From 1 - 6 / 6
  • Categories  

    Skoðunarþjónustur Landhelgisgæslu Íslands

  • Categories  

    Niðurhalsþjónustur Landhelgisgæslu Íslands

  • Categories  

    Íslenskum skipum eru bannaðar veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelgi Íslands nema á þeim veiðisvæðum og veiðitímum sem tilgreind eru í 5. grein laga nr. 79 um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Viðmiðunarlínan er dregin umhverfis landið á milli punkta sem eru taldir upp í lagagreininni. Vinsamlega hafið samband við Landhelgisgæslu Íslands vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Landhelgi Íslands er skilgreind í lögum nr. 41/1979 með síðari breytingum frá 15. október 2021. Heiti laganna er Lög um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn. Í lögunum eru skilgreiningar og útskýringar á aðlægu belti, efnahagslögsögu og landgrunni Íslands: https://www.althingi.is/lagas/nuna/1979041.html Landhelgi Íslands skal afmörkuð af línu sem alls staðar er 12 sjómílur frá grunnlínu. Grunnlína er sett fram sem lína en einnig punktar. Línan er dregin milli punktanna. Aðlægt belti er svæði utan landhelgi (línur). Efnahagslögsaga Íslands er svæði utan landhelgi (línur). Vinsamlega hafið samband við Landhelgisgæslu Íslands vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Gögnin voru tekin saman í byrjun árs 2015. Þau eru sett saman úr dýptarlínum úr sjókortum í tveimur mælikvörðum. Annars vegar í 1:100.000 og hins vegar í 1:300.000. Dýptarlínur í sjókortum eru ekki með jöfnu bili. Dýptarlínurnar eru þessar: 10 m, 20 m, 50 m, 75 m, 100 m, 150 m, 200 m, 300 m, 400 m, 500 m, 1000 m, 1500 m og 2000 m. Landhelgisgæsla Íslands safnaði gögnunum og annast um drefingu. Gögnin ná ekki til alls landsins. Helstu eigindi eru jafndýpislínur með dýpisgildi. Um er að ræða stök kort eða samsett í stærri heild á shape formi.

  • Categories  

    Íslensk sjókort eru gefin út í þremur megin kortaseríum. Hafna- og aðsiglingakort eru 50 talsins, 45 hafnakort og 5 aðsiglingakort. Hafnakort eru í mælikvarða 1:10.000. Aðsiglingakortin eru í mælikvörðum á bilinu 1:35.000 til 1:50.000. Strandsiglingakort í mælikvarða 1:100.000 eru 17 og yfirsiglingakort í mælikvarða 1:300.000 eru 6. Þrjú yfirlitskort eru í mælikvörðum einn á móti milljón og minni. Skrá yfir sjókort er á vef Landhelgisgæslunnar. https://www.lhg.is/media/sjomaelingar_islands/Kortaskra_IS_Catalogue_of_Charts_21.06.2023b.pdf Sjókortin sem hér eru birt hafa ekki verið leiðrétt samkvæmt tilkynningum til sjófarenda. Undantekning frá því eru sjókort í mælikvarða 1:10000 gefin eru út og prentuð eru á blaðstærð A3. Kortin sem þetta á við eru stjörnumerkt [*] í kortaskránni. Sjókortin í vefþjónustunni eru rastamyndir af útgefnum sjókortum eins og staðan er í lok nóvember 2023. Listi yfir sjókort sem eru í gildi og tilkynningar til sjófarenda er að finna á vef Landhelgisgæslunnar: https://www.lhg.is/starfsemi/sjomaelingasvid/tts/uppsafnadar-tilkynningar/ Rammi og bauganet tekið burt: Við gerð rastamyndanna var rammi sjókorts fjarlægður, textaupplýsingar í ramma utan kortflatar og bauganet á kortfleti. Þá voru textaupplýsingar inn á kortfletinum teknar í burtu þar sem að þær voru óþarfar samhengisins vegna. Tákn og skammstafanir á sjókortum eru samræmd á alþjóðavísu (INT1). Tákn og skammstafanir í íslenskum sjókortum eru skýrð í samnefndu riti. Það er aðgengilegt á vef Landhelgisgæslunnar. Dýpi er miðað við meðalstórstraumsfjöru. Dýpi og hæðir eru í metrum. Dýpi að 21 metra er gefið í metrum og desímetrum. Frá 21 til 31 er dýpið á hálfum metra. Frá 32 m er dýpi í heilum metrum.