From 1 - 2 / 2
  • Categories  

    Eftirfarandi landshlutar eru sóttvarnaumdæmi, sbr. reglugerð 387/2015: Höfuðborgarsvæðið (Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Kópavogsbær, Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær, Kjósarhreppur og fyrrum sveitarfélagið Þingvallasveit). Vesturland (Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur, Árneshreppur og Húnaþing vestra). Vestfirðir (Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur). Norðurland (Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarkaupstaður, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Norðurþing, Tjörneshreppur, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð að frátöldum fyrrum Skeggjastaðahreppi). Austurland (Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur og fyrrum Skeggjastaðahreppur). Suðurland (Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð að frátöldu fyrrum sveitarfélaginu Þingvallasveit, Hrunamannahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður og Vestmannaeyjabær). Suðurnes (Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður, Reykjanesbær, Grindavíkurbær og Sveitarfélagið Vogar).

  • Categories  

    Landinu skal skipt upp í eftirfarandi heilbrigðisumdæmi, sbr. reglugerð 387/2015: Heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins. Heilbrigðisumdæmi Vesturlands. Heilbrigðisumdæmi Vestfjarða. Heilbrigðisumdæmi Norðurlands. Heilbrigðisumdæmi Austurlands. Heilbrigðisumdæmi Suðurlands. Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja. Í heilbrigðisumdæmum landsins starfa eftirfarandi heilbrigðisstofnanir: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, innan heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins. Heilbrigðisstofnun Vesturlands, innan heilbrigðisumdæmis Vesturlands. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, innan heilbrigðisumdæmis Vestfjarða. Heilbrigðisstofnun Norðurlands, innan heilbrigðisumdæmis Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Austurlands, innan heilbrigðisumdæmis Austurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurlands, innan heilbrigðisumdæmis Suðurlands. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, innan heilbrigðisumdæmis Suðurnesja.