From 1 - 6 / 6
  • Categories  

    Loftmyndasjáin er vefsjá með sögulegum loftmyndum og er byggð á loftmyndasafni Náttúrufræðistofnunar sem nær rúmlega 80 ár aftur í tímann. Vefsjáin var hönnuð hjá Landmælingum Íslands í samstarfi við Jarðvísindastofnun HÍ og Fjarkönnunarmiðstöð HÍ. Loftmyndunum sem finna má í vefsjánni (https://www.lmi.is/is/landupplysingar/fjarkonnun/loftmyndasafn) hefur verið safnað úr flugvél, þær skannaðar og breytt í kort. Vefsjáin gefur því fólki færi á að stökkva upp í nokkurs konar ferðatímavél yfir Íslandi og skoða þær breytingar sem orðið hafa á landslagi, t.d. af völdum eldgosa, hopunar jökla eða útbreiðslu plantna, og í þéttbýli síðustu 80 árin. Loftmyndasjáin nýtist við kennslu, rannsóknir og sögu auk þess að svala almennri forvitni. Aðgangur að vefsjánni er öllum opinn og án gjaldtöku.

  • Categories  

    [IS] Á níunda áratug síðustu aldar voru fluglínur fyrir bandarískar loftmyndir frá 1956-1961 (svokallaðar DMA myndir) teiknaðar á níu kort í mælikvarðanum 1:250 000. Fyrsta og síðasta myndnúmerið var skrifað á hverja fluglínu. Nú hafa kortin verið staðsett og fluglínurnar settar á vektor form þar sem númer myndanna kemur fram í eigindum. Í kjölfarið var gagnagrunnurinn (fluglínur og loftmyndir) endurskoðaður. Nýlegar skannanir á öllum DMA myndunum frá Bandaríkjunum voru rýndar og aukaupplýsingum bætt inn í töflur, svo sem dagsetningu ljósmynda, brennivídd linsu og flughæð. Fluglínurnar voru einnig flokkaðar eftir staðsetningu og nálægum dagsetningum í eigindina „svæði“. Svo kölluð brúun (e. interpolation) var framkvæmd á hverri fluglínu þegar þær voru endurskoðaðar. Fyrsta og síðasta ljósmyndin á hverri fluglínu er þekkt, og gengið út frá því að allar myndir milli þeirra væru teknar með reglulegu millibili. Áætluð staðsetningarnákvæmni er +/- 2 km. [EN] The flightlines from the American photographs from 1956-1961 (so called DMA images) were hand-drawn in the 1980s in nine maps in 1:250.000. Each flightline had the first and last image number written on it. These maps were georeferenced and the flightlines were digitized into vectors, writing the image number as attributes. Once this was finished, a revision of the database was made. The recent scans of all the DMA images from USA were inspected, and extra information was added into the table, such as the date of the photographs, the focal lenght and flight height. The flightlines were also grouped by location and nearby dates, into the attribute "area". Once the flightlines were revised, an interpolation was done for each flightline. Since the first and last photograph of each flightline was known, we interpolated each photograph within a flightline assuming that all the images were captured at a regular interval. The expected accuracy of the geolocation is +/- 2 km.

  • Categories  

    Myndirnar voru teknar af Swedesurvey á tímabilinu 19.ágúst-09.september 2000. Viðmiðunarflöturinn er sporvalan WGS84 og nákvæmnin er +/- 2m (e. relative accuracy). Um er að ræða 58 myndir sem teknar voru árið 2000 er færðar inn í kerfi LMÍ 14.06.2001. Myndirnar eru í mælikvörðunum 1:13.000 / 1:20.000 / 1:36.000. Hæðarlíkan (og hæðarlínur) var unnið af Swedesurvey út frá myndunum. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá stofnuninni: lmi@lmi.is. LMÍ keyptu fullan afnotarétt á myndirnar og gögnin og má stofnunin dreifa þeim. Séu myndirnar og/eða gögin notuð þarf að geta uppruna þeirra, þ.e. að þau séu upprunalega frá Swedesurvey (höfundaréttur) en í eigu LMÍ. Um er að ræða svokallað "pilot project" sem ákveðið var að framkvæma sem hluta af undirbúningi áður en hafist var handa við vinnuna á landsþekjandi gagnasafni LMÍ, IS 50V. Á þessum tíma voru einungis til gömul gögn (er fyrir utan DMA kortasvæðið). Kannað var á afmörkuðu svæði hver kostnaður gæti orðið fyrir gögn fyrir allt landið og hvaða gæðakröfur ætti að gera.

