mörk
Type of resources
Available actions
Topics
INSPIRE themes
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
-
Umsóknin um Þingvelli á heimsminjaskrá var lögð fram í febrúar 2003 og var hún samþykkt á fundi heimsminjanefndar UNESCO í júlí 2004. Þingvellir eru þjóðgarður sem var með lögum stofnaður árið 1930.
-
Gögnin innihalda skiptingu landsins í heilbrigðiseftirlit. Skv 45. grein laga 7/1998 hefur Umhverfisstofnun umsagnarvald varðandi mörk eftirlitssvæða.
-
Gögnin taka til skiptingar landsins í prestaköll miðað við árið 1801. Afmörkun prestakalla var unnin af Alta ráðgjafarfyritæki eftir fyrirsögn Bjarkar Ingimundardóttur sagnfræðings. Kortagerð að öðru leyti er verk Alta. Upplýsingar um prestaköll og sóknir eru byggðar á væntanlegu riti Bjarkar Ingimundardóttur sagnfræðings og fyrrverandi skjalavarðar í Þjóðskjalasafni, Prestaköll og sóknir á Íslandi. Vefsjá kirkjubóka í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands er aðgengileg. Vísað er í vefsjánna úr þessum lýsigögnum. Í vefsjánnir er hægt að velja prestakall á korti og fá þannig upplýsingar um prestakallið, sóknir í því og lista yfir prestsþjónustubækur og sóknarmannatöl í viðkomandi prestakalli. Hægt er að skoða myndir af síðum bókanna með því að smella á heiti þeirra. Ekki eru birt gögn sem eru yngri en 50 ára.
-
Fitjaskráin sýnir það landsvæði sem Katla jarðvangur nær yfir. Katla jarðvangur nær yfir 9.542 km2 landsvæði, eða rúmlega 9% af flatarmáli Íslands, og afmarkast af landsvæðum Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Jarðvangurinn nær frá Hvolsvelli í vestri að Skeiðarársandi í austri, en nyrsti hluti jarðvangsins teygir sig langt inn á Vatnajökul en langar strendur af svörtum sandi afmarka jarðvanginn í suðri. Þéttbýliskjarnar í Kötlu jarðvangi eru Hvolsvöllur, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur. Íbúafjöldi á svæðinu er um 3.400 manns.
-
Mörk jarðvangsins eru þau sömu og mörk sveitarfélaganna fjögurra á Reykjanesi þ.e. Suðurnesjabær, Reykjanesbær, Vogar og Grindavík. Að auki er Eldey einnig hluti af Reykjanes Geopark.