Land og skógur
Type of resources
Available actions
Topics
INSPIRE themes
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Service types
Scale
-
Náttúrulegt birkilendi á Íslandi er kortlagning yfir alla náttúrulega birkiskóga og birkikjarr á Íslandi. Helstu upplýsingar eru hæð, þekja og aldur. Skilið er á milli núverandi hæðar og aldur fullvaxta birkis. Það er gert samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum um hæð trjágróðurs þar sem miðað er við hæð fullvaxta skógar. Birki var fyrst kortlagt á árunum 1972-1975 og var unnin leiðrétting á gögnunum og gerðar frekari greiningar á árunum 1987-1991. Gögnin voru því komin nokkuð til ára sinna þegar ákveðið var að hefja endurkortlagningu á öllu náttúrulegu birki á Íslandi. Fór sú vinna fram á árunum 2010-2014 og er núverandi þekja því afrakstur þeirrar vinnu. Flatarmál náttúrulegs birkis á Íslandi er 150.600 ha. Frá árinu 1987 hefur flatarmál birkis með sjálfsáningu aukist um 9% og nemur 13.000 ha. Gögnin voru upphaflega hugsuð fyrir mælikvarða 1:15.000, hins vegar var talsvert stór hluti landsins kortlagður í mælikvarða 1:5000 – 1:10.000.
-
Ræktað skóglendi á Íslandi er þekja yfir öll kortlögð skógræktarsvæði á Íslandi. Upplýsingar eru skráðar um aldur skógarins, hæð, CORINE flokk og tegundir í reit svo eitthvað sé nefnt. Skráðar eru upplýsingar um hvaðan gögnin koma, stærstur hluti gagnanna kemur frá Skógræktinni, síðan 1. janúar 2024 Land og skógur, en einnig mikið frá skógræktarfélögum. Þá er talsvert um einkaskóga, t.d. í sumarbústaðalöndum sem þarf að kortleggja sérstaklega. Árlega berast upplýsingar um nýjar gróðursetningar trjáplantna og er gagnagrunnurinn því uppfærður á hverju ári. Nota má stærstan hluta gagnanna í 1:2.000.
-
Gagnagrunnur sem inniheldur upplýsingar um jarðvegsrof á Íslandi. Heildarúttekt á jarðvegsrofi á öllu Íslandi, unnin á árunum 1992-1997. Unnið með vettvangsúttekt þar sem LANDSAT gervitunglamyndir í mælikvarða 1:100.000 voru notaðar sem grunnur við kortlagninguna.
-
Stöðumat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda Íslands. Landupplýsingaþekjan fyrir stöðumat Grólindar er á rastaformi. Nákvæmni gagna miðast við mælikvarða 1:100.000. Stöðumat GróLindar sýnir, á grófum kvarða, stöðu gróður- og jarðvegsauðlinda Íslands eins og hún er í dag. Stöðumatið er unnið upp úr kortlagningu vistgerðaflokka Náttúrufræðistofnunar Íslands frá 2016 og kortlagningu á jarðvegsrofi á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Landgræðslunni frá 1997. Landgræðslan og Skógræktin voru sameinaðar 1. janúar 2024 og ber stofnunin heitið Land og skógur. Frekari upplýsingar um aðferðafræðina á bak við stöðumatið má sjá í ritinu: Bryndís Marteinsdóttir, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Jóhann Helgi Stefánsson, Jóhann Þórsson, Kristín Svavarsdóttir, Magnús Þór Einarsson, Sigþrúður Jónsdóttir og Sigmundur Helgi Brink, 2020. Stöðumat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda Íslands. Aðferðafræði og faglegur bakgrunnur. Rit Landgræðslunnar nr. 3. Gunnarsholt, Ísland. https://grolind.is/wp-content/uploads/2020/06/GroLind_stodumat_18_06_2020.pdf
-
Kortlagning beitarlanda sauðfjár á Íslandi. Landupplýsingaþekjan fyrir beitarlönd sauðfjár er á vektorformi. Nákvæmni gagna miðast við mælikvarða 1:100.000. Frekari upplýsingar um aðferðafræðina á bak við kortlagningu beitarlanda sauðfjár má sjá í ritinu: : Jóhann Helgi Stefánsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Iðunn Hauksdóttir, Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Bryndís Marteinsdóttir og Sigmundur Helgi Brink, 2020. Kortlagning beitarlanda sauðfjár á Íslandi. Rit Landgræðslunnar nr. 4. Gunnarsholt, Ísland. https://grolind.is/wp-content/uploads/2020/06/Kortlagning-beitilanda-2020.pdf Landgræðslan og Skógræktin voru sameinaðar 1. janúar 2024 og ber stofnunin heitið Land og skógur.
-
Gagnasett sem sýnir yfirlitsupplýsingar um helstu svæði þar sem landgræðsla er stunduð og Land og skógur kemur að á einn eða annan hátt. Undanskilin eru þó svæði í verkefninu Bændur græða landið.
-
Land og skógur, skoðunarþjónustur (áður Skógræktin).
-
Land og skógur, niðurhalsþjónustur (áður Skógræktin).
-
Línuþekja sem inniheldur upplýsingar um varnarmannvirki sem gerð hafa verið til að stöðva eða verjast landbroti þ.e. varnargarðar og bakkavarnir.
-
Gögnin innihalda upplýsingar um uppgræðsluaðgerðir Lands og skógar sem staðsettar hafa verið á korti.