Rastagögn
Type of resources
Provided by
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
-
Gerð var landfræðileg greining á mögulegu ræktunarlandi á Íslandi út frá ákveðnum forsendum. Umræðan um að land til matvælaframleiðslu væri í hættu vegna annarrar landnýtingar var ástæða þess að farið var út í þessa greiningu. Þessi greining á því að vera til upplýsingar um mögulega stöðu ræktunarlands til næstu áratuga. Svæðin þurftu að uppfylla þessi skilyrði: Á láglendi undir 200m, í minna en 10° halli, innan 2km eða 4 km frá vegum og vera í graslendi, ríku mólendi, rýru mólendi eða hálfdeigju. Eftirfarandi svæði voru skorin frá: Helgunarsvæði vega, tún og svæði skráð af Umhverfisstofnun. Flatarmál ræktanlegs lands samkvæmt þessum forsendum var 615.000 ha eða rúm 6% af flatarmáli landsins (fjarlægð 2 km frá vegum). Þegar notuð var 4 km fjarlægð frá vegum var flatarmálið 1.600.000 ha eða um 16% af flatarmáli landsins (halli var 15% í þeirri greiningu). Gögnin eru landsþekjandi.
-
Gerðar voru landfræðilegar greiningar á hitafarsskilyrðum til vaxtar valdra trjátegunda á Íslandi. Annars vegar var Þetta gert fyrir birki sem er eina náttúrulega trjátegundin á Íslandi sem vex sem skógur og hins vegar fyrir rauðgreni sem er góður samnefnari fyrir vöxt ýmissa annarra trjátegunda þar sem það þarf nokkuð góð skilyrði til vaxtar. Hitafarslíkan frá Veðurstofu Íslands var notað við greiningarnar fyrir árin 1961-2006. Reiknuð voru vikmörk meðalhita sumars (júní, júlí og ágúst) fyrir báðar tegundir. Þröskuldsgildi fyrir birki var 7,6°C og rauðgreni 9,7°C. Vikmörkin gáfu til kynna stöðugleika í hitastigi fyrir hverja myndeiningu og því var hægt að segja fyrir um bestu skilyrði til trjávaxtar fyrir hvora tegund. Einungis var miðað við hitastig í birkigreiningunni, en fyrir rauðgrenið var einnig tekið mið af seltu og vindálagi. Rastalíkanið er í 900x900 m myndeiningum og hentar í mælikvarða 1:500.000 – 1:1.000.000