From 1 - 5 / 5
  • Categories  

    Svæða-, staðar- og farvegaskipting fyrir ofanflóð í samræmi við ofanflóðaskráningarkerfi Veðurstofu Íslands. Um er að ræða stigskiptingu (hierarchy) þar sem landinu er skipt niður í staði, hverjum stað svo niður í svæði og innan svæða eru svo afmarkaðir algengir farvegir ofanflóða.

  • Categories  

    Vefþjónustan sýnir útlínur og aðrar upplýsingar um helstu snjóflóð sem að starfsmenn Veðurstofunnar hafa kortlagt. Útlínur eru ýmist mældar með GPS, hnitaðar út frá ljósmyndum og/eða lýsingum. Nákvæmni gagnanna er birt með mismunandi táknum. Upplýsingar um útbreiðslu nýtast við gerð snjóflóðaannála og aðgerða til varnar snjóflóðum hvort sem um er að ræða rýmingar eða gerð varnarvirkja. Gagnasafnið nýtist einnig við keyrslu snjóflóðalíkana og við gerð hættumats. Gagnasafnið var síðast uppfært í janúar 2023.

  • Categories  

    Vefþjónustan inniheldur upplýsingar um hverja snjóflóðaútlínu sem hægt er að birta í snjóflóðaskýrslu í gegnum Ofanflóðakortasjá VÍ og skal einvörðungu nota þar. Gagnasafnið var síðast uppfært í janúar 2023.

  • Categories  

    Þekja sem sýnir halla lands í gráðum byggt á landlíkani Náttúrufræðistofnunar (IslandsDEM útg. 1). Aðeins er sýndur halli á ákveðnu bili sem miðast við algengan upptakahalla snjóflóða. Litir og flokkun halla er ætluð til að hjálpa ferðafólki í fjalllendi að meta halla í brekkum með tilliti til upptakahalla snjóflóða. Þekjuna er hægt að birta sem myndkorta-flísar (XYZ, 512x512 pixlar) í Web-Mercator vörpun (EPSG:3857). Sniðmát fyrir slóðina á flísarnar eru: https://geo.vedur.is/geoserver/www/imo_slopemap_epsg3857_v1/{z}/{x}/{y}.png Skýringarmynd fyrir litakvarða er aðgengileg hér: https://geo.vedur.is/geoserver/www/imo_slopemap_epsg3857_v1/Legend_box_v1.png

  • Categories  

    Þjónustan sýnir rýmingarreiti á þéttbýlisstöðum landsins þar sem talin er snjóflóðahætta. Reitaskiptinguna hefur Veðurstofan gert í samráði við heimamenn, og birt á sérstökum kortum og byggja rýmingaráætlanir staðanna á þessari reitaskiptingu. Samkvæmt lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (49/1997) ber Veðurstofu Íslands að gefa út viðvaranir um staðbundna snjóflóðahættu. Skal þá rýma húsnæði á reitum sem tilgreindir eru í viðvörun Veðurstofunnar.