Kjördæmi
Type of resources
Available actions
Topics
INSPIRE themes
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Years
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
-
Kjördæmi eru afmörkuð landsvæði sem mynda einn af grunnþáttum kosningakerfisins. Framboðslistar eru lagðir fram fyrir hvert og eitt kjördæmi þannig að kjósendur í sama kjördæminu geta valið á milli sömu framboðslistanna og kjörnir fulltrúar hljóta þar umboð sitt til þingsetu. Kjördæmaskipulagið og fjöldi kjósenda í hverju þeirra liggur til grundvallar þegar þingsætum er úthlutað eftir þingkosningar. Þar sem kjördæmaskipulagið er ráðandi fyrir vægi atkvæða kjósenda hefur það mikil áhrif á það hvaða frambjóðendur fá sæti á þingi að loknum kosningum. Kjördæmaskipulagið er því meðal þess sem oft hefur orðið að deiluefni. Þegar gerðar voru á því verulegar breytingar kostuðu þær jafnan pólitísk átök og allar hafa þær þýtt málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða. Tekið af vef Alþingis: https://www.althingi.is/thingmenn/althingiskosningar/kosningar-og-kosningaurslit/kjordaemaskipulagid/