  • Categories  

    Myndirnar voru teknar af Swedesurvey á tímabilinu 19.ágúst-09.september 2000. Viðmiðunarflöturinn er sporvalan WGS84 og nákvæmnin er +/- 2dm (e. relative accuracy). Um er að ræða 58 myndir sem voru teknar árið 2000 en færðar inn í kerfi LMÍ 14.06.2001. Myndirnar eru í mælikvörðunum 1:13.000 / 1:20.000 / 1:36.000. Ein yfirlitsmynd fylgir sem sýnir allt svæðið. Myndirnar eru svart/hvítar. Hæðarlíkan (og hæðarlínur) var unnið af Swedesurvey, út frá myndunum og er það einnig aðgengilegt hjá LMÍ. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá stofnuninni: lmi@lmi.is. LMÍ keyptu fullan afnotarétt á myndirnar og gögnin og má stofnunin dreifa þeim. Séu myndirnar og/eða gögnin notuð þarf að geta uppruna þeirra, þ.e. að þau séu upprunalega frá Swedesurvey (höfundaréttur) en í eigu LMÍ. Um er að ræða svo kallað "pilot project" sem ákveðið var að framkvæma sem hluta af undirbúningi áður en hafist var handa við vinnuna á fyrir landsþekjandi gagnasafn LMÍ, IS 50V. Á þessum tím voru einungis til gömul gögn (er fyrir utan DMA kortasvæðið). Kannað var á afmörkuðu svæði hver kostnaður gæti orðið fyrir gögn yfir allt landið og hvaða gæðakröfur ætti að gera.

  • Categories  

    [IS] Náttúrufræðistofnun heldur utan um kontrólpunkta sem er settir niður til að staðsetja loftmyndir. Í flestum tilfellum er um ræða hvíta ferningar sem eru 60x60 sm, en á jöklum eru þeir bleikir. Þar sem ekki er hægt að setja niður kontólpunkta í formi ferninga er miðað við aðra fasta punkta í landslaginu. X, Y nákvæmni: 2-3 sm Hæðarnákvæmni: 3-5 sm Fitjueigindir, útskýringar: efni_raun: Lýsir gerð punktsins (Náttúrulegur punktur, Gúmmímotta, Málað, Suðuplast, Bleik plata). Eiginleiki mynd sýnir hvað er mælt, almennt miðjan á hlutnum nema annað sé tekið fram á myndinni. austur_maelt: Austur-hnit í ISN2016 EPSG:8088 nordur_maelt: Norður-hnit í ISN2016 EPSG:8088 ish_haed_maelt: ish2004 hæð sporvolu_haed_maelt: Hæð yfir ellipsoíð dagsetning_maelt: Mælingardagur mynd: Hlekkur á mynd af punktinum (ef tiltækt) maeli_adferd: Mæliaðferð, hvort sem er RTK eða FastStatic [EN] This dataset contains ground control points placed by the Icelandic Institute for Nature Research that can be used for aerial imagery geolocation. Normally white squares of 60x60cm or natural objects or pink squares 60x60cm on glaciers. X, Y Precision: 2-3 cm Elevation precision: 3-5 cm Properties description: efni_raun: describes the type of point (Natual point, Rubber mat, Painted, Welded plastic, Pink plate), the property mynd shows what is measured, generally the center of the object if not indicated differently in the image. austur_maelt: easting in ISN2016 EPSG:8088 nordur_maelt: northing in ISN2016 EPSG:8088 ish_haed_maelt: ish2004 elevation sporvolu_haed_maelt: ellipsoidal height dagsetning_maelt: date of measurement mynd: link to the image of the point (if available) maeli_adferd: Measurement method if RTK or FastStatic

  • Categories  

    IS: Umbrotasjá sýnir landupplýsingar sem tengjast jarðhræringum t.d. á Reykjanesskaga. Myndirnar og gögnin sem er að finna í Umbrotasjá voru útbúin af hópi sérfræðinga frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Myndirnar voru unnar á hraða samkvæmt neyðarástandi og gerðar aðgengilegar á Umbrotasjá fyrir vísindasamfélagið og ákvörðunaraðila aðeins nokkrum klukkustundum eftir að mælingum lauk. Niðurstöður þessarar vinnu hjálpa til við að útbúa hættumat vegna eldgossins og stjórnun aðgengis að svæðinu. EN: The Volcano Viewer (Icelandic: Umbrotasjá) shows geographical data in connection with the current volcanic unrest on Reykjanes peninsula, SW Iceland. The images and data in Volcano Viewer were created by a group of specialists at the Institute of Nature Research (Náttúrufræðistofnun), the Icelandic Institute of Natural History (Náttúrufræðistofnun Íslands), the University of Iceland (Háskóli Íslands), and the Icelandic Meterological Office (Veðurstofa Íslands). The images were created in near real-time in rapid emergency mode as the events unfold and made available to the scientific community and decision-makers just hours after the data are acquired. The results of this project aid in the creation of volcanic hazard maps and control access to the area.