Sóttvarnarumdæmi
Type of resources
Available actions
Topics
INSPIRE themes
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Formats
Representation types
Update frequencies
Scale
-
Eftirfarandi landshlutar eru sóttvarnaumdæmi, sbr. reglugerð 387/2015: Höfuðborgarsvæðið (Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Kópavogsbær, Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær, Kjósarhreppur og fyrrum sveitarfélagið Þingvallasveit). Vesturland (Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur, Árneshreppur og Húnaþing vestra). Vestfirðir (Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur). Norðurland (Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Skagafjörður, Akrahreppur, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarkaupstaður, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Norðurþing, Tjörneshreppur, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur og Langanesbyggð að frátöldum fyrrum Skeggjastaðahreppi). Austurland (Vopnafjarðarhreppur, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarkaupstaður, Fjarðabyggð, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur og fyrrum Skeggjastaðahreppur). Suðurland (Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerðisbær, Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð að frátöldu fyrrum sveitarfélaginu Þingvallasveit, Hrunamannahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Ásahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður og Vestmannaeyjabær). Suðurnes (Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður, Reykjanesbær, Grindavíkurbær og Sveitarfélagið Vogar).