Aerial Imagery
Type of resources
Topics
Keywords
Contact for the resource
Provided by
-
Loftmyndasjáin er vefsjá með sögulegum loftmyndum og er byggð á loftmyndasafni Náttúrufræðistofnunar sem nær rúmlega 80 ár aftur í tímann. Vefsjáin var hönnuð hjá Landmælingum Íslands í samstarfi við Jarðvísindastofnun HÍ og Fjarkönnunarmiðstöð HÍ. Loftmyndunum sem finna má í vefsjánni (https://www.lmi.is/is/landupplysingar/fjarkonnun/loftmyndasafn) hefur verið safnað úr flugvél, þær skannaðar og breytt í kort. Vefsjáin gefur því fólki færi á að stökkva upp í nokkurs konar ferðatímavél yfir Íslandi og skoða þær breytingar sem orðið hafa á landslagi, t.d. af völdum eldgosa, hopunar jökla eða útbreiðslu plantna, og í þéttbýli síðustu 80 árin. Loftmyndasjáin nýtist við kennslu, rannsóknir og sögu auk þess að svala almennri forvitni. Aðgangur að vefsjánni er öllum opinn og án gjaldtöku.