Format

Skýrsla

2 record(s)
 
Type of resources
Available actions
Provided by
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
From 1 - 2 / 2
  • Categories  

    Gagnasettið heldur utan um fastmerki sem tilheyra grunnstöðvanetinu, ISNET2004. Ýmist er um að ræða bolta (þríhyrningur), stöpla (ferhyrningur) eða jarðstöðvar (stjarna). Þegar ISN93 viðmiðunin leysti af hólmi Hjörsey55 viðmiðunina var stigið mikið framfaraskref í landmælingum á Íslandi. Grundvöllur fyrir að vinna í einu og sama hnitakerfinu hafði skapast fyrir alla sem vinna með hnitsettar upplýsingar. Hins vegar skapar lega Íslands á Norður- Atlantshafshryggnum ákveðin vandamál. Landið er stöðugt að reka í sundur og þar með er grunnstöðvanetið sem viðmiðunin ISN93 byggir á stöðugt að afmyndast. Auk þess hafa staðbundnari atburðir eins og eldgos og jarðskjálftar valdið staðbundnum afmyndunum á netinu. Þetta hefur skapað ýmis vandamál þegar kemur að landmælingum á svæðum sem eru nálægt flekaskilum eða á öðrum jarðfræðilega virkum svæðum. Til þess að taka á þessu vandamáli verður að endurmæla grunnstöðvanetið reglulega. Nákvæmni er 1cm í legu og 2cm í hæð.

  • Categories  

    Grunnstöðvanet með 119 mælistöðvum var mælt með GPS-mælingum 3ja til 13. ágúst 1993. Netið og sú viðmiðun (ISN93), sem með því fékkst, er grundvöllur annarra landmælinga hér á landi og þar með undirstaða stafrænnar kortagerðar, landfræðilegra upplýsingakerfa og verklegra framkvæmda. Grunnstöðvanetið kemur í stað þríhyrninganets, sem mælt var 1955 og 1956. Þríhyrninganetið fullnægði ekki lengur kröfum um nákvæmni, mælistöðvar eru ekki nægilega aðgengilegar og sumar eru glataðar. Landið er stöðugt að reka í sundur og þar með er grunnstöðvanetið sem viðmiðunin ISN93 byggir á stöðugt að afmyndast. Auk þess hafa staðbundnari atburðir eins og eldgos og jarðskjálftar valdið staðbundnum afmyndunum á netinu. Þetta hefur skapað ýmis vandamál þegar kemur að landmælingum á svæðum sem eru nálægt flekaskilum eða á öðrum jarðfræðilega virkum svæðum. Til þess að taka á þessu vandamáli grunnstöðvanetið verið endurmælt í tvígang. Árið 2004 og 2016. Í framhaldinu voru gefnar út nýjar viðmiðannir ISN2004 og ISN2016. Náttúrufræðistofnun mæla ekki með að nákvæmar landmælingar á jarðfræðilega virkum svæðum séu gerðar í ISN93. Niðurstöður slíkra verða ávallt háðar þeim viðmiðunarpunkti sem notaður er og geta því leitt til misræmis og í raun myndað mörg staðbundin kerfi. Heppilegar er að nota viðmiðun ISN2016 þar sem möguleiki er á að gera leiðréttingar vegna jarðskorpuhreyfina þar sem mestu nákvæmni er krafist eða framkvæma mælingar beint í ITRF viðmiðunarrammanum.