From 1 - 10 / 17
  • Categories  

    Þekja (layer) n25v_hraunNutima_fl: Eldhraun (hraun) sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu á síðjökultíma. (Postglacial lavas in Iceland.) Eldhraun sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu á síðjökultíma njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61 gr. í lögum um náttúruvernd. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur skrá yfir þessi náttúrufyrirbæri og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá. Hraun frá nútíma eru flokkuð í forsöguleg og söguleg hraun og í gögnunum eru upplýsingar um aldur, eldstöðvakerfi og heiti hrauna. Heimildaskrá fylgir (n25v_gigarOgHraunNutima_heimildir).

  • Categories  

    Þekjur (layers) n25v_gigarNutima_li og n25v_gigarNutima_fl: Eldvörp (gígar) og gervigígar sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu á síðjökultíma. (Volcanic craters and rootless vents formed after last Iceage [12.000 years ago].) Eldvörp og gervigígar sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu á síðjökultíma njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61 gr. í lögum um náttúruvernd. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur skrá yfir þessi náttúrufyrirbæri og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá. Heimildaskrá fylgir (n25v_gigarOgHraunNutima_heimildir).

  • Categories  

    The dataset presents three layers of geothermal data from Iceland based on "Atlas of Geothermal Resources in Europe" (2002). Heat-flow density, Temperature at 1000 meters and Temperature at 2000 meters (1:10 000 000).

  • Categories  

    Gagnagrunnur Steingervingar [Fossil database]. Gagnagrunnur um steingervinga. Venslagrunnur sem í eru upplýsingar um safneintök í vísindasafni NÍ, fundarstaði þeirra, gerð, ættkvísl- eða tegundaheiti, flokkunarkerfi, jarðmyndun, jarðsögulegur aldur, finnandi/gefandi eintaksins og ritaðar heimildir. Gagnagrunnurinn er mikilvægur við rannsóknir og upplýsingagjöf til almennings og stjórnvalda.

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_J5v_Surtsey: Surtsey Jarðfræðikort 1:5.000 [Surtsey Geological map 1:5.000]. Jarðfræðikort af Surtsey gefur nákvæma mynd af jarðmyndunum eyjarinnar. Einnig er sýnt hvaða breytinar hafa orðið á eynni síðan gosum lauk. Fyrsta útgáfa sýnir eyjuna 1998, en önnur útgáfa eyjuna 2004. Surtsey var lýst friðland árið 1965 og náttúruminjastaður á heimsminjaskrá UNESCO árið 2008 vegna þeirra rannsókna sem þar fara fram. [The geological map of Surtsey gives an accurate picture of the island´s geological formations. It also shows changes that have taken place since the eruption ceased. The first edition shows the island in 1998, the second in 2004. Surtsey was declared a nature reserve in 1965 and a World Heritage site in 2008 in order to conserve it for specialised research.]

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_J250v: Jarðfræðikorti af Íslandi – 1 : 250.000 – Blað 1 til 9 [Geological Map of Iceland – 1 : 250.000 – Sheet 1 til 9]. Jarðfræðikorti af Íslandi er skipt niður í 9 kortblöð. Ólokið er gerð tveggja kortblaða, 4 og 8, og endurskoða þarf kortblöð 1 og 5. Jarðfræðikortin sýna stærstu drætti í jarðfræði landsins. Berggrunnur er flokkaður eftir aldri, gerð og samsetningu en jarðgrunnur er flokkaður í helstu myndanir frá ísaldarlokum til nútíma. Einnig sýnir kortið dreifingu gosstöðva frá ísöld og nútíma, jarðhita, berghlaup, stefnu jökulráka, strik og halla berglaga og fundarstaði steingervinga. [This map series consits of 9 map sheets. Sheet 4 and 8 are not published, sheet 1 and 5 need to be updated. The Geological Map of Iceland shows the main features of the bedrock geology. Formation are classified by age, type, and composition. Surfacial deposits are classified by Postglacial to Holocene age. The map also shows the distribution of Pleistocene and postglacial eruption sites, geothermics, landslides, moraines, strike and dip, and fossil localities.]

  • Categories  

    Gagnagrunnur Berg og steindir [Rock and mineral database]. Gagnagrunnur um berg og steindir. Venslagrunnur sem í eru gögn um tegundir steinda og bergs, nöfn þeirra, flokkun, safneintök, bergmyndanir, eldstöðvakerfi, fundarstaði, heimildir, útlán og greiningar, auk myndefnis, lýsinga og heimilda um tegundir. Gagnagrunnurinn er mikilvægur við rannsóknir og upplýsingagjöf til almennings og stjórnvalda.

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_J40v_hahitiJardminjar: Jarðminjar á háhitasvæðum Íslands [Geoheritage on geothermal areas in Iceland]. Gagnasettið sýnir rannsóknasvæði sem notuð voru til að meta verndargildi háhitasvæði landsins. Matið byggist á kerfisbundinni öflun samanburðarhæfra gagna um jarðfræði og landmótun á háhitasvæðum og um yfirborðseinkenni jarðhitans. Lagt var mat á fágæti og fjölbreytileika einstakra svæða. Upplýsingar um jarðminjar eru vistaðar í gagnagrunni. Niðurstöður rannsókna eru birtar í skýrslu NÍ-09012: "Jarðminjar á háhitasvæðum Íslands. Jarðfræði, landmótun og yfirborðsummerki jarðhita" eftir Kristján Jónasson og Sigmund Einarsson. Verkefnið var unnið fyrir Orkustofnun.

  • Categories  

    Gagnaset (data set) ni_vg25r_3utg: Vistgerðir á Íslandi: land (Habitat types of Iceland: terrestrial). Vistgerðakortið sýnir útbreiðslu landvistgerða á Íslandi. Alls hafa verið ákvarðaðar 64 vistgerðir á landi og skiptast í 12 meginflokka (vistlendi). Innan landvistgerða eru fjórar jarðhitavistgerðir sem finnast á háhita- og lághitasvæðum landsins. Landvistgerðum er skipt upp í tvö þrep. Við skilgreiningu og flokkun vistgerða á Íslandi var tekið mið af EUNIS-flokkunarkerfinu (European Environment Agency 2012) . Í 3. útgáfu vistgerðakortsins 2024 eru eingöngu landvistgerðir endurskoðaðar. Náttúrufræðistofnun Íslands leggur með ritinu Vistgerðir á Íslandi fram tillögur að flokkun vistgerða sem á sér fyrirmynd í samræmdri og viðurkenndri flokkun vistgerða í Evrópu. Flokkunin byggir á rannsóknum víða um land með fyrirvara um að bæta mætti í þá þekkingu. Athuga skal að aðgreining landvistgerða með fjarkönnun reyndist erfið, bæði fyrir lítið grónar vistgerðir sem og vel grónar, einkum innan vistlenda. Því má búast við verulegum skekkjum þótt þær séu mismiklar eftir vistgerðum. Nánari útlistun og mat á skekkjum má finna í aðferðalýsingu og á staðreyndasíðum vistgerða í ritinu „Vistgerðir á Íslandi“. Frekari upplýsingar um flokkun og skilgreiningu vistgerða má sjá í ritinu: Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir, ritstj. 2016. Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. 299 s. og á vef Náttúrufræðistofnunar.

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_J600v_bergradir_ISN93_1.utg: NI_J600v Bergraðir Íslands – 1:600.000 [NI_J600v Igneous rock series of Iceland – 1:600.000]. Kort af þremur bergröðum Íslands. Kortið sýnir virk gosbelti á Íslandi og landgrunni þess á nútíma og síðjökultíma, virk eldstöðvakerfi á nútíma, útbreiðslu gosstöðva og samsetningu gosbergs (flákalag). Staðsetning megineldstöðva er einnig sýnd (punktalag). Gerður er greinarmunur á þóleiískum, alkalískum og millibergskerfum. [The map of the three igneous rock series of Iceland at a scale of 1:600.000 shows the volcanic zones active in Iceland and its insular shelf during the Holocene and Late Pleistocene, volcanic systems active during the Holocene, the distribution of eruption sites and chemical composition of erupted rocks (polygon layer). The position of central volcanoes is also shown (point layer). Tholeiitic, alkalic and transitional alkalic volcanic systems are differentiated.]