Lífríki
Type of resources
Available actions
Topics
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
- 
                
                
                
                
                  Íslenska: Vetrarfuglatalningar eru ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra fuglategunda. Frá upphafi hafa áhugamenn unnið þetta verk í sjálfboðavinnu og á annað hundrað manns taka þátt. Talningar fara fram á föstum dögum í kringum áramót. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar eru staðlaðar og nýtast til vöktunar einstakra stofna. Sjá niðurstöður vetrarfuglatalninga: https://www.natt.is/is/vetrarfuglatalningar-nidurstodur English: Winter bird counts are one of the longest-running continuous monitoring efforts in Iceland and the one that covers the greatest number of bird species. From the beginning, this work has been carried out by volunteers, with around a hundred people participating. The counts take place on fixed dates around the New Year. The aim of the winter bird counts is to collect information on the number and distribution of birds during the winter. The counts are standardized and are used to monitor individual populations. See the results of the winter bird counts: https://www.natt.is/is/vetrarfuglatalningar-nidurstodur
 - 
                
                
                
                
                  Íslenska: Vetrarfuglatalningar eru ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra fuglategunda. Frá upphafi hafa áhugamenn unnið þetta verk í sjálfboðavinnu og á annað hundrað manns taka þátt. Talningar fara fram á föstum dögum í kringum áramót. Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar eru staðlaðar og nýtast til vöktunar einstakra stofna. Gögnin sýna þau svæði á Íslandi þar sem fuglar eru taldir á veturna og númersvæðanna sem eru talin. Sjá niðurstöður vetrarfuglatalninga: https://www.natt.is/is/vetrarfuglatalningar-nidurstodur English: Winter bird counts are one of the longest-running continuous monitoring efforts in Iceland and the one that covers the greatest number of bird species. From the beginning, this work has been carried out by volunteers, with around a hundred people participating. The counts take place on fixed dates around the New Year. The aim of the winter bird counts is to collect information on the number and distribution of birds during the winter. The counts are standardized and are used to monitor individual populations. The data show the areas in Iceland where birds are counted during the winter, as well as the numbered survey areas included in the counts.
 - 
                
                
                
                
Markmið verkefnisins er að skilgreina helstu búsvæði í hafinu kringum Ísland, skrá útbreiðslu þeirra og umfang og jafnframt að meta mikilvægi þeirra og þörf fyrir verndun. Búsvæði á hafsbotni mótast af landslagi og setgerð botnsins, dýpi, hita, seltu, straumum og þeim lífverum sem eru til staðar á hverju svæði. Þannig er tegundasamsetning botndýra ólík eftir því á hvaða dýpi þau eru eða hvort þau eru fyrir norðan land, þar sem er kaldur sjór og gjarnan tegundir sem eru tengdar við heimskautin, eða fyrir sunnan þar sem er hlýrri sjór. Allt stuðlar þetta að miklum fjölbreytileika lífríkisins. Kortlagning á búsvæða er undirstaða þess að geta metið áhrif og eða breytingar á vistkerfið svo hægt sé að nýta auðlindir hafsins á ábyrgan hátt og vernda þau svæði sem sérstakega þarf að gæta. Viðkvæm búsvæði Kóralsvæði eru dæmi um sérstök eða viðkvæm búsvæði sem mikil þörf er á að vernda. Nú þegar hafa nokkur kóralsvæði verið vernduð og unnið er að því að skilgreina fleiri viðkvæm búsvæði. Kóralsvæðin eru aðallega á landgrunnskantinum fyrir sunnan land. Kóralrif eru einnig uppi á kantinum en þar eru þau mikið skemmd enda nálægt eða á miðri togslóð. Einnig finnst kórall út af Vesturlandi og Vestfjörðum.
 
                  Lýsigagnagátt