From 1 - 3 / 3
  • Categories  

    [IS] Loftmyndirnar, sem bandaríski herinn safnaði á árunum 1945-1946, eru svokallaðar AMS myndir (American Mapping Service). Afrit af filmum AMS myndanna er að finna í loftmyndasafni Náttúrufræðistofnunar. Árið 2024 voru filmurnar skannaðar af fyrirtækinu Wehrli & Co (í Bandaríkjunum) með á 20 míkróna punktstærð og 8-bita dýpt. Staðsetning myndanna var gerð handvirkt. Hægt er að sjá upphaf og endi fluglína með því að skoða hvernig myndirnar tengjast hver annarri. Auk þess eru upplýsingar (handskrifaðar) á hverja fluglínu, svo sem dagsetning, flughæð og brennivídd linsu. Með því að skoða hverja fluglínu og bera myndirnar innan fluglínunnar saman við mósaík af myndum (Maxar mósaík) var búinn til vektor þar sem miðja fyrstu og síðustu myndanna var staðsett. Ef margar myndanna voru mjög skýjaðar var þeirri fluglínu skipt niður í marga hluta og skýjuðu myndirnar fjarlægðar. Nokkrum eigindum var bætt við fitjurnar, svo sem dagsetningu myndatöku, myndanúmeri við upphaf og enda fluglínu, brennivídd linsu og flughæð. Að lokum var framkvæmd brúun (e. interpolation) til að ákvarða staðsetningu mynda innan hverrar fluglínu. Þetta byggist á staðsetningu fyrstu og síðustu myndar fluglínunnar og er gengið út frá því að allar myndirnar hafi verið teknar með reglulegu millibili. Áætluð nákvæmni staðsetningar er ± 2 km. [EN]: The aerial photographs collected by the US military in 1945-1946 are the so-called American Mapping Service (AMS) images. A copy of the films of the AMS images is available at the archive of aerial photographs of the National Land Survey of Iceland. In 2024, these films were scanned by the company Wehrli & co (in US), at a scanning resolution of 20 microns and 8-bits. The location of these images was extracted by manual and visual inspection of the scanned images. The start and end of a flightline can be seen visually by identifying which images are connected with each other. Besides this, the beginning and the end of each flightlines have hand-written a series of information of the flightline, such as the date, flight height and focal length. By visually inspecting each flightline, and comparing the images within a flightline with a generic mosaic of images (Maxar mosaic), we digitized a vector with the location of the first and last center of the images of each flightline with georeferenced coordinates. In some cases, if the flightline contained multiple images only containing clouds, the cloudy images were discarded and the flightline was split into multiple segments. We wrote several attributes into these features, such as the date of acquisition, image number of the start and end of the flightline, focal length and flight height. Once this process was finished, the location of the images within each flightline was linearly interpolated based on the location of the first and last image of the flightline, assuming that all the images were taken at a regular interval. The expected accuracy of the geolocation is ± 2 km.

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_J40v_hahitiJardminjar: Jarðminjar á háhitasvæðum Íslands [Geoheritage on geothermal areas in Iceland]. Gagnasettið sýnir rannsóknasvæði sem notuð voru til að meta verndargildi háhitasvæði landsins. Matið byggist á kerfisbundinni öflun samanburðarhæfra gagna um jarðfræði og landmótun á háhitasvæðum og um yfirborðseinkenni jarðhitans. Lagt var mat á fágæti og fjölbreytileika einstakra svæða. Upplýsingar um jarðminjar eru vistaðar í gagnagrunni. Niðurstöður rannsókna eru birtar í skýrslu NÍ-09012: "Jarðminjar á háhitasvæðum Íslands. Jarðfræði, landmótun og yfirborðsummerki jarðhita" eftir Kristján Jónasson og Sigmund Einarsson. Verkefnið var unnið fyrir Orkustofnun.

  • Categories  

    Gagnasafn (GDB) NI_G40r_grodurRala: Gróðurkort af Íslandi (Rala, Hálendiskort) 1:40.000. Gróðukort af afréttum og öðrum beitilöndum, sem notuð voru til að ákvarða beitarþol. Kortin eru verðmæt heimild um gróðurfar á miðhálendi Íslands. [The Vegetation Map of Iceland series (Rala) 1:40.000 comprises 65 map sheets. Sheet index see http://utgafa.ni.is/kort/thumbnails/NI_G40r_grodurRala_bladskipting.pdf.] Gróðurkortin eru oft nefnd hálendiskort. Þau sýna gróðurfélög og landgerðir, aðallega á hálendi Íslands. Tilgangur þeirra var að ákvarða beitarþol og stjórna nýtingu beitilanda. Útgefin voru 65 gróðurkort af afréttum, hálendi og öðrum svæðum. Gróður- og landgreining byggir á gróðurlykli Rala sem Steindór Steindórsson tók saman. Á gróðukortum Rala í mælikvarða 1:40.000, er gróður flokkaður í um 90 gróðurfélög sem dregin eru sman í 14 gróðurlendi. Blaðskipting sjá http://utgafa.ni.is/kort/thumbnails/NI_G40r_grodurRala_bladskipting.pdf.