File Geodatabase
Type of resources
Available actions
Topics
INSPIRE themes
Keywords
Contact for the resource
Provided by
Formats
Representation types
Update frequencies
status
Scale
-
Íslensk skógarúttekt hefur verið starfrækt frá árinu 2005. Á þeim tíma var ekki til samræmt mælinet fyrir allt landið og lét Skógrækt ríkisins (núna Land og skógur sem er sameinuð stofnun Landgræðslunnar og Skógræktarinnar frá og með 1. janúar 2024) því útbúa mælinet sem hefur verið notað allar götur síðan. Mælinetið er punktanet með 500 m á milli punkta bæði í austur-vestur og norður-suður. Punktanetið gefur staðsetningar mælireita fyrir trjámælingar og hefur verið grisjað sem mælinet. Annars vegar er það notað fyrir ræktaða skóga þar sem fjarlægð milli punkta er 500m í austur-vestur og 1000m í norður-suður, hins vegar er það notað fyrir náttúrulegt birki þar sem fjarlægð milli punkta er 1500m í austur-vestur og 3000m í norður-suður. Mælinetið er einungis notað í vísindalegum tilgangi og er ekki opið öðrum en þeim sem koma að skógmælingum.
-
Ræktað skóglendi á Íslandi er þekja yfir öll kortlögð skógræktarsvæði á Íslandi. Upplýsingar eru skráðar um aldur skógarins, hæð, CORINE flokk og tegundir í reit svo eitthvað sé nefnt. Skráðar eru upplýsingar um hvaðan gögnin koma, stærstur hluti gagnanna kemur frá Skógræktinni, síðan 1. janúar 2024 Land og skógur, en einnig mikið frá skógræktarfélögum. Þá er talsvert um einkaskóga, t.d. í sumarbústaðalöndum sem þarf að kortleggja sérstaklega. Árlega berast upplýsingar um nýjar gróðursetningar trjáplantna og er gagnagrunnurinn því uppfærður á hverju ári. Nota má stærstan hluta gagnanna í 1:2.000.
-
Náttúrulegt birkilendi á Íslandi er kortlagning yfir alla náttúrulega birkiskóga og birkikjarr á Íslandi. Helstu upplýsingar eru hæð, þekja og aldur. Skilið er á milli núverandi hæðar og aldur fullvaxta birkis. Það er gert samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum um hæð trjágróðurs þar sem miðað er við hæð fullvaxta skógar. Birki var fyrst kortlagt á árunum 1972-1975 og var unnin leiðrétting á gögnunum og gerðar frekari greiningar á árunum 1987-1991. Gögnin voru því komin nokkuð til ára sinna þegar ákveðið var að hefja endurkortlagningu á öllu náttúrulegu birki á Íslandi. Fór sú vinna fram á árunum 2010-2014 og er núverandi þekja því afrakstur þeirrar vinnu. Flatarmál náttúrulegs birkis á Íslandi er 150.600 ha. Frá árinu 1987 hefur flatarmál birkis með sjálfsáningu aukist um 9% og nemur 13.000 ha. Gögnin voru upphaflega hugsuð fyrir mælikvarða 1:15.000, hins vegar var talsvert stór hluti landsins kortlagður í mælikvarða 1:5000 – 1:10.000.