2016 EPSG::1187 Viðmiðun (Geodetic Datum) ISN2016 / Lambert 2016 EPSG::8088 Hnitakerfi í kortavörpun (ProjectedCRS) ISN2016 EPSG::8084 Jarðmiðjuhnit (GeodeticCRS (geocentric)) ISN2016 EPSG::8085 Baughnit með sporvöluhæð (GeodeticCRS (geographic 3D)) ISN2016 EPSG::8086 Baughnit (GeodeticCRS (geographic 2D)) Hægt er að hlaða niður Shape skrá sem inniheldur hnit mælistöðvanna auk annara upplýsinga. Einnig hafa verið gerð svokölluð vörpunarnet til þess að varpa úr ISN93 og ISN2004 yfir í ISN2016. Netin eru á svokölluðu NTv2 formi fyrir breytingar í legu og gtx formi fyrir breytingar í hæð. Unnið er nú að leiðbeiningum hvernig nota eigi þessi net í landupplýsingahugbúnaði, auk þess sem haft verður samband við hugbúnaðarframleiðendur um að koma þessum vörpunum inn í næstu hugbúnaðaruppfærslur. Vörpunarnetin með leiðbeiningum verða birt á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar og á niðurhalsþjónustu í byrjun næsta árs.

  • Categories  

    Vefþjónn fyrir landfræðileg gögn Náttúrufræðistofnun. Hér eru nýjustu útgáfur gagna Náttúrufræðistofnun aðgengilegar. Vefþjónnin er byggður á opnum staðli OGC og hægt er að nálgast gögnin á vefþjóninum í gegnum ýmsar tegundir þjónusta, s.s. WFS, WMS, WMTS.

  • Categories  

    EN This shadow map illustrates terrain-induced shadows at 17:45 on August 12th, 2026. The solar eclipse will not be visible within the shaded areas. Shadow coverage may vary depending on the simulation resolution and the specific time. IS Skuggakortið sýnir staði þar sem skuggar falla klukkan 17:45 þann 12. ágúst 2026. Sólmyrkvinn mun ekki sjást á þeim svæðum sem eru í skugga. Skuggasvæðin geta verið breytileg vegna upplausnar hæðarkortsins og á öðrum tímum.

  • Categories  

    Þann 16. mars 2011 gáfu Náttúrufræðistofnun út í fyrsta sinn sameiginlegt hæðarkerfi fyrir Ísland. Kerfið er kallað Landshæðarkerfi Íslands og er viðmiðunin ISH2004. Tilkoma sameiginlegs hæðarkerfis markaði stór tímamót í sögu landmælinga á Íslandi. Á sama hátt og viðmiðunin ISN93 skapaði grundvöll fyrir alla til að vinna í sama hnitakerfi mun ISH2004 skapa grundvöll fyrir alla til að vinna í sama hæðarkerfi. Eitt samræmt hæðarkerfi er mikilvægt fyrir ýmsar framkvæmdir s.s. vegagerð og jarðgangnagerð og á ýmsum sviðum umhverfisvöktunar, skipulags og áætlanagerðar. Auk þess munu gögnin nýtast við rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum eða breytingum á yfirborði sjávar. Mælingar á Landshæðarkerfinu eru standa ennþá yfir og frá fyrstu útgáfu þess árið 2011 hafa bæst við eftirfarandi línur hallamælilínur. • Flókalundur-Bolungavík • Reykjavík-Keflavík • Endurmæling á Suðurlandi vegna jarðskjálftans 2008 • Hellisheiði • Reykjanesbraut-Grindavík • Þjóðvegur 1-Akranes • Kjölur Niðurstöður nýrra mælinga verður bætt inn í þetta gagnasett um leið og þær liggja fyrir.

  • Categories  

    Nú hafa Náttúrufræðistofnun útbúið vefkort með því að staðsetja og klippa saman hin svokölluðu Herforingjaráðskort. Eftirfarandi lýsing á Herforingjaráðskortum er tekin af vef Landsbókasafns: Á síðasta áratug 19. aldar varð dönskum yfirvöldum ljóst að þau kort sem til voru af Íslandi stæðust ekki þær kröfur sem gera þyrfti í samfélagi þess tíma. Bestu kort af Íslandi sem buðust voru í stórum dráttum byggð á strandmælingum danska sjóhersins sem fram fóru á árunum 1801-1818 annars vegar og hins vegar á kortum Björns Gunnlaugssonar sem byggð voru á fyrrnefndum strandmælingum og eigin mælingum Björns á árunum 1831-1843. Á fjárlögum 1899 voru veittar 5000 krónur og skyldi hefja nýjar þríhyrninga- og strandmælingar á Reykjanesi. Árið 1900 var gefin út í Danmörku tilskipun um að sendur skyldi leiðangur til Íslands til að mæla hér grunnlínu og hnattstöðu. Síðan var ætlunin að mæla þríhyrninganet út frá nýju grunnlínunni. Hingað voru sendir danskir liðsforingjar og sumarið 1900 var unnin ýmis undirbúningsvinna. Árið 1902 höfðu fjárveitingar verið auknar svo að rétt þótti að hefjast handa. Byrjað var á Hornafirði og mælt vestur ströndina og um lágsveitir Suðurlands en uppsveitum og hálendi frestað. Verkinu var svo haldið áfram tvö næstu árin en féll niður 1905 vegna fjárskorts og annarra anna hjá Landmælingadeild danska herforingjaráðsins (Generalstabens topografiske Afdeling) er tókst verkið á hendur. Eftir eins árs bið var þráðurinn tekinn upp að nýju enda bættist nú við fjárstyrkur úr ríkissjóði Dana. Á árunum 1906-1914 var unnið öll sumur, nema 1909, þegar ekkert var aðhafst. Var þá lokið byggðamælingum sunnanlands og mælt um Vesturland, norður og austur um Húnaflóa. Árangurinn var 117 kortblöð af þriðjungi landsins, suður- og vesturhluta, í mælikvarða 1:50.000 (auk nokkurra sérkorta af afmörkuðum svæðum). Þau eru gjarnan nefnd herforingjaráðskortin í höfuðið á þeim sem stóðu fyrir gerð þeirra.

  • Categories  

    Niðurhalsþjónustur í samræmi við INSPIRE tilskipunina og grunngerð landupplýsinga