aerial photographs
Type of resources
Available actions
Topics
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Update frequencies
status
Scale
-
Árið 2021 gerðu Loftmyndir ehf. og Náttúrufræðistofnun samning til eins árs, um aðgang að myndþekju Loftmynda ehf. fyrir allar A-hluta ríkisstofnanir. Þegar samningurinn rann út var hann framlengdur og tók umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisið við hlutverki Náttúrufræðistofnunar sem samningsaðili. Með samningnum veita Loftmyndir leyfishafa aðgang að og rétt til að nota myndkortaþekju félagsins, þ.e. af þeim hluta Ísland og nærliggjandi eyja sem til er í gagnagrunni félagsins við undirritun samningsins og þeirra viðbóta sem verða til í gagnagrunni félagsins á samningstíma, en það eru: a. Myndkort með 0.1 m. myndeiningum af lágflugssvæðum. b: Myndkort með 0.25 m. myndeiningum af miðflugssvæðum. Samningurinn tekur við af öðrum samningum sem eftir atvikum kunna að vera í gildi við einstaka A-hluta stofnanir ríkisins, hvað varðar aðgang að myndkortum félagsins. Ef einstaka A hluta stofnanir ríkisins eru með samning um annars konar þjónustu frá félaginu heldur sá samningur gildi sínu nema viðkomandi stofnun og félagið semji um annað.
-
Samsettar og uppréttar sögulegar loftmyndir af Íslandi. Unnið er að því að staðsetja loftmyndir frá 1974 og 1994 – 2000 úr loftmyndasafni Náttúrufræðistofnunar (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/d2323e18-ab9f-495d-8a4e-58c2a5fb096e ). Myndirnar eru birtar jafnóðum og búið er að staðsetja þær en ætlunin er að staðsetja eldri myndir síðar. Svæði af myndum sem teknar voru í sama flugi og úr sömu flughæð eru sett saman. Upplausn myndanna er yfirleitt 50 cm. Búið er að vinna myndirnar með sjálfvirkum aðferðum. Ákveðnar staðsetningar eru valdar af gervitunglamyndum (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e542c260-6431-48a5-8065-93350b8cb3a1) og stilltar af á ÍslandsDEM landhæðalíkaninu (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e6712430-a63c-4ae5-9158-c89d16da6361 ). Gerð eru nákvæm landhæðalíkön úr sögulegu loftmyndunum þar sem hæðarnákvæmni er yfirleitt innan við 1 m. Líkönin eru síðan notuð til að staðsetja loftmyndirnar. Áætluð staðsetningarnákvæmni myndanna er minna en 2 m. ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------- This repository includes orthorectified and mosaicked historical aerial images from all over Iceland. The datasets are created from historical aerial images on film from the years 1974, 1994 - 2000 from the aerial photograph collection of the NLSI (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/d2323e18-ab9f-495d-8a4e-58c2a5fb096e). Each mosaic is created from images taken on the same day at approximately the same height. The resolution of the mosaics is usually 50 cm. The historical photographs have been processed using automated methods of detection of points of interest (control points?) using the Maxar mosaic (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e542c260-6431-48a5-8065-93350b8cb3a1)) followed by a refined correction of the cameras using the IslandsDEM (https://gatt.lmi.is/geonetwork/srv/ice/catalog.search#/metadata/e6712430-a63c-4ae5-9158-c89d16da6361) as reference. For each block of historical photographs, an accurate Digital Elevation Model (DEM) is created (where the vertical accuracy is typically better than 1 m), which is used to orthorectify the aerial photographs. The estimated horizontal accuracy of the orthorectified aerial imagery is better than 2 meters.
-
Röð uppréttra loftmynda úr loftmyndasafni Náttúrufræðistofnunar sem unnar voru á árunum 2013 til 2018 hjá Jarðvísindastofnun HÍ, sem partur af tveimur verkefnum: 1 - Mælingar á jöklabreytingum úr sögulegum loftmyndum. Þetta verkefni var unnið af Joaquín M.C. Belart í M.Sc. og Ph.D. hjá Jarðvísindastofnun. Útvaldar loftmyndir frá 1945 til 1994 voru skannaðar hjá Landmælingum Íslands sérstaklega fyrir þetta verkefni. Vinnsla þessara loftmynda fór fram með því að nota "Ground Control Points" (GCP) sem teknir voru úr lidarmælingum á íslenskum jöklum. Úrvinnsla gagna úr Drangajökli fór fram með ERDAS hugbúnaðinum. Nánari upplýsingar um vinnsluna er að finna í Magnússon o.fl., 2016 (https://tc.copernicus.org/articles/10/159/2016/tc-10-159-2016.html). Úrvinnsla gagna frá öðrum jöklum var unnin með MicMac hugbúnaðinum, einnig með GCP teknir af lidar. Nánari upplýsingar um vinnsluna eru fáanlegar í Belart o.fl., 2019 (https://www.cambridge.org/core/journals/journal-of-glaciology/article/geodetic-mass-balance-of-eyjafjallajokull-ice-cap -for-19452014-processing-guidelines-and-relation-to-climate/9B715A9E0413A6345C2B151B1173E71D) og Belart o.fl., 2020 (https://www.frontiersin.org/articles/10.31630/feart/full.316390/feart. 2 - Mælingar á hraunmagni Heklugosanna á XX öld. Þetta verkefni var unnið af Gro B.M. Pedersen sem hluti af verkefni þar sem unnið var að umhverfiskortlagningu og vöktun Íslands með fjarkönnun "Environmental Mapping and Monitoring of Iceland by Remote Sensing" (EMMIRS, fjármagnað af Rannís) á árunum 2015-2018. Loftmyndirnar af Heklu frá 1945 til 1992 voru skannaðar af Landmælingum Íslands. Vinnsla þessara mynda var gerð með ERDAS hugbúnaðinum og nánari upplýsingar um vinnsluna er hægt að nálgast í Pedersen o.fl., 2018 (https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1002/2017GL076887) --------------------------------------------------------------------------------------------------------------- A series of orthomosaics using the archives of aerial photographs from Náttúrufræðistofnun (Loftmyndasafn) created between 2013 and 2018 at the Institute of Earth Sciences, as part of two projects: 1 - Measurements of glacier changes from historical aerial photographs. This project was conducted by Joaquín M.C. Belart during his M.Sc. and his Ph.D. at the Institute of Earth Sciences. A selection of aerial photographs from 1945 to 1994 were scanned at Náttúrufræðistofnun specifically for this project. The processing of these aerial photographs was done using Ground Control Points (GCPs) extracted from lidar surveys of Icelandic glaciers. The processing of the data from Drangajökull ice cap was done using the ERDAS software. Further details on the processing are available in Magnússon et al., 2016 (https://tc.copernicus.org/articles/10/159/2016/tc-10-159-2016.html). The processing of the data from other glaciers was done using the MicMac software, also with GCPs extracted from lidar. Further details of the processing are available in Belart et al., 2019 (https://www.cambridge.org/core/journals/journal-of-glaciology/article/geodetic-mass-balance-of-eyjafjallajokull-ice-cap-for-19452014-processing-guidelines-and-relation-to-climate/9B715A9E0413A6345C2B151B1173E71D) and Belart et al., 2020 (https://www.frontiersin.org/articles/10.3389/feart.2020.00163/full) 2 - Measurements of the lava volumes of the Hekla eruptions in the XX century. This project was conducted by Gro B.M. Pedersen as part of the Environmental Mapping and Monitoring of Iceland by Remote Sensing (EMMIRS, financed by Rannís) project between 2015-2018. The aerial photographs of Hekla from 1945 to 1992 were scanned by Náttúrufræðistofnun. The processing of these photographs was done using the ERDAS software, and further details of the processing are available in Pedersen et al., 2018 (https://agupubs.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1002/2017GL076887) References: Belart J.M.C., Magnússon E., Berthier E., Pálsson, F., Aðalgeirsdóttir, G., & Jóhannesson, T. (2019). The geodetic mass balance of Eyjafjallajökull ice cap for 1945–2014: Processing guidelines and relation to climate. Journal of Glaciology, 65(251), 395-409. doi:10.1017/jog.2019.16 Belart J.M.C., Magnússon E., Berthier E., Gunnlaugsson Á.Þ., Pálsson F., Aðalgeirsdóttir G., Jóhannesson T, Thorsteinsson T and Björnsson H (2020) Mass Balance of 14 Icelandic Glaciers, 1945–2017: Spatial Variations and Links With Climate. Front. Earth Sci. 8:163. doi: 10.3389/feart.2020.00163 Magnússon, E., Belart, J.M.C., Pálsson, F., Ágústsson, H., and Crochet, P.: Geodetic mass balance record with rigorous uncertainty estimates deduced from aerial photographs and lidar data – Case study from Drangajökull ice cap, NW Iceland, The Cryosphere, 10, 159–177, https://doi.org/10.5194/tc-10-159-2016, 2016. Pedersen, G. B. M., Belart, J. M. C., Magnússon, E., Vilmundardóttir, O. K., Kizel, F., Sigurmundsson, F. S., et al. (2018). Hekla volcano, Iceland, in the 20th century: Lava volumes, production rates, and effusion rates. Geophysical Research Letters, 45, 1805–1813. https://doi.org/10.1002/2017GL076887