From 1 - 5 / 5
  • Categories  

    HRL, 6 háupplausnargagnalög: yfirborðsgegndræpi, skógar (trjákrónuþéttleiki), skógar (barrtré/lauftré), graslendi, votlendi, vötn. Rastagögn, 20 m myndpunktsstærð, upprunaleg og endurbætt gagnalög og skýrslur, ISN2004. Hægt er að sækja gögnin á niðurhalssíðu Náttúrufræðistofnunar. Nánari upplýsingar um hvert lag fylgja gögnunum. HRL, 6 High Resolution Layers: imperviousness, tree cover density, forest type, grasslands, wetlands, permanent water bodies. Raster data, 20 m pixel size, intermediate and enhanced results, data and verification/enhancement reports, ISN2004. The datasets can be downloaded from the Institute of Nature Research Download Site where more details information about each layer are included.

  • Categories  

    Íslenska: Frá 2015 hefur verið opið aðgengi að hæðargögnum af Norðurheimskautinu (norður af 60°N, þar með talið af Íslandi). Gögnin hafa gengið undir nafninu ArticDEM og eru frá Polar Geospatial Center sem er staðsett í University of Minnesota (https://www.pgc.umn.edu/data/arcticdem/). Gögnin urðu til við vinnslu mikils magns af landhæðarlíkönum, flest frá 2012 en elstu gögnin eru frá 2008. Landhæðarlíkönin eru unnin úr steríópörum af gervitunglamyndum frá WorldView 1-3 og GeoEye-1. Notast var við SETSM sem er opinn hugbúnaður fyrir stafrænar myndmælingar á Bluewaters ofurtölvu University of Illinois. Hvert landhæðarlíkan hefur 2x2 m upplausn og dekkar um 18X100 km stórt svæði á jörðu. Samstarf Náttúrufræðistofnunar, Veðurstofunnar og Polar Geospatial Center leiddi til þess að eftirfarandi aðferðir voru þróaðar til þess að vinna með gífurlegt magn gagna. Aðferðirnar eru: 1- Samræma staðsetningu allra landhæðarlíkana 2-Búa til samsett landhæðarlíkan úr öllum líkönunum með því að búa til þekju sem geymir tíma gagnanna. Hver pixill í samsetta líkaninu sem er unnið úr ArcticDEM er miðgildi allra líkana sem fyrirfinnast á svæðinu. English: Since 2015, elevation data from the Arctic (north of 60°N, including Iceland) started to be openly available through the ArcticDEM project, led by the Polar Geospatial Center, University of Minnesota (https://www.pgc.umn.edu/data/arcticdem/). This data consists of a large amount of Digital Elevation Models (DEMs) repeatedly acquired (multitemporal), typically from 2012-present, and the oldest data reaching back to 2008. The Digital Elevation Models (DEM) are derived from satellite sub-meter stereo imagery, particularly from WorldView 1-3 and GeoEye-1. The processing of the DEMs was done using SETSM, an open-source digital photogrammetric software, in the Bluewaters supercomputer (University of Ilinois). Each DEM has 2x2m resolution and a footprint of ~18x100km. In a collaborative effort between the Institute of Nature Research, the Icelandic Meteorological Office and the Polar Geospatial Center, we developed methods to handle and process a large amount of data available for Iceland. The methods developed consisted of: 1-Spatial adjustment of all the available DEMs, for homogeneity and consistency in the location of each individual DEM. 2-Robust mosaicking into one single DEM of Iceland, by taking advantage of the multi-temporal coverage of DEMs. Each pixel of the mosaic corresponds to a median elevation value from the possible elevations available from the ArcticDEM. For 3D printing the elevation model see: https://leidbeiningar.lmi.is/instruction/3dprinting

  • Categories  

    Um er að ræða 65 loftmyndir úr Breiðafirðinum af svæði sem kallað er Breiðasund. Myndirnar eru bæði innrauðar og í lit. Greinihæfnin er 0,5 metrar. Myndirnar eru teknar úr 5000-5500 m hæð. Flatarmál svæðisins er 260 km2. Myndkort gert bæði í lit og innrauðum lit í blaðskiptingu Reitakerfi Íslands 5 x 5 km. Myndir eru teknar á myndavél sem heitir Vexcel UltraCam D. Unnið af Samsýn ehf. Úr myndunum var einnig gert hæðarlíkan og gögnum skilað sem vektorgögnum, þ.e. punktar, brotlínur og 2m hæðarlínur. Hæðarlíkani á rastaformi var ekki skilað. Sjá hér í landupplýsingagáttinni "Breiðafjörður-hæðarlíkan og línur".

  • Categories  

    Í loftmyndasafni Náttúrufræðistofnunar eru um 140000 loftmyndir frá árinu 1937 til ársins 2000. Til eru myndir af öllu landinu teknar á mismunandi tímum og hafa þær ómetanlegt samanburðar- og heimildagildi. Myndirnar frá árunum 1937 til 1938 eru frá dönskum landmælingamönnum. Einnig eru til myndir sem teknar voru á vegum Breta, Þjóðverja og Bandaríkjanna á tímum heimstyrjaldarinnar síðari. Frá árinu 1950 til ársins 2000 tóku Náttúrufræðistofnun myndir nánast árlega. Meirihluti myndanna er svarthvítur en þó er nokkuð til af litmyndum. Safnið er vel skráð í sérstakri loftmyndaskrá.Stór hluti loftmyndasafnsins er nú komið á stafrænt form. Stærstur hluti myndanna er í mælikvarðanum 1:36000. Einnig er töluvert um lágflugsmyndir sem eru í stærri mælikvarða. Skönnuðu myndirnar eru ekki í neinu staðsetningarkerfi og norður snýr ekki alltaf upp.

  • Categories  

    Upp úr aldamótunum 1900 var lagður grunnur að þeim mælingum hér á landi sem stór hluti korta af Íslandi hefur byggst á til þessa. Danska hermálaráðuneytið gaf út tilskipun til landmælingadeildar herforingjaráðsins um að leggja grundvöll að nýjum landmælingum og kortagerð á Íslandi. Þetta mikla verkefni stóð yfir í 27 sumur á árunum 1900 til 1940, þar með talinn allur undirbúningur. Í þessari Bæjarteikningaskrá eru sérmælingar og gerð uppdrátta af íslenskum bæjum, þéttbýlissvæðum og þorpum. Gerð uppdráttanna fór fram á tímabilinu 1902-1920. Númerin í flokki uppdrátta af bæjum og þéttbýlum eru þannig byggð upp (dæmi B27L001) að fyrsti stafurinn, B, táknar uppdrátt af bæ eða þéttbýli, annar og þriðji stafurinn (27) tákna kortnúmer í Atlaskortaflokki 1:100 000, staðsetningu bæja eða þéttbýla. Fjórði stafur, L, táknar að teikningin er í lit, ef stafurinn S væri í stað L táknaði hann svart/hvítt ljósrit. Síðustu þrír stafirnir (001) eru raðnúmer teikninganna. Að Atlaskorta gerðinni stóðu 70 landmælinga- og kortagerðarmenn og um það bil 300 aðstoðarmenn, íslenskir og danskir. Árið 1928 var danska landmælingastofnunin Geodætisk Institut stofnuð og leysti hún herforingjaráðið af hólmi með Íslandsmælingarnar. Í lok Heimsstyrjaldarinnar síðari höfðu Danir, á grundvelli framangreindra mælinga, gefið út Atlaskort í mælikvarða 1:100 000, alls 87 kort sem þekja allt landið. Í teikningaskránni eru vinnuteikningar, uppistaðan í gerð Atlaskortanna sem Danir afhentu Íslendingum til eignar. Hægt er að sjá staðsetningar teikninganna, skoða teikningarnar sjálfar og ná í þær í Kortasjá Náttúrufræðistofnun, þar sem hægt er að velja lag sem heiti Söguleg kort Dana. Sjá slóð hér fyrir neðan. Einnig er hægt að sjá staðsetningar teikninganna, skoða teikningarnar sjálfar og ná í þær í Landupplýsingagátt, þar sem hægt er að velja lag sem heiti Söguleg kort Dana. Sjá slóð hér fyrir neðan